Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 8
Vikublað 26.–28. júlí 20168 Fréttir Sumargjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin á Hópkaup.is. Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. Fæst á .is Á vöxtunarkrafan á skuldabréfa- útgáfur íslensku bankanna á erlendum fjármagnsmörk- uðum hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum en sé horft til viðskipta á eftirmarkaði um þessar mundir þá eru bréfin að ganga kaupum og sölum á kjörum sem jafngilda um 2,2% álagi á milli- bankavexti. Þannig hefur ávöxtunar- krafan á útistandandi skuldir bank- anna í evrum lækkað um 50 punkta – 0,5 prósentustig – að meðaltali það sem af er þessu ári, samkvæmt tölum frá Bloomberg-fréttaveit- unni. Íslensku bankarnir ættu því að óbreyttu að geta fjármagnað sig á al- þjóðlegum lánamörkuðum á talsvert hagstæðari kjörum borið saman við síðustu skuldabréfaútgáfur þeirra. Þessi jákvæða þróun gæti að sama skapi verið vísbending um að erlend- ir aðilar kynnu að vera áhugasam- ir um að fjárfesta í hlutabréfum ís- lenskra banka á komandi misserum en kröfuhafar Kaupþings, sem held- ur utan um 87% eignarhlut í Arion banka, hafa í hyggju að selja hluta af eign sinni í bankanum á næstunni. Þar er meðal annars horft til þess að kanna áhuga erlendra fjárfesta á að kaupa einhvern hluta í bankanum. Meiri lækkun en hjá ríkinu Á sama tíma og erlendir fjárfest- ar sækja í auknum mæli í skulda- bréf á íslensku bankanna – Arion banka, Íslandsbanka og Landsbank- ann – þá hefur ávöxtunarkrafa á sam- bærilegum skuldabréfum evrópskra banka lækkað lítið sem ekkert yfir sama tímabili. Sú þróun þarf ekki að koma á óvart enda óttast margir fjár- festar hvaða afleiðingar fjármögn- unarvandi sumra evrópskra banka, fyrst og fremst þýska bankarisans Deutsche Bank og ítalskra banka, kunni að hafa fyrir fjármálamarkað álfunnar. Aðalhagfræðingur Deutsche Bank lét nýlega hafa það eftir sér að hann teldi að það þyrfti um 150 milljarða evra til að rétta við bága eiginfjárstöðu þeirra evrópsku banka sem standa hvað höllustum fæti. Þá vekur það einnig eftirtekt að ávöxtunarkrafan á erlendar skuldir íslensku viðskiptabankanna hefur á síðustu mánuðum fallið mun meira en krafan á 750 milljóna evra skulda- bréf íslenska ríkisins sem var gefið út árið 2014 og er á gjalddaga í júlí 2020. Erlend vaxtakjör banka hér á landi taka mið af áhættuálagi íslenska rík- isins hverju sinni. Þannig er ljóst að frekari hækkun á lánshæfi ríkissjóðs, eins og væntingar eru um, ætti að skapa forsendur fyrir því að íslensku bankarnir geti sótt sér erlent láns- fjármagn á enn hagstæðari kjörum. Í kjölfar þess að íslensk stjórnvöld til- kynntu um áætlun sína til að leysa 320 milljarða aflandskrónuvandann greindi matsfyrirtækið Moody's frá því að það hefði ákveðið að það muni á næstunni endurmeta lánshæfi Ís- lands með frekari hækkun í huga. Bætt aðgengi bankanna að erlendu fjármagni á lágum vöxtum gefur þeim í kjölfarið tækifæri til að greiða niður lán á óhagstæðari kjörum og þá ættu íslensk fyrirtæki sem þurfa á erlendu lánsfé að halda að njóta góðs af þessari þróun í formi lægri fjár- mögnunarkostnaðar. Greitt inn á eldri lán Ávöxtunarkrafan á skuldabréf ís- lensku bankanna lækkaði mjög skarpt á fyrstu mánuðum ársins og fór lægst niður í um 200 punkta á millibankavexti í lok apríl, samkvæmt tölum frá Bloomberg-fréttaveitunni. Hækkaði krafan lítillega eftir það en í lok síðustu viku stóð hún sem fyrr segir í um 220 punktum og voru úti- standandi skuldabréf allra bankanna að ganga kaupum og sölum á eftir- markaði á nánast sama verði. Arion banki tilkynnti síðast þann 19. apríl að hann hefði gefið út skuldabréf til þriggja ára að fjárhæð 300 milljón- ir evra, eða sem nemur um 42 millj- örðum íslenskra króna, og voru bréfin á þeim tíma seld á kjörum sem jafn- gilda 2,7% álagi á millibankavexti. Var þetta önnur útgáfa bankans í evrum og fór stærstur hluti lánsins – um 31 milljarður króna – í að greiða inn á skuldabréf í eigu Kaupþings sem ber hærri vexti. Landsbankinn og Íslandsbanki til- kynntu síðast um útgáfu skuldabréfa í evrum í árslok 2015 og voru þau bréf seld til fjárfesta á kjörum sem jafngiltu 290 og 295 punkta álagi á millibanka- vexti í evrum. Útgafa Landsbankans, sem nam samtals 300 milljónum evra, fór í að fyrirframgreiða inn á skuldabréf bankans við slitabú gamla Landsbankans (LBI) sem voru á gjalddaga í október 2016 og 2018. Samtals nemur höfuðstóll gjaldeyr- isskuldar bankans við LBI í dag um 145 milljörðum króna. Eftir að Lands- bankinn hefur greitt upp skuldabréfið sem er á gjalddaga í október 2018 fer vaxtaálagið stighækkandi og verður á bilinu 3,5% til 4,05% vegna gjalddaga á árunum 2020 til 2026. Landsbank- inn hefur því ríka hagsmuni af því að endurfjármagna erlendar skuldir bankans núna þegar útlit er fyrir að íslensku bönkunum bjóðist lánsfé á alþjóðlegum fjármagnsmörkunum á hagstæðari kjörum en áður. n Aukin ásókn erlendra fjárfesta í skuldir íslensku bankanna n Ávöxtunarkrafan á skuldabréf bankanna í evrum lækkað mikið á árinu n Fór lægst niður í 200 punkta n Krafan lækkað mun meira en hjá ríkinu Hörður Ægisson hordur@dv.is Erlend skulda- bréfaútgáfa Ávöxtunarkrafan á erlendar skuldir bank- anna í evrum hefur lækkað að meðaltali um 50 punkta það sem af er þessu ári. Í fyrsta skipti frá því að fjármála- kreppan skall á voru fleiri á vinnu- markaði í fyrra en árið 2008. Fyrir þau 12.300 störf sem töpuðust á ár- unum 2008 til 2010 hafa á móti verið sköpuð 16.300 störf en á árinu 2015 urðu til samtals 6.000 ný störf. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Arion banka á vinnumarkaðnum sem birtist í gær en þar er jafnframt bent á að ef þessar stærðir eru settar í sam- hengi þá sé vert að hafa það í huga að í maí á þessu ári voru samtals um 204 þúsund manns á íslenskum vinnu- markaði. Ekki þarf að koma á óvart að bróður partur nýrra starfa er tilkom- inn vegna ferðaþjónustunnar. Þannig hefur störfum er tengjast rekstri gisti- staða og veitingarekstri fjölgað um 3.200 á tímabilinu 2010–2015, störf- um er snúa að flutningum og geymslu hefur fjölgað um 2.300 og störfum á ferðaskrifstofum og í tengslum við aðra bókunarþjónustu hefur fjölgað um 1.000. Mest fækkun starfa hefur hins vegar átt sér stað innan fjármála- kerfisins og landbúnaðar og fisk- veiða. n ritstjorn@dv.is 16.300 ný störf skapast eftir bankahrun Fleiri starfandi á vinnumarkaði í fyrra en árið 2008 Framkvæmdir Bróðurpartur nýrra starfa er vegna ferða- þjónustunnar. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.