Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 22.–25. júlí 2016 57. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ef ég ætti eina ósk...! Gæðav ara I I I I I Íslensku r upprun i Umhve rfisvæ nar umbúð ir Fagm ennsk aNorð lensku r fersk leiki Gott k völd I Ef ég ætti annað líf n Flest höfum við hugsað um hvernig það væri að eiga ann­ að líf. Það er gaman að láta hugann reika og velta því fyrir sér hvernig lífið gæti verið öðru­ vísi. Bryndís Ásmundsdóttir er leikkona og söngkona í þessu lífi. Hún á þrjú börn og fallegt heim­ ili í Hafnar­ firði. Bryndís er einhleyp og kunnugir segja að hún sé göldrótt í eld­ húsinu. Hún hefur undanfarin ár heiðrað söngdívur eins og Janis Joplin, Tinu Turner og Amy Winehouse. Ef Bryndís ætti annað líf væri það einhvern veginn svona: „Ég er sálfræðingur, nuddari, söngþerapisti og leikstjóri. Ég rek ótrúlega huggulega sálfræði­ og nuddstofu á góðum stað í Reykjavík. Ég á mann sem ég er mjög skotin í og það er sannar­ lega gagnkvæmt. Við eigum veitingastaði um allan heim – ansi stóra keðju – og ég sé um að gæta þess að þjónustan sé í lagi. Þess vegna þarf ég talsvert að ferðast um heiminn, meðal annars til Barcelona, New York, Parísar, Rómar og Kaupmanna­ hafnar. Við eigum þrjú heim­ ili, tvö á Íslandi og eina gasalega huggulega íbúð í Barcelona. Mað­ urinn minn er eðalkokkur og sjúklega góð­ ur nuddari eins og ég.“ „Þetta er mikill heiður“ Ástarsögurnar slá í gegn V ið hlógum, grétum og tengdum við velflestar sögurnar og líðan kvenna þarna á bak við,“ segir María Lilja Þrastardóttir, annar höfunda Ástarsagna íslenskra kvenna sem gæti orðið metsölubók sumarsins. Hún hefur verið í efsta sæti metsölulistans tvær vikur í röð. „Þetta er mikill heiður. Við vorum mikið að vona að þetta yrði svona ekta sumarbók, bókin sem þú grípur með þér í sumarbústaðinn og getur bæði lesið hana spjaldanna á milli eða eina sögu í einu,“ segir hún. Þær byrjuðu að safna sögunum í vetur og leituðu á mið kvennahópa á Facebook og annarra samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Svo hafa nú reyndar nokkrir karlar haft samband við mig, sannfærðir um að það sé saga um þá í bókinni. Karlar eru greinilega forvitnir um upplifun kvenna af ástinni,“ segir María Lilja og skellir upp úr. En er framhaldsbók í farvatninu? „Já, það er til umræðu,“ segir María Lilja, en samstarfskona hennar, Rósa Björk, er stödd í Los Angeles og María er í London og því hafa þær ekki hafist handa. Hugmyndin er að taka saman ástarsögur íslenskra karla. „Það er áhugaverður vinkill. Ástin er nefni­ lega stundum tileinkuð konum, en við vildum með þessari bók gjarnan hætta að hugsa um þennan heilagleika – riddarann á hvíta hestinum og færa það inn í nútímann. Næst er þess vegna skemmtilegt að skoða hvernig karlar taka á þessu, hvernig þeir upp­ lifa ástarsorg og að vera skotinn í ein­ hverjum.“ Þær finna einnig fyrir áhuga á að sögurnar verði þýddar yfir á erlend tungumál. „Við höfum fengið margar fyrirspurnir um það hvenær bókin komi út á ensku. Það eru greinilega margir ferðamenn sem vilja lesa ástar­ sögur Íslendinga,“ segir María Lilja. n astasigrun@dv.is Önnur bók og þýðing Næst verða það karlarnir sem pæla í ástinni með þeim Maríu Lilju (t.v.) og Rósu Björk. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.