Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 14
Vikublað 26.–28. júlí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Fjárfestingaleið fjár- magnar Hringbraut Tilkynnt var um það í liðinni viku að fjárfestirinn Jón Von Tetzchner hefði keypt hlut í fjölmiðlinum Hringbraut og væri eftir kaupin orðinn næststærsti hluthafi félagsins. Ekki var greint frá því hvert kaupverðið var á hlutnum en ljóst er að að­ koma Jóns styrkir til muna rekstrar­ grundvöll fjölmiðlafyrirtækisins. Eftir að hafa auðgast verulega á sölu norska hugbúnaðarfyrirtækis­ ins Opera hefur Jón beint sjónum sínum að fjárfestingum á Íslandi á allra síðustu árum. Þannig var Jón stórtækur þátttakandi í fjár­ festingaleið Seðlabankans, þar sem fjárfestum bauðst að skipta erlend­ um gjaldeyri yfir í íslenskar krónur með 20–30% afslætti, og kom hann með marga milljarða til landsins með þeim hætti á árunum 2012 til 2015. Þeir fjármunum hefur verið farið til fjárfestinga í fasteignum og kaupum á ýmsum íslenskum fyrir­ tækjum – núna síðast í Hringbraut. Ónauðsynlegt loforð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sendi flokksmönnum sínum bréf þar sem hann boðaði öfluga endurkomu sína á völl stjórnmál­ anna eftir nokkurt hlé. Í bréfinu kemur fram að Sigmundur er ekki ýkja hrifinn af því að kosningum hafi verið flýtt og segir: „Einhverra hluta vegna hefur hluti samstarfs­ manna okkar í Sjálfstæðisflokkn­ um verið áhugasamur um að flýta alþingiskosningum.“ Þessi skoðun Sigmundar er í takt við skoðun margra framsóknarmanna sem telja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fari á taugum og því gefið ónauðsynlegt loforð. Nú velta ýms­ ir fyrir sér hvort framsóknarmenn muni sækja það fast að kosningum verði ekki flýtt. Hann er hokinn af reynslu Þorkell Guðjónsson um ráðninguna á Sigurði Einarssyni. – DV Óttaðist á þessum tímapunkti að ég færi hreinlega á hausinn Bilun á hitaveituloka hafði áhrif á orkureikning Guðrúnar Valdimarsdóttur í Hveragerði. – DV Mun óhjákvæmilega fara sömu leið og aðrir einræðisherrar Illugi Jökulsson um Erdogan, forseta Tyrklands. – DV S tjórnmálamenn hafa undan­ farið verið iðnir við að ræða um að efla þurfi heilbrigðis­ kerfið. Það kann að hvarfla að einhverjum að þeim sé málið hugleikið þessa stundina vegna þess að senn líður að kosningum. Kjós­ endum er annt um málaflokkinn alla daga, allt árið, öll ár og eru líklegir til að greiða atkvæði sitt þeim flokk­ um sem boða uppbyggjandi aðgerð­ ir í heilbrigðismálum. Við skulum samt vona að stjórnmálamennirnir séu ekki einungis á atkvæðaveiðum þegar þeir ræða um nauðsyn þess að styrkja heilbrigðis­ kerfið heldur meini það sem þeir segja. Ljóst er að aðgerða er þörf. Það þarf ekki einungis að setja meiri fjármuni í málaflokkinn heldur þarf að búa til skyn­ samlega áætlun um það hvernig beri að efla heilbrigðiskerfið. Það hefur látið á sjá á undanförnum árum og um leið var eins og stjórnmála­ mönnunum stæði á sama. Það er lofs­ vert ef þeir eru nú loks farnir að átta sig. Batnandi mönnum er best að lifa. Á sama tíma og ljóst er að átaks er þörf til að efla heilbrigðiskerfið þá vaknar þjóðin upp við það einn góðan veðurdag að tilkynnt er um að erlent félag ætli að reisa risastóra, einkarekna heil­ brigðisstofnun og hótel í Mosfellsbæ sem sinna eigi ríkum útlendingum sem ferðast langa leið til landsins til að komast á lúxusspítala. Heil­ brigðismálaráðherra frétti af málinu í fjölmiðlum og hreifst ekki af hug­ myndinni, fremur en aðrir lands­ menn. Það er furðulegt að hugmynd eins og þessi sé komin svo langt að bæjarráð Mosfellsbæjar hafi heim­ ilað bæjarstjóranum að undirrita samning um úthlutun lóðar undir bygginguna. Það er ekki furða að margir hafi orðið hvumsa við þessar fréttir. Þetta hljómar eins og ein af þeim mörgu glórulausu hugmyndum sem menn fengu á góðæristíman­ um. Þá var ekki eins og menn byggju í litlu landi heldur breiddu þeir út faðminn og ákváðu að byggja sem flesta loftkastala. Spítali, fjármagn­ aður og rekinn af útlendingum fyrir ríka útlendinga er ekki nokkuð sem íslenska þjóðin þarf á að halda og mun síst styrkja íslenskt heilbrigðis­ kerfi. Starfsemin er fyrst og fremst hugsuð fyrir útlendinga en búast má við að ríkir Íslendingar geti einnig leitað þangað. Þannig verður til tvöfalt heilbrigðiskerfi, nokkuð sem þjóðin er ekki beinlínis að biðja um. Kári Stefánsson hefur sagt að þessi spítali gæti rústað heilbrigð­ iskerfinu því svo gæti farið að fjöl­ margir íslenskir heilbrigðisstarfs­ menn myndu ráða sig þar í vinnu á sama tíma og erfitt er að manna stöður á íslenskum heilbrigðis­ stofnunum og sjúkrahúsum. Hann skorar á heilbrigðisráðherra að koma í veg fyrir að hugmyndinni verði hrint í framkvæmd. Kári hefur rétt fyrir sér, það verður að stöðva þessi ósköp! n Glórulaus hugmynd Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Úrhelli Stórrigningar gengu yfir suðvesturhornið á mánudag í annars mildu veðri. Samkvæmt veðurspá mun rigna á norðausturhorninu um miðja vikuna. Áfram verður hlýtt. mynD sIGTryGGur arI „Heilbrigðismála- ráðherra frétti af málinu í fjölmiðlum og hreifst ekki af hug- myndinni, fremur en aðrir landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.