Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 13
Helgarblað 22.–25. júlí 2016 Fréttir Erlent 13 ára gamall klerkur, Fethullah Gulen, en hann þvertekur fyrir það. Gulen og Erdogan voru lengi bandamenn en síðan kastaðist í kekki með þeim. Gulen býr í Bandaríkjunum en þang- að flutti hann fyrir 17 árum. Erdogan hefur bannað fræðimönnum og há- skólafólki að yfirgefa landið og þeir sem eru erlendis við störf eða nám eru hvattir til að flýta heimför hið fyrsta. Þessi skipun hefur skapað ugg og hræðslu á meðal landsmanna. Á þessum tímapunkti er erfitt að segja til um hvaða stefnu samskipti Tyrkja við lönd í Vestur-Evrópu taka og hvernig Erdogan bregst við þeim. Núna í vikunni lýsti forsetinn yfir þriggja mánaða neyðarástandi sem mun líklega ýta undir enn frekari áhyggjur varðandi frelsi og mann- réttindi í landinu. DV lagði fyrir valinkunna einstak- linga spurningar sem varða ástandið eftir valdaránstilraunina og hvaða augum þeir líta á framhaldið. Svör þeirra Björns Bjarnasonar, fyrrver- andi ráðherra, Illuga Jökulssonar rit- höfundar og Egils Helgasonar, fjöl- miðlamanns og þáttastjórnanda má sjá hér á opnunni. n FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Verum þjóðleg til hátíðabrigða Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is Björn Bjarnason: „Tilrauninni lauk sama kvöldið og hún hófst. Undrun vekur hve skipulega stjórnvöld hafa síðan gengið til verks við hreinsanir á tugum þúsunda manna í öllum greinum opinberrar starfsemi. Menn hafa verið handteknir í herstöðvum og skólum, ráðuneytum og ráðhúsum. Þetta hlýtur að mynda stórt skarð í stjórnsýslunni sem Erdogan forseti ætlar að fylla með mönnum hollum sér. Strax að kvöldi til- raunarinnar talaði Erdogan um „samhliða kerfi“, það er eins konar ríki í ríkinu og vísaði þar til fylgismanna Gülens, kennimannsins sem búið hefur í útlegð í Bandaríkjunum frá 1999. Erdogan sér hann og menn hans sem óvini í hverju horni. Er það ímyndun eða veruleiki? Viðbrögð forsetans eru svo ofsakennd að þau hljóta að kalla fram sterk andsvör þótt síðar verði,“ segir Björn Bjarnason. Nú er talið að Recep Tayyip Erdogan forseti muni krafsa til sín enn meiri völd. Hvaða þýðingu hefði það fyrir landið? „Enginn vafi er á að Erdogan sölsar undir sig meiri völd. Hann vill aðeins menn hliðholla sér í öryggis, dóms- og menntakerfinu. Með því herðir hann tökin á þjóðinni, tryggir réttarfar í eigin þágu og að skóla sé unnt að nota til innrætingar. Tyrkir hafa skapað sér sérstöðu í Mið-Austurlönd- um af því að Kemal Atatürk afhelgaði stjórnkerfið á fyrri hluta 20. aldar. Erdogan vill innleiða íslam að nýju inn á hið opinbera svið stjórnsýslunnar. Það leysir engan vanda í Tyrklandi frekar en annars staðar.“ Eiga þessir atburðir í Tyrklandi eftir að hafa áhrif á veru landsins í NATO? „Já, þeir munu draga dilk á eftir sér innan NATO og í umræðum um bandalagið. Hernaðarleg staða Tyrklands er gífurlega mikilvæg. Að baki öllum ákvörðunum á vettvangi NATO býr kalt mat á öryggis- hagsmunum. Þeir ráða úrslitum á þeim vettvangi. Í þessu samhengi ber að geta samnings sem ESB hefur gert við Tyrki um að þeir stöðvi straum farandfólks frá landi sínu til grísku eyjanna undan ströndum þess og þar með inn á Schengen-svæðið.“ Hvaða augum líta valdamenn ríkja í Evrópu á stjórnunarhætti Erdogans? „Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna hittust í Brussel mánudaginn 18. júlí og lagði Federica Mogherini, utanríkismála- stjóri ESB, áherslu á að farið yrði að lögum í Tyrklandi. „Við þurfum að sýna virðingu, Tyrkir verða að virða lýðræði, mannréttindi og grundvallarréttindi,“ sagði hún. Johannes Hahn kemur fram fyrir hönd ESB í aðildarvið- ræðunum við Tyrki. Hann sagði að svo virtist sem tyrkneska ríkisstjórnin hefði átt í fórum sínum handtökulista sem hefðu verið samdir fyrir valdaránstil- raunina. Það hefði verið sérstakt stjórnsýslulegt afrek að draga upp lista með mörg þúsund nöfnum á svo skömmum tíma. Mevlut Cavusoglu, utanríkis- ráðherra Tyrklands, gagnrýndi Hahn fyrir ummæli hans, þau væru óviðunandi. Utanríkis- málanefnd ESB-þingsins kom saman til aukafundar til að ræða atburðina í Tyrklandi.“ Hefur greinilega háværan hluta íbúanna með sér Illugi Jökulsson: „Í augnablikinu virðist Tyrkland stefna beina leið til þess að verða einræðisríki. Að slíkt skuli geta gerst svo fyrirhafnarlítið – þrátt fyrir allt – er mjög mikið áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir Tyrkland, heldur einnig fyrir önnur ríki. Því valdagírugir leiðtogar munu horfa til þess hvernig hægt er að eyðieggja lýðræði í einu landi á fáeinum árum og upphefja sjálfan sig,“ segir Illugi Jökulsson. Nú er talið að Recep Tayyip Erdogan forseti muni krafsa til sín enn meiri völd. Hvaða þýðingu hefði það fyrir landið? „Ef allt fer á versta veg og Erdogan verður sannkallaður einræðisherra, þá mun hann óhjákvæmilega fara sömu leið og aðrir einræðisherrar – að ýta landinu í átt til einhvers konar fasisma til að tryggja völd sín og fylkja sem stærstum hluta þjóðarinnar að baki sér. Risastórt ríki með tugmilljónir íbúa á þessum mikilvæga stað undir járnhæl þjóðernis og/eða trúarfasisma, það er einfaldlega hrollvekjandi tilhugsun.“ Hefur forsetinn íbúa landsins að baki sér? Nýtur hann stuðnings þeirra? „Hann hefur greinilega mjög háværan hluta íbúanna með sér. Ekki veit ég hvers vegna, því fátt hefur hann afrekað sem kallar á að fólk fylgi honum á þessu feigðarflani. En því miður virðist svo og svo stór hluti fólks í eðli sínu hneigjast til hugmyndafræðinnar um „sterka manninn“ sem allir hinir skuli fylgja. Með því að ýkja upp aðsteðjandi hættu ætlar Erdogan greinilega að koma því svo fyrir að andstæðingar hans láti ekki mikið á sér kræla, meðan hann tryggir sér frekari völd. Við höfum sorglegt dæmi frá Rússlandi um að slíkt geti reynst furðu auðvelt.“ Eiga þessir atburðir í Tyrklandi eftir að hafa áhrif á veru landsins í NATO? „Ég vona það. Ég vona að sá tími sé liðinn að NATO láti líðast að einræðisríki séu í samtökunum. Ég get ekki hugsað mér að við Íslendingar séum áfram í NATO ef Tyrkland heldur áfram á þessari braut og fær að halda áfram í NATO.“ Hvaða breytingar eru líklegar innan hersins í kjölfar valdar- ánstilraunarinnar? „Því miður virðist Erdogan á góðri leið með að tryggja sér undirgefni hersins. Adolf Hitler, sem virðist vera meðvituð fyrirmynd Erdogans, tryggði sér endanlega öll völd í Þýskalandi á fjórða áratugnum þegar hann braut niður alla andstöðu hersins við sig árið 1937. Fram að því hafði þýski herinn – líkt og í Tyrklandi lengst af – reynt að vera ekki í of nánum tengslum við stjórn- málaapparatið.“ Hvaða augum líta valdamenn ríkja í Evrópu á stjórnunarhætti Erdogans? „Væntanlega fyllast þeir skelfingu – flestir. En fáeinir munu því miður fara að hugsa hvernig þeir geti endurtekið leik Erdogans á sínum heimaslóðum.“ Erdogan sölsar undir sig meiri völd Herin stendur vaktina Lífið er sérstakt þessa dagana í Istanbúl og mannlífið ólíkt því sem annars hefur tíðkast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.