Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 18
Vikublað 26.–28. júlí 20164 Brot af því besta - Kynningarblað Frábær aðstaða og dásamlegt umhverfi fyrir brúðkaup Héraðsskólinn á Laugarvatni V ið klæðskerasníðum brúð- kaupin eftir þörfum okkar viðskiptavina. Þetta er ekki okkar dagur – þetta er þeirra dagur,“ segir Sverrir Steinn Sverrisson, annar staðarhaldara í húsi Héraðsskólans á Laugarvatni, en þar hefur Sverrir, ásamt vini sínum Sveini Pálssyni, rekið hótel, veitingastað og upplýsingamiðstöð fyrir ferðaþjón- ustu frá árinu 2013. Þeir félagar eru jafnframt með brúðkaupsþjónustu en á staðnum er frábær aðstaða og dásamlegt umhverfi fyrir brúðkaup. Héraðsskólinn á Laugarvatni er einstakt verk í sögu íslenskrar byggingarlistar en Guðjón Samúels- son hannaði húsið. Halldór Laxness sat þarna við skriftir á fjórða áratug síðustu aldar og skrifaði eitt af sínu frægustu verkum, Sjálfstætt fólk. „Andinn er einstakur í þessu húsi,“ segir Sverrir en við endurbætur á húsinu var kappkostað að viðhalda upprunalegri ásýnd þess og varðveita söguna. Allt eftir höfði brúðhjónanna „Við vinnum með flottasta mat- reiðslumeistara Bláskógabyggðar sem sér algjörlega um útfærslu á brúðkaupsveislum og öðrum stærri viðburðum með okkur. Í þessum efn- um er nánast ekkert sem við bjóðum ekki upp á. Þetta snýst bara um hve veglegt brúðkaup viðkomandi brúð- hjón vilja halda. Við útfærum þetta í samráði við þau. Fyrsta skrefið er að hafa samband við okkur. Þá mæt- um við til fundar með þeim og mat- reiðslumeistaranum og það er farið yfir alla þætti brúðkaupsins. Hvar ætl- ar fólk að láta gefa sig saman? Athöfn- in getur verið beggja megin hússins, á grasflötinni beint fyrir framan hús- ið eða fyrir aftan húsið og jafnvel uppi í hlíðum Laugarvatnsfjalls. Einnig er hægt að nýta einhverja af fjölmörgum kirkjum hérna í nágrenninu og koma síðan hingað í veisluna,“ segir Sverrir. Þegar brúðkaup er haldið í Hér- aðsskólanum gista yfirleitt gestir í húsinu, hluti þeirra eða allir. Brúð- hjónin taka allt húsið á leigu í einn sólarhring eða jafnvel tvo, eftir því hvort þau vilja verja allri helginni með gestunum eða einum sólarhring. Allir gestir fá morgunverð á staðnum sem er ómissandi partur af samveru- stundinni. Sverrir segir að vitanlega séu brúð- kaup misdýr eftir því hve íburðarmikil brúðhjónin vilji hafa þau. Hins vegar leggur Héraðsskólinn áherslu á að verðleggja alla kostnaðarþætti mjög sanngjarnt. Sem dæmi um hverjar óskir brúðhjóna um veitingar í veisl- unni geta verið sértækar nefnir Sverr- ir til sögunnar brúðhjón sem höfðu svo ákveðnar hugmyndir um matinn að niðurstaðan varð sex rétta seð- ill þar sem allir réttirnir voru bornir fram á diskum sem framreiddir voru í tveimur eldhúsum Héraðsskólans til þess að tímasetningar og gæði matar næðu að fylgjast að. Einfalda leiðin er síðan að vera með hlaðborð. En hvaða kostir eru algengir á hlaðborði? „Við leggjum mikið upp úr ís- lensku hráefni, erum með fiskmeti, lamba- og hreindýrakjöt, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Sverrir en ítrekar um leið að það séu óskir brúðhjónanna sem ráði veisluföngunum og þeir séu tilbúnir að uppfylla nánast hvaða óskir sem er. Sverrir bætir við í léttum dúr að hjónabönd þeirra sem halda brúð- kaup sitt að Héraðsskólanum á Laugarvatni endist. „Fólk sem hef- ur gift sig hér er ennþá gift,“ segir hann. n Nánari upplýsingar í síma: 537-8060 Með yfirburðavöru á markaðnum V ið erum með vöru sem ber höfuð og herðar yfir þá sem eru í þessum bransa í dag og við getum hæglega sýnt fram á það,“ segir Þór Marshall, framkvæmdastjóri AK- Glers, en það er nýtt og spennandi fyrirtæki sem stofnað var síðsum- ars í fyrra og sérhæfir sig í svalalok- unum og álhandriðum. Þór segir að fyrirtækið sé með hágæða svalakerfi sem stenst fyllilega íslenskt veðurfar og kröfur. Svalirnar nýtast betur allt árið um kring „Svalakerfið er einstaklega vel hann- að og er sterkt á allan hátt. Einnig erum við með innflutning á hertu gleri, álhandriðum og krosslímdum timbureiningum til húsbygginga og ýmislegt fleira,“ segir Þór. „AK glerbrautarkerfið veitir þann ómetanlega munað að geta notið sólarinnar hvenær ársins sem er. Það verndar fólk líka fyrir slæmu veðri og svo er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að opna AK-glerið að vild – þegar veður leyfir. AK glerbrautarkerfið bætir á áhrifamikinn hátt ytra útlit heimilisins með stílhreinum hætti og verndar svalirnar fyrir óhrein- indum og steypuskemmdum á sama tíma, svo fá eitt sé nefnt. Þú munt svo sannarlega njóta þess að horfa út af svölunum með flott útsýni á með- an þú færð þér morgunkaffið eða te- bolla í eðlilegum stofuhita allt árið um kring,“ segir Þór. Metnaðurinn liggur í faglegri þjónustu Við hjá AK-Gler leggjum metnað okkar í að veita faglega þjónustu og bjóða upp á hágæða vörur, frá traustum framleiðendum og á góðu verði,“ segir Þór að lokum. Einnig minnir hann á að allar nánari upp- lýsingar er að finna á heimasíðunni www.akgler.is og á www.facebook. com/akgler. n Ak-Gler ehf. Hjallahrauni 9, 220 Hafnarfirði Sími: 564-0202 AK-Gler – Svalagler Takið eftir fráganginum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.