Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Page 15
Brot af því besta
Kynningarblað
Áby rgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ra gnarsson / steinn@dv.is
26. júlí 2016
Vandaðar líkkistur – hagstætt verð
T
résmiðjan Stígandi á Blöndu-
ósi smíðar vandaðar líkkistur,
bæði hvítar og spónlagðar
með viðartegund að vali kaup-
anda. Kisturnar eru afgreiddar full-
búnar, fóðraðar og með kodda, sæng
og blæju. Líkklæði er einnig hægt að
kaupa sé þess óskað. Kisturnar eru
sendar daginn eftir pöntun hvert á
land sem er.
Að sögn Guðmundar Arnar
Sigur jónssonar, eins eigenda Stíg-
anda, afgreiðir fyrirtækið um 30 lík-
kistur á ári. Flestar eru keyptar í hér-
aðinu, einhverjar fara á Blönduós og
Hvammstanga, og svo eru nokkrar
afgreiddar vítt og breitt um landið,
meðal annars til Reykjavíkur. Segir
Guðmundur að ástæðurnar fyrir því
að líkkisturnar frá þeim nái svo langt
út fyrir héraðið bæði vera gott orð-
spor fyrirtækisins í líkkistusmíði og
að verðið á þeim þyki afar hagstætt
miðað við mikil gæði.
Starfsemi Trésmiðjunnar Stíg-
anda hvílir á gömlum og traustum
grunni. Fyrirtækið var stofnað árið
1947 og hefur ávallt verið staðsett
á Norðurlandi, en stofnendur þess
komu þó úr Reykjavík. Í dag eru þrír
starfsmenn fyrirtækisins í eigenda-
hópnum en starfsmenn eru alls 13,
meirihluti þeirra er trésmiðir.
Að sögn Guðmundar er starfsem-
in afar fjölbreytt en þó er sérsmíði
á innréttingum mjög stór þáttur af
starfseminni:
„Við erum stærsti aðilinn á svæð-
inu í viðhaldi og nýsmíði og því
mikið leitað til okkar um alls konar
verkefni. Við erum í raun þjónustu-
fyrirtæki á vakt hér og það er feiki-
lega mikið að gera.“
Trésmiðjan Stígandi tekur að
sér allt sem við kemur bygging-
um og mannvirkjagerð. Á tækni-
væddu verkstæði smíða starfsmenn
fyrirtækisins nánast hvað sem er,
allt eftir óskum viðskiptavina. Lögð
er áhersla á vönduð vinnubrögð og
persónulega þjónustu.
Innréttingar, tréstigar og
sumarhús
Á heimasíðu Stíganda, stigandihf.is,
má finna fróðlegar upplýsingar um
ýmsar vörur fyrirtækisins. Áður eru
líkkisturnar nefndar en auk þeirra
framleiðir Stígandi til dæmis mikið af
fallegum og vönduðum innrétting-
um af ýmsu tagi. Þrautreyndir starfs-
menn eru viðskiptavinum til ráðgjaf-
ar varðandi efnisval og útfærslu, en
möguleikarnir eru endalausir.
Þá smíðar Stígandi tréstiga af öll-
um stærðum og gerðum þar sem nýtt
er í senn nýjasta tækni og dýrmæt
reynsla iðnmeistara fyrirtækisins af
gömlu handbragði.
Enn fremur framleiðir Stígandi
sumarhús og smáhýsi til flutnings
hvert á land sem er. Meðal annars
eru í boði svokölluð hraðhús, sem
eru 55 fermetra, byggð úr tveim-
ur einingum sem eru smíðaðar á
starfssvæði Stíganda og fluttar á
byggingarstaðinn ásamt forsteypt-
um undirstöðum. Auðvelt er að bæta
þriðju einingunni við hvenær sem
er og stækka húsið þar með upp í 82
fermetra. n
Persónuleg þjónusta og leg-
steinagerð myndhöggvarans
Í
Steinsmiðju Akureyrar sameinast
mikil reynsla og framúrskarandi
fagkunnátta í legsteinagerð. Stofn-
andi fyrirtækisins, Þórir Barðdal,
hefur unnið að höggmyndalist og
steinsmíði í um 30 ár. Hann er lærð-
ur myndhöggvari, nam við Mynda-
lista- og handíðaskóla Íslands og við
Listaakademíuna í Stuttgart í Þýska-
landi. Hann starfaði um skeið við
höggmyndalist í Houston í Texas í
Bandaríkjunum og í Portúgal. Flutt-
ist síðan aftur til Íslands árið 1996
og hefur síðan þá starfað við högg-
myndalist og legsteinagerð þar sem
síðarnefnda greinin hefur náð yfir-
höndinni.
„Ég hanna þessa steina mikið
til sjálfur. Sumir byggja á ákveðn-
um staðli en á hverju ári kem ég
með nýja útfærslu sem er alveg ný
hönnun. Sumar gerðir ná miklum
vinsældum en aðrar minni, eins og
gengur,“ segir Þórir. Steinsmiðja Ak-
ureyrar er staðsett að Glerárgötu 36
á Akureyri en þjónustusvæðið er allt
Norðurland, sem og Austurland og
Austfirðir. Þórir fer um allt Norður-
land og setur niður steina, en steina
sem pantaðir eru á Austurlandi og
Austfjörðum sendir hann til viðtak-
enda. Sendingarkostnaður er inni-
falinn í verði, fyrirtækið tekur hann á
sig. Sama verð gildir fyrir allt Norður-
land og allt Austurland.
Granít og stuðlaberg
Steinsmiðjan Akureyri vinnur leg-
steina úr tveimur steintegundum,
graníti og stuðlabergi. Að sögn Þóris
henta þessar steintegundir best til
legsteinagerðar vegna endingar
sinnar og vegna þess að þær stand-
ast vel íslenskar aðstæður.
„Stuðlaberg er eina íslenska efnið
sem hægt er að nota í legsteina enda
er það mjög þétt í sér. Granítið hef-
ur hins vegar vinninginn hvað varðar
liti og áferð, en það er til í öllum lit-
um,“ segir Þórir. Mun meira er pant-
að af granítsteinum en steinum úr
stuðlabergi.
Steinsmiðjan Akureyri sinnir líka
merkingum á legsteina „Stundum
kemur fólk bara með stein af hlað-
inu heima eða úr fjallinu fyrir ofan
bæinn. Þá aðstoðum við með merk-
ingarnar og gerum steinana þannig
úr garði að þeir virki sem legstein-
ar. Þarf þá kannski að saga neðan af
þeim og slípa þá til. Og síðan að grafa
í þá,“ segir Þórir.
Þetta er óneitanlega mjög
persónuleg þjónusta og segir Þór-
ir að fyrirtækið leggi mikið upp úr
því og sé alltaf reiðubúið að sinna
séróskum viðskiptavina. Þjónustan
verður að vera persónuleg, sveigjan-
leg og umfram allt traust:
„Þetta er þjónusta sem fólk leitar
í örsjaldan á ævinni og það má ekk-
ert bregðast. Við leggjum afar mikla
áherslu á að allt standist – alltaf. Það
má ekki bregðast,“ segir Þórir með
þunga.
Steinsmiðjan Akureyri býður
einnig upp á úrval af luktum, vösum
og fuglum. Fróðlegt er að kynna sér
úrvalið á heimasíðunni, minnis-
merki.is.
Sem fyrr segir er Steinsmiðja
Akur eyrar staðsett að Glerárgötu 36
á Akureyri. Opið er virka daga frá 13
til 17, en lokað um helgar. Síminn er
466-2800. n
Steinsmiðja Akureyrar
Trésmiðjan Stígandi var stofnuð árið 1947