Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 8
Helgarblað 22.–25. júlí 20168 Fréttir É g las af hitaveitumælinum í byrjun árs og sendi tölurnar til Orkuveitunnar eins og ég geri samviskusamlega á hverju ári. Síðan fæ ég hringingu um að tölurnar séu svo háar að þær geti hreinlega ekki passað. Ég skoða þetta þá betur en kemst að því að tölurn­ ar eru réttar. Ég hafði heyrt um fleiri dæmi þess að fólk í Hveragerði væri að fá stjarnfræðilega háa reikninga með tilheyrandi vandræðum og ég óttaðist á þessum tímapunkti að ég færi hreinlega á hausinn,“ segir Guð­ rún Valdimarsdóttir, íbúi í Hvera­ gerði, sem varð fyrir því að bilun á hitaveituloka á heimili hennar gerði að verkum að hún fékk reikning frá Orkuveitunni sem hljóðaði upp á hundruð þúsunda. Mánaðarleg áætl­ un Guðrúnar sem býr ein er 6.200 krónur og því er um að ræða verulegt fjárhagslegt áfall fyrir hana. „Ég er hvorki með heitan pott né sundlaug,“ segir Guðrún. Hún hefur síðan stað­ ið í stappi við fyrirtækið um greiðslu reikningsins sem hún segir óréttlátt að hún borgi. 400 þúsund króna reikningur Alls fékk Guðrún reikning upp á tæp­ lega 400 þúsund krónur fyrir heita vatninu sem rann í gegnum lagnirn­ ar í húsinu. „Það kom aðili til að laga bilunina og þá var mælirinn á millj­ ón. Ég notaði hins vegar ekki vatn­ ið og það var að fara jafnheitt út frá mér og það kom inn. Að mínu mati er því hróplegt óréttlæti að Orkuveit­ an gangi hart fram í að ég greiði þessa skuld sem er vegna vöru sem ég fékk aldrei og fór aftur til Orkuveitunnar,“ segir Guðrún, sem heldur því fram að ýmislegt bendi til þess að Orku­ veitan beri sjálf ábyrgð á biluninni. „Í lok maí varð bilun í Hveragerði sem gerði að verkum að þrýstingur fór af kerfinu. Afleiðingin er sú að það lekur inn í íbúðina mína og yfir alla mæla. Mælirinn er ryðgaður og illa farinn í dag og ég tengi þessa nýj­ ustu bilun við þá sem varð í maí. Ég fékk reikning upp á um 170 þúsund krónur fyrir viðgerðina á mælunum sem ég greiddi möglunarlaust. Heita vatnið, sem ég notaði ekki, greiði ég hins vegar ekki fyrir,“ segir Guðrún ákveðin. DV hefur heimildir fyrir því að fleiri dæmi um háa reikninga hafi litið dagsins ljós í Hveragerði og með­ al annars hafi fjölskylda sem býr við kröpp kjör í bænum fengið reikning upp á rúmlega eina milljón króna vegna bilunar í húskerfi. Stóð fjöl­ skyldan í nokkru stappi til að fá reikn­ inginn lækkaðan. Allt að 250 mál árlega „Þegar notandi verður fyrir því að óeðlilega mikið vatn fer í gegnum kerfi hans þá koma Veitur til móts við við­ komandi einu sinni byggt á tilteknum viðmiðum. Við leggjum áherslu á að húskerfi eru á ábyrgð notenda,“ segir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri þjónustu hjá OR, í skriflegu svari til DV. Reglur fyrirtækisins eru á þá leið að 30–70% af metinni umframnotkun eru felld niður við uppgjörð eftir því hvort notandi hafi mátt gera sér grein fyrir því að allt væri með felldu eða ekki og hvort notandinn hafi notið vatnsins eða ekki. Þá þarf einnig stað­ festing pípulagningamanns á bilun í kerfi að liggja fyrir og að viðgerð hafi farið fram. Að sögn Skúla hefur Orku­ veitan tekið á sig sem nemur 25–40 milljónum á ári vegna slíkra mála sem eru 150–250 árlega. „Ég get ekki farið með viðskipti mín annað“ Guðrún undrast hörku Orkuveitunnar í innheimtu krafna sem augljóslega eru einstök tilvik og mögulega slys. „Þetta er fyrirtækið okkar sem er með einokunarstöðu. Þeir geta því hagað sér eins og þeir vilja og það er eins og ég sé að glíma við innheimtu­ fyrirtæki. Ég get ekki farið með við­ skipti mín annað,“ segir Guðrún. Hún hefur átt í orðaskiptum við nokkra starfsmenn OR undanfarið og fengið reikninginn lækkaðan í þrepum. „Fyrst þegar ég byrjaði að rífast í þeim þá lækkaði skuldin niður í 260 þús­ und krónur. Ég hélt baráttunni áfram og fékk samband við annan starfs­ mann sem lækkaði reikninginn niður í 193 þúsund krónur,“ segir Guðrún. Að hennar sögn hafi hún ekki heldur getað sætt sig við það og með hörku fékk hún reikninginn lækkaðan enn frekar. Hún bætir við að málið sé grafalvarlegt, ekki hefðu allir í sömu sporum barist fyrir því að fá reikn­ inginn lækkaðan og því borgað of mikið til Orkuveitunnar. „Ég fékk þau skilaboð að lokaboð þeirra væri 125 þúsund krónur en með því viður­ kenndu þeir enga sök á þessu óhappi. Af þeirra hálfu er málinu lokið,“ segir Guðrún, sem hyggst halda baráttunni ótrauð áfram. „Það er svo sem ágætt tímakaup fyrir að senda tölvupóst [hlær dátt]. Ég gef mig hins vegar ekki varðandi það að ég tel óréttlátt að ég greiði nokkuð.“ n ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin Fékk 400 þúsund króna reikning frá Orkuveitunni Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is n Getur ekki farið með viðskipti sín annað n 250 svipuð mál koma upp árlega Guðrún Valdimarsdóttir Fékk gríðarháan reikning frá Orkuveitunni Mynd ÞorMAr ViGnir GunnArsson skúli skúlason Að sögn Skúla koma upp 150–250 mál á ári hjá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem notkun einstaklinga fer úr böndun- um vegna bilana eða óhappa. „Eins og ég sé að glíma við innheimtufyrirtæki Hitastilliloki bilaður „Í þessu tilviki þá er ég kallaður til vegna of mikillar notkunar. Þegar ég kem að eru tveir hluti bilaðir í hitakerfinu. Önnur bilunin sneri að hitastillilokanum fyrir gólfhitann, sem þýðir að vatnið fór beint inn í þvottahúsið, í gegnum gólfhitakistuna og þaðan beint út í götu aftur, jafn heitt og það kom inn í kerfið. Gólfhitakistan stendur fyrir aftan þvottavél og því sér heimilisfólk aldrei hvað er í gangi. Þegar ég kom að þá var varla hægt að greina skífuna því að hún gekk svo hratt,“ segir Janus Bjarnason pípulagningamaður, en hann sá um viðgerðina hjá Guðrúnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.