Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 16
Vikublað 26.–28. júlí 20162 Brot af því besta - Kynningarblað Nánast allt sem lýtur að smíði og garðvinnu Matti smiður: Sólpallar, skjólveggir og hellulögn M atthías Pétursson hús­ gagnasmiður er með þrjátíu ára reynslu af smíði og vinnur með Matthíasi syni sínum, sem er að ljúka námi í húsasmíði, og mun taka við rekstri föður síns þegar fram líða stundir. Þeir feðgar taka að sér flest það sem lýtur að smíði, nýsmíði og lagfæringum. Matthías segist lengi vel hafa unnið við sérsmíði á innréttingum: „Undanfarin ár hefur sérsvið mitt hins vegar verið garðar og hellulögn. Ég tek að mér fjölbreytt verkefni eins og sumarhús, einkalóðir, lóðir und­ ir nýbyggingar og eins eldra hús­ næði. Að auki sé ég um nýja garða og endurgerð eldri garða.“ Sólpallar, skjólveggir og hellulögn „Sólpallar eru ekki bara til þess að njóta sólarinnar heldur nýtast einnig sem frábær framlenging á sjálfri stofunni,“ segir Matti. „Nú er líka annatími í hellulögn og girðing­ um. Skjólveggir, bekkir, kofar og geymslur spretta upp eins og gor­ kúlur í görðum landsmanna þessa dagana,“ bætir hann við og nefnir að fátt sé skemmtilegra en vorverkin. Heitir pottar – framlenging á stofunni „Fjölmargir hafa fengið sér heitan pott í garðinn á undanförnum árum. Það skiptir meginmáli að pallurinn við pottinn sé vel úthugsaður og huga þarf vel að staðsetningu og umhverfi pottsins. Best er að pallur­ inn sé á tveimur hæðum og smíða tröppur á snyrtilegan hátt upp á efri pallinn til þess að auka rýmið um­ hverfis pottinn. Tröppurnar geta svo einnig nýst fyrir blómapotta og luktir sem gera umhverfið mun hlýlegra við pottinn. Á efri pallinum mynd­ ast þá líka rými fyrir borð og stóla. Þegar sólpallar eru ekki stórir eins og í þessu tilfelli er mikið atriði að fella pottinn inn í umhverfið til þess að skapa rými. Rýmið umhverfis pott­ inn er t.d. hægt að nota fyrir glös og diska þegar hann er í notkun.“ Finna einnig fallegar lausnir fyrir landsbyggðina „Við Mattarnir smíðum líka utan um sorptunnur á faglegan hátt og búum til falleg blómabeð til skrauts og ofan á hleðslur. Við notum ýmsar viðar­ tegundir við smíðina eins og t.d. lerki, eik, furu og jafnvel tekk. Við tökum glaðir við verkum á landsbyggðinni og höfum sinnt verkefnum um land allt, eins og t.d. á Flúðum, Þingvöll­ um, Snæfellsnesi og í Skorradal. Við Mattarnir smíðum í raun allt sem hugsast getur – innandyra sem utan. Við getum séð um parketlögn, park­ etslípun, milliveggjasmíði, uppsetn­ ingu innréttinga, uppsetningu hurða, þakviðgerðir og fleira,“ segir Matti sem er í ljómandi sumarskapi. n Matti smiður, netfang: mattismidur@mattismidur.is sími: 893-3300 og 691-0621 www.mattismidur.is. Matti smiður hefur yfir 30 ára reynslu og hefur smíðað ófáa sólpalla og skjólveggi. Góður staður til að slaka á eftir túrinn Bike Cave: Rómantískir vesputúrar – Vegan-réttir – Fjölbreyttur matseðill og úrvalshráefni B ike Cave, Einarsnesi 36, í Skerjafirði í Reykjavík, er vinsæll áningarstaður hjólafólks, jafnt þeirra sem stunda hjólreiðar og þeirra sem eru á vespum eða vélhjól­ um. Þar er gott að slaka á og njóta góðra veitinga á frábæru verði eftir vel heppnaðan túr. Hlauparar og aðrir sem stunda útivist eru líka hjartanlega velkomnir, sem og þeir sem koma akandi á bílum. Í gegnum Skerjafjörðinn liggja göngu­ og hjólreiðastígar sem ná alla leið niður í Elliðaárdal og því er fjöldi hjólreiða­ og útvistarfólks á ferli á svæðinu. Bike Cave er því einstaklega heppilega staðsettur, eða eins og Hjördís Andrésdóttir, eigandi staðarins, segir: „Við erum við aðalhjólreiða­ braut Reykvíkinga. Fyrir hjól­ reiðafólk er þetta eini staðurinn á löngum kafla þar sem hægt er að stoppa, slaka á og fá sér veitingar – og vera velkominn. Annars staðar er það ekki vel séð að fólk komi inn í Spandex­göllum, löðrandi í svita eða rigningarvatni, og fái sér að borða. Við erum með frábært verð á veitingum og einungis úrvals­ hráefni. Við bjóðum einnig upp á eitthvað af Vegan­réttum, meðal annars er þetta einn af fáum stöð­ um sem bjóða upp á „All Vegan“­ borgara sem eru gríðarlega vin­ sælir.“ Segja má að veitingarnar á Bike Cave séu allt í senn fjölbreyttar, gómsætar og ódýrar. Rómantískir vesputúrar Bike Cave er fjölskyldufyrirtæki í eigu Hjördísar Andrésdóttur og rekur hún staðinn í samstarfi við Stefán Bachmann Karlsson. Á staðnum er góð aðstaða til að gera við alls konar hjól. Í veitingasaln­ um er sjónvarp á stjórum flatskjá og þar liggja tímarit um hjól og hjólamenningu. Hagstæð vespuleiga er á staðn­ um og mörg pör nýta sér hana til að fara í rómantískan vesputúr um eitt fegursta svæði borgarlandsins. Jafnframt eru til sölu í Bike Cave hinir margrómuðu mótor­ hjólahjálmar frá Nexx í Portúgal, sem eru gæðahjálmar á góðu verði. Opið er í Bike Cave alla daga vikunnar frá kl. 9.00 og fram til kl. 23.00. Hægt er að kaupa sér mat og kaffi allan þann tíma. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.