Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2016, Blaðsíða 13
Fréttir Erlent 13Vikublað 26.–28. júlí 2016
Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk.
Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is
Opið virka daga frá 07:30–18:00
og um helgar frá 09:30–18:00
gamla
höfnin
ljúffengur
morgunmatur
alla daga
Glerskórinn Hér gefur að líta
Kirkju háu hælanna, í Chiayi í Vest-
ur-Taívan. Það kostaði 7,6 milljónir
Bandaríkjadala að byggja þetta
mikla glerhýsi. Skórinn er 17 metra
hár, 11 metra breiður og 25 metra
langur. Heimsmetabók Guinness
segir þetta vera stærstu byggingu
heims, sem er byggð eins og skór.
Skórinn er eitt fjögurra minnis-
merkja til að minnast og heiðra
konur sem fengu arsenikeitrun í
kringum 1950 sem varð til þess að
það þurfti að taka af þeim fætur.
Fyrir vikið gátu þær ekki verið á
háum hælum á brúðkaupsdaginn
sinn. Kirkjan er sérstaklega hugs-
uð fyrir hjónavígslur. Mynd EPA
Minning Ung
kona gengur fram
hjá minningarreit
um fórnarlömb
skotárásarinnar
í München.
Minningarreitur-
inn er í Pristinu
í Kósovó. 10
létust, þar af þrír
albanar, í árásinni
sem var gerð á
sunnudagskvöld.
Mynd EPA
Lýstu upp Softbank Pepper-vélmennin
stóðu keik þar sem þau voru til sýnis í
Taívan á mánudag. Þau verða notuð til að
aðstoða viðskiptavini Softbank. Mynd EPA
Kát Hillary Clinton
kynnti varaforseta-
efni sitt, Tim Kaine,
fyrir demókrötum
og Bandaríkjunum
öllum fyrir helgina.
Hér má sjá þau kát
á framboðsfundi.
Mynd EPA
Bæna-
stund
Indversk
skólabörn
sitja og biðja
fyrir áhöfn
indversku her-
flugvélarinnar
sem hvarf af ratsjá
á laugardag. Börnin
eru nemendur í skóla í
Jammu. 29 voru um borið
í vélinni, en nú fer fram
mikil leit að henni. Mynd EPA
Barátta Slökkviliðsmenn takast á við
elda í Santa Clarita í Kaliforníu. Eldarnir
hafa geisað á stóru landsvæði með
tilheyrandi eyðileggingu. Átján byggingar
hafa þegar orðið eldunum að bráð. Mynd EPA