Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 22
Helgarblað 22.–25. júlí 20162 Verslunarmannahelgin - Kynningarblað Þjóðhátíðargestir fræðast um sögu eldgosanna Þjóðhátíð á Pizza 67 V ið erum í sjálfu sér ekki að fá fleiri gesti um verslunar­ mannahelgina en vanalega en við erum hins vegar að fá fjölmarga þjóðhátíðar­ gesti hingað. Það er útbreiddur misskilningur að hér séu allir bara að drekka og skemmta sér á Þjóðhá­ tíð. Hér er margt fólk sem nýtur þess að skoða menninguna yfir daginn og kemur hingað á safnið til að fræðast um eldgosin. Hins vegar er það einstakt um verslunarmanna­ helgina að þá eru einu gestirnir fólk sem sækir Þjóðhátíðina, því þá eru allar ferðir bókaðar fyrir þjóðhá­ tíðargesti, hvort sem það er flug eða með Herjólfi. Aðrar helgar koma hingað margir erlendir og innlend­ ir ferðamenn.“ Þetta segir Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima, safns um Heimaeyjargosið og Surtseyjar­ gosið, tvo heimssögulega viðburði. Safnið var opnað í maí árið 2014 og er því tveggja ára gamalt. Um tvær ólíkar og aðskildar sýningar er að ræða, Heimaeyjargosið 1973, sem lagði byggð í Vestmannaeyjum í rúst tímabundið, og hins vegar Surtseyjar gosið, en það var neðan­ sjávargos á árunum 1963–1967, sem myndaði Surtsey en eyjan er á heimsminjaskrá. „Miðpunktur sýningarinnar um Heimaeyjargosið eru rústir húss úr gosinu. Hægt er að skoða það frá öllum hliðum en auk þess er hægt að standa við skjá með stýripinna og ferðast í gegnum húsið til að sjá hvaða hlutir voru skildir eftir og í hvaða ástandi þeir komu undan ösku eftir 40 ár,“ segir Kristín. Sú staðreynd að enginn lét lífið af völdum gossins hefur gert sam­ starf við íbúa um að gera þessari sögu skil auðveldara: „Þó að vissu­ lega sé sárt að missa heimili sitt er það ekkert í líkingu við að missa ást­ vini. Núna er sá tími runninn upp að fólk er tilbúið að rifja upp þessa sögu og vill halda henni til haga fyrir komandi kynslóðir.“ Kristín seg­ ir að sýningarnar um Heimaeyjar­ gosið og Surtseyjargosið séu gjör­ ólíkar: „Annars vegar eru það þessir mannlegu hrakningar og hins vegar eru það vísindin en í Surts­ eyjarsýningunni er ferl­ ið rakið nákvæmlega og vísindalegar upplýsingar fram­ settar á aðgengi­ legan hátt.“ Eldheimar eru til húsa að Suðurvegi/ Gerðis braut 10 í Vestmannaeyjum, eða við rætur fjalls­ ins þar sem Heima­ eyjargosið átti sér stað: „Fólk tekur þetta í sömu ferðinni, það gengur jafnvel á gíginn eða fer um hraunið og fær síðan restina af sögunni hérna á safninu á eftir,“ segir Kristín. Nánari upplýsingar um sýn­ ingarnar er að finna á Facebook eða heimasíðunni eldheimar.is. n P izza 67 hefur verið í Vest­ mannaeyjum í yfir 20 ár en Sævar Hallgrímsson og Anný Aðalsteinsdóttir eru nýtekin við rekstrinum og standa því frammi fyrir sinni fyrstu Þjóðhátíð í Eyjum sem veitingafólk. Búast má við þéttsetnum stað alla helgina og fjölmörgum sendingum út til þjóðhátíðargesta auk þess sem margir munu sækja pítsurnar sín­ ar. Pizza 67 er allt í senn veitinga­ staður þar sem gestir geta sest að snæðingi, en einnig er boðið upp á heimsendingu og að pítsan sé sótt á staðinn. Veitingastaðurinn er með 45 sæti og um versl­ unarmannahelgina verður einnig opið út í garð sem er yfir­ byggður með tjaldi en þar eru um 50 sæti til viðbótar. Það verður því sæta­ pláss fyrir tæplega 100 manns á Þjóðhátíð – og veitir ekki af! „Frá föstudegi til sunnudags verður opið hér frá kl. 10 á morgnana til klukkan 21 því um það leyti tæmist bærinn og fólk fer inn í dal,“ segir Anný en staðurinn lagar sig að sjálfsögðu að þörfum þjóðhátíðargesta. Vanalega er Pizza 67 í Vestmannaeyjum opin frá 11 á morgnana til klukkan 22 auk þess sem alltaf er nætursala um helg­ ar á heimsendingum. „Hér verður þjóðhátíðarstemn­ ing yfir daginn og plötusnúðar munu skemmta á staðnum, við keyrum síð­ an á pítsunum og hamborgurum sem munu renna út í stríðum straumum,“ segir Anný. Hún segir að þetta árið komi þau ekki til með að hafa mikinn tíma til að fara inn í dal að skemmta sér eins og undanfarin ár, því eftir lokun munu þau þurfa að undirbúa næsta dag. „Það getur þó verið að maður nái aðeins að kíkja á sunnu­ dagskvöldið,“ segir hún vongóð. Þau segjast spennt fyrir Þjóðhá­ tíðinni, þau búist við sannkallaðri þjóðhátíðarstemningu á Pizza 67, líkt og undanfarin ár, enda hefur staður­ inn skipað fastan sess hjá mörgum þjóðhátíðargestum. Þau eru sammála um að allur gangur sé á því hvernig fólk nálgast veitingarnar sínar: „Margir koma á staðinn og sækja eða snæða á staðn­ um. En það eru líka margir sem nýta sér heimsendinguna,“ segir Sævar. „Bærinn er líka fullur yfir daginn á meðan barnadag­ skráin stendur yfir inni í dal og því mun allt fyllast hér hjá okkur,“ segir Anný. Hún er núna í óða­ önn að manna vakt­ ir fyrir helgina en hópur af aukastarfs­ fólki ræður sig á vaktir um verslunarmanna­ helgina. En hvað sem verslunar mannahelginni líður er Pizza 67 alltaf sígild­ ur staður í Vestmannaeyjum og alltaf mikið að gera. Af vinsælum pítsum má nefna Pepperoni 67 og síðan er það pítsan Sendillinn sem þykir einstök. Innihald hennar er: Ostur, sósa, hakk, skinka, sveppir, kjúkling­ ur, piparostur, beikon – „hún er svo smurð með sérstakri smurolíu,“ segir Anný og bætir við: „Þetta þykir virki­ lega „djúsí“ pítsa“. Og svo eru það að sjálfsögðu brauðstangirnar, þær eru alveg klikk­ aðar hérna, enda mjög vinsælar,“ bætir Sævar við að lokum. n Pizza 67 Heiðarvegi 5 Vestmannaeyjum Sími: 481-1567 Eldheimar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.