Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Page 2
Vikublað 26.–28. júlí 20162 Fréttir Hreinsun á jakkafötum 3.160 kr. Hringbraut 119 - s: 562 7740 - Erum á Facebook Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 s: 426 5000 - booking@bbkefairport.is - bbkeflavik.com Ertu að ferðast í haust? Við geymum bílinn frítt, keyrum þig á flugvöllinn og sækjum þig við heimkomu Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur Ný rúm frá RB rúm Íhugar að bjóða upp á „Óvissupizzu Franks“ n Eigandi Gömlu Smiðjunnar glímir sjálfur við erfiðan leigusala n Sighvatur ekki enn stigið fram V iðskiptavinurinn nýtur alltaf vafans hjá Gömlu Smiðjunni. Það er mjög auðvelt að gera mistök þegar pítsur eru bakaðar en síðan ég keypti staðinn fyrir tveimur mánuðum þá hef ég ekki orðið var við að mikið sé um kvart- anir vegna slíks. Ef það gerist þá komum við að sjálfsögðu til móts við viðskiptavininn,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi pítsu- staðarins Gömlu Smiðjunnar sem skaust svo sannarlega fram á sjón- arsviðið um helgina þegar óborg- anleg samskipti hans og við- skiptavinarins Franks Cassata litu dagsins ljós á samskiptamiðlum. Frank Cassata kvartaði á Facebook- síðu fyrirtækisins yfir að pöntun hans á flatböku hefði verið afgreidd á rangan hátt en fékk eftirfarandi svar til baka, nokkru síðar: „Leiðin- legt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar. Fyrst ég er með þig hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Sama eftirnafn og Sighvatur „Þessi tiltekni viðskiptavinur er með sama eftirnafn og hinn um- talaði Sighvatur og þetta rann ein- faldlega saman hjá mér,“ segir Sverrir sem segist ekki leggja í vana sinn að rukka viðskiptavini pítsu- staðarins um leigu. „Ég stóðst ekki mátið að svara og ég sé ekki eft- ir því enda held ég að megnið af fólki hafi haft gaman af þessu. Ein- hverjir voru sárir og ég vona að þeir jafni sig en mér þótti afar vænt um að lesa hversu margir hrósuðu píts- unum okkar,“ segir Sverrir. Að hans sögn bauð hann Frank þá þegar tvær ókeypis pítsur eftir að hann áttaði sig á viðskiptunum en það hafi hann ekki sætt sig við og kvaðst hættur viðskiptum við staðinn. „Ég sá það á samskiptasögunni við fyrri eiganda að hann hafði nokkrum sinnum hótað að hætta viðskipt- um en alltaf komið aftur. Það sýnir að pítsurnar okkar eru ómótstæði- legar,“ segir Sverrir og hlær. Erfiður leigusali og „Óvissupizza Franks“ Eins og áður segir fóru samskipti Franks og Sverris víða á samsfé- lagsmiðlum og sýndist sitt hverjum um tilþrif eiganda Gömlu Smiðj- unnar, sérstaklega þá staðreynd að Sverrir hélt því fram að Frank legði í vana sinn að kvarta yfir rangri af- greiðslu til þess að fá ókeypis flat- böku. Vísaði Frank því algjörlega á bug og bað Sverri um að leggja frá sér lyklaborðið. Margir sem fylgd- ust með samskiptunum af kost- gæfni töluðu um slys í almanna- tengslum og að eigandinn hafi skemmt fyrir eigin rekstri. „Dagur- inn eftir að þetta kom var sá sölu- hæsti síðan ég keypti reksturinn. Hann gengur afar vel en ég tók við erfiðu búi, meðal annars óhag- stæðum leigusamningi og erfiðum leigusala,“ segir Sverrir og skelli- hlær. Hann vill þó ólmur rétta Frank sáttarhönd og horfa fram á veginn. „Ég legg til að Frank hætti þess- um æsingi og komi bara til okkar og fái sér gómsæta eldbakaða flat- böku. Það væri mér sönn ánægja að hitta hann og taka utan um hann. Ef hann setur sig ekki upp á móti því þá ætlum við að bjóða upp á „Óvissupizzu Franks“ á matseðli okkar. Það yrði þá „random“ pítsa af matseðli og kannski önnur hver pítsa frí,“ segir Sverrir og hlær dátt. Ekki náðist í Frank Cassata við vinnslu fréttarinnar. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Gamla Smiðjan Eigandi staðarins íhugar að bjóða upp á „Óvissupizzu Franks“ eftir að óborganleg samskipti hans og óánægðs viðskiptavinar komu fram í dagsljósið. „Ef hann setur sig ekki upp á móti því þá ætlum við að bjóða upp á „Óvissupizzu Franks“ á matseðli okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.