Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 6
Vikublað 26.–28. júlí 20166 Fréttir N ýlega var ráðið í stöðu starfsmannastjóra Vest- mannaeyjabæjar og vakti ráðningin athygli enda var eiginmaður lögreglustjóra bæjarins, Páleyjar Borgþórsdóttur, fyrir valinu sem nýlega gekk fram fyrir skjöldu sem einn helsti póli- tíski stuðningsmaður bæjarstjórans, Elliða Vignissonar. Í auglýsingu bæjarins vegna starfsins eru ekki gerðar neinar kröfur um menntun þrátt fyrir að slíkt hafi tíðkast með önnur störf sem bærinn hefur auglýst til um- sóknar. Nýráðinn starfsmannastjóri er kennaramenntaður en gengið var framhjá umsækjanda með meistara- gráðu í mannauðsstjórnun. Ekki minnst á æskilega menntun Þann 20. júlí síðastliðinn var til- kynnt um ráðningu í embætti starfs- mannastjóra Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða nýtt 100% starf hjá bænum og sóttu sjö einstaklingar um starfið, fimm konur og tveir karlar. Sá sem hlaut starfið heitir Arnsteinn Ingi Jóhannsson og hefur undan- farin ár sinnt starfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar bæjarins auk þess að vera íþróttafulltrúi Vestmanna- eyja. Hann er eiginmaður Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra Vest- mannaeyja. Nýlega steig Páley fram sem helsti pólitíski stuðningsmaður Elliða Vignissonar, bæjar stjóra Vest- mannaeyja, þegar hún var í forsvari fyrir að senda fjölmiðlum upplýs- ingar um að 67,5% kjósenda á Suður- landi sögðu líklegra að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Elliði leiddi listann frekar en Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra og núverandi oddviti flokksins í kjör- dæminu. Í auglýsingu Vestmannaeyja- bæjar vegna starfsins voru verkefni starfsmannastjórans tíunduð. Kröf- urnar vegna starfsins voru á þá leið að „æskilegt væri að viðkomandi hefði góða reynslu af stjórnun.“ Þá var skilyrði að viðkomandi hefði góða og lipra þjónustulund sem og færni í mannlegum samskiptum. Að auki var sagt æskilegt að viðkomandi hefði þekkingu á Navision bókhalds- og launakerfinu sem og tímaskrán- ingarkerfinu Vinnustund. Í auglýs- ingunni var ekki minnst einu orði á að háskólamenntun við hæfi væri nauðsynleg en ekki er algengt að stjórnunarstöður séu auglýstar nú til dags án þess að gerðar séu kröfur um menntun. Segja menntun æskilega í önnur störf Þetta verklag hjá Vestmannaeyja- bæ tíðkast yfirleitt ekki. Í byrjun árs var tímabundið starf verkefnastjóra á Umhverfis- og framkvæmdasviði bæjarins auglýst og í auglýsingunni var sérstaklega tekið fram að æski- legt væri að viðkomandi hefði „ lokið námi í tæknifræði, verkfræði, vél- fræði eða sambærilegu.“ Í fyrrasumar auglýsti bærinn eftir forstöðumanni búsetuþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Efst á blaði varðandi hæfniskröfur var að við- komandi starfsmaður væri með „há- skólamenntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda sem nýtist í vinnu með fötluðu fólki.“ Það vekur því nokkra undrun að Vestmanna- eyjabær hafi ekki talið að menntun skipti máli þegar kom að ráðningu starfsmannastjóra bæjarins. Alls sóttu sjö einstaklingar um starfið, fimm konur og tveir karlar. Úttekt DV á umsækjendunum leiddi í ljós að einn af þeim hafði lokið mastersgráðu í mannauðsstjórnun auk þess að hafa reynslu sem deildarstjóri á sviði menntamála. Í samtali við DV vildi þessi tiltekni umsækjandi ekki tjá sig um málið en staðfesti þó að hún undraðist niður- stöðuna. Hún var boðuð í stutt viðtal vegna starfsins en fékk svo bréf þess efnis að ráðið hefði verið í starfið. Aðrir þættir en menntun geta haft meira vægi Í skriflegu svari til DV segir Rut Har- aldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórn- sýslu- og framkvæmdasviðs hjá Vest- mannaeyjabæ, að almennt sé ekki tekið fram í auglýsingum bæjarins að viðkomandi þurfi að hafa háskóla- menntun. „Það á við í þessu tilfelli og er það gert til að veita sem flestum tækifæri til að sækja um starfið, bæði reynslumiklum einstaklingum á sviði stjórnunar, mannaforráða sem og menntunar,“ segir Rut. Þá ítrekar hún að menntun skipti að sjálfsögðu máli og tillit sé tekið til hennar við mat á hæfni umsækjenda. „Aðrir þættir starfsins geta haft meira vægi og er þar átt við þekkingu, starfs- reynslu og færni í mannlegum sam- skiptum,“ segir Rut. Að hennar sögn liggja ekki fyrir skriflegar reglur hjá bænum varð- andi hvernig skuli staðið að mati á umsóknum. „Sviðsstjórar hafa lagt áherslu á að umsóknir séu metnar á eins hlutbundinn hátt og hægt er út frá auglýsingu um starf. Alls sóttu 7 aðilar um starfið. Fjórir þeirra voru metnir til frekari skoðunar út frá þekkingu, starfsreynslu og menntun. Rætt var við alla þessa aðila og leit- að umsagna. Eftir þá vinnu lá niður- staðan fyrir,“ segir Rut. n Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Ég fór í laseraðgerð hjá Sjónlagi í lok maí 2015. Keypti mér Thealoz dropana eftir aðgerðina og var mjög ánægð, ákvað samt að prufa að kaupa mér ódýrari dropa og fann rosalega mikinn mun á gæðum. Þessir ódýrari voru bara ekki að gera neitt fyrir mig og þurfti ég að nota mikið meira magn. Mælti með dropunum við tengdamömmu og er hún alsæl með Thealoz dropana. Elín Björk Ragnarsdóttir Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Páley og Arnsteinn Páley er einn helsti stuðningsmaður Elliða Vignissonar bæjarstjóra en nýlega var eiginmaður hennar, Arnsteinn Ingi Jóhannsson, ráðinn starfsmannastjóri bæjarins. n Vestmannaeyjabær krafðist ekki menntunar fyrir starfsmannastjóra og réð íþróttafulltrúa bæjarins n Umsækjandi undrast verklag Vestmannaeyjabær Sveitarfélagið gerði ekki kröfu um æskilega menntun í auglýsingu um stöðu starfsmannastjóra bæjarins. Það hefur bærinn hins vegar gert varðandi fyrri stjórnunarstöður. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Gengu framhjá umsækjanda með mannauðsstjóragráðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.