Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Page 10
Vikublað 20.–22. september 201610 Fréttir
SKÓLADAGAR
20% afsláttur af gleraugum
Bláuhúsin v. FaxafenKringlunniSkólavördustíg 2
Vilja skrá Arion banka á markað í Svíþjóð
n Kaupþing áformar tvíhliða skráningu bankans á Íslandi og í Stokkhólmi á fyrri árshelmingi 2017
K
aupþing áformar að selja
stóran eignarhlut í Arion
banka með því að halda al
mennt hlutafjárútboð þar
sem bankinn yrði skráður
í bæði Kauphöll Íslands og í Kaup
höllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Sam
kvæmt þeirri tímaáætlun sem stjórn
endur og ráðgjafar Kaupþings vinna
nú með þá er gert ráð fyrir því að slík
tvíhliða skráning bankans fari fram
á fyrri árshelmingi næsta árs, sam
kvæmt heimildum DV. Ekki hefur
verið tekin nein ákvörðun um hversu
stór hlutur yrði boðinn til sölu við
skráningu bankans á hlutabréfa
markað – Kaupþing fer með samtals
87% eignarhlut í Arion banka – en
ljóst er að sá hlutur þyrfti að vera um
talsverður eigi erlendir fjárfestar að
sýna útboðinu áhuga. Miðað við nú
verandi eigið fé Arion banka er hlutur
Kaupþings metinn á um 168 milljarða
króna.
Á sama tíma og stjórnendur Kaup
þings og Arion banka undirbúa bank
ann fyrir almennt hlutafjárútboð þá
er áætlað, eins og upplýst var um í
forsíðufrétt DV í síðustu viku, að selja
fyrst hlut í bankanum til hóps lífeyris
sjóða og hluthafa Kaupþings í lok
uðu útboði (e. private placement). Á
símafundi sem Paul Copley, forstjóri
Kaupþings, og John P. Madden, fram
kvæmdastjóri hjá Kaupþingi, áttu
með hluthöfum félagsins síðastliðinn
föstudag kom fram að stefnt væri að
því að losa um hlut í bankanum í
gegnum lokað útboð strax á fjórða
ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt
heimildum DV.
Funduðu með fjárfestum
Ef slík sala á hlut í bankanum geng
ur hins vegar ekki eftir á þessu ári
þá ætti það að verða til þess að al
mennt hlutafjárútboð verður haldið
fyrr en ella, líklega á fyrsta fjórðungi
2017, en ákvörðun um tímasetningu
útboðsins veltur einnig á markaðs
aðstæðum hverju sinni. Stjórnendur
Arion banka fengu mjög jákvæð við
brögð frá ýmsum erlendum fjárfest
um, sem væru mögulega áhugasam
ir um að taka þátt í hlutafjárútboði
bankans, á fjárfestafundum sem þeir
áttu yfir þriggja daga tímabil í lok júní
fyrr á árinu. Kaupþing mun á næst
unni ganga frá ráðningu á fjármála
og söluráðgjöfum vegna fyrirhugaðs
hlutafjárútboðs á eignarhlut félagsins
í Arion banka.
Áður en að útboðinu kemur hyggst
Kaupþing bjóða íslenskum lífeyris
sjóðum, líkt og áður hefur verið greint
frá í DV, að kaupa af félaginu 20 til 40
prósenta hlut í Arion banka en sé tekið
mið af eigin fé bankans í dag gæti sá
hlutur selst fyrir um 40 til 80 milljarða
króna. Á fundi sem sem ráðgjafar og
forsvarsmenn stærstu lífeyris sjóða
landsins áttu með fulltrúum Kaup
þings síðdegis mánudaginn 5. sept
ember kom fram að stjórnendur fé
lagsins telji ekkert því til fyrirstöðu að
ganga frá sölu á slíkum hlut í bankan
um strax í nóvember næstkomandi.
Bíða svars frá sjóðunum
Lífeyrissjóðirnir og ráðgjafar þeirra,
Þórarinn V. Þórarinsson hæstaréttar
lögmaður og Friðrik Jóhannsson,
eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Icora
Partners, áforma að gefa svar síð
ar í þessum mánuði hvort sjóðirnir
séu reiðubúnir að ganga til kaupvið
ræðna á grundvelli þeirra tillagna
sem Kaupþing hefur kynnt þeim.
Samkvæmt upplýsingum DV þá telja
lífeyrissjóðirnir óraunhæft að þeir
geti gengið frá kaupum á hlut í Arion
banka innan þess tímaramma sem
rætt hefur verið um – ekki síst þegar
haft er í huga að kosningar til Al
þingis fara fram í lok næsta mánað
ar. Við þær aðstæður sé óhjákvæmi
legt að viðræður lífeyrissjóðanna um
kaup á verulegum eignarhlut í banka
fyrir tugi milljarða króna muni reyn
ast enn viðkvæmari en ella, bæði
á vettvangi stjórnmálanna og eins
innan stjórnar lífeyrissjóðanna.
Þeir lífeyris sjóðir sem hafa leitt við
ræðurnar við fulltrúa Kaupþings
eru Gildi, Lífeyrissjóður verslunar
manna, LSR og Frjálsi.
Náist samkomulag við lífeyris
sjóðina um að kaupa hlut í Arion
banka þá gerir upplegg Kaupþings
jafnframt ráð fyrir því að einhverjir
af hluthöfum félagsins, sem eru eink
um ýmsir erlendir vogunarsjóðir,
kaupi samtímis 10 til 20% hlut í bank
anum á sama sölugengi og lífeyris
sjóðunum býðst. Gangi þessi áform
eftir þá gætu meðal annars banda
rísku vogunarsjóðirnir Taconic Capi
tal, York Capital, OchZiff Capital og
Abrams Capital, stærstu kröfuhaf
ar Kaupþings við samþykkt nauða
samninga um síðastliðin áramót,
komist í eigendahóp Arion banka. Í
dag á Kaupþing sem fyrr segir 87%
hlut í bankanum í gegnum dótturfé
lag sitt Kaupskil ehf. og þá fer Banka
sýslan með 13% hlut í bankanum
fyrir hönd íslenska ríkisins. Vegna af
komuskiptasamnings sem stjórnvöld
gerðu við kröfuhafa slitabúsins í fyrra
þá mun stærstur hluti söluandvirðis
Arion banka hins vegar falla í skaut
ríkisins.
Óvíst um kaupverð
Hversu stór hlutur lífeyrissjóðunum
mun standa til boða að kaupa af
Kaupþingi – á bilinu 20 til 40% –
ræðst af því á hvaða verði þeir eru
tilbúnir að kaupa hlut í bankanum.
Ef í ljós kemur að sjóðirnir vilji að
eins kaupa á gengi sem er talsvert
undir einum miðað við bókfært eig
ið fé bankans, en það nam ríflega 199
milljörðum króna um mitt þetta ár,
þá er talið ólíklegt að Kaupþing selji
lífeyrissjóðunum meira en um 20%
hlut í bankanum. Sá hlutur gæti hins
vegar orðið stærri ef samkomulag
næst við lífeyrissjóðina um sölugengi
sem er nálægt bókfærðu virði bank
ans. Samkvæmt heimildum DV er
það mat þeirra sem þekkja vel til
stöðu mála að líklegt kaupverð kunni
að vera á genginu 0,8 til 0,9 miðað
við bókfært eigið fé Arion banka. Það
Mögulegt gengi
við sölu**
Það sem færi til
stjórnvalda
Það sem færi til
kröfuhafa
0,6 85 17
0,7 91 30
0,8 97 41
0,9 105 51
1 117 56
Sala á 87% hlut í Arion banka*
*Miðað við eigið fé
Arion banka er sá hlutur
bókfærður á 173 milljarða
**Sölugengi miðað við
bókfært eigið fé bankans.
Samkvæmt afkomuskiptasamningi fær ríkið þriðjung af söluandvirði yfir 100 milljörðum. Ef hluturinn selst á
meira en 140 milljarða fær ríkið helming umfram þá upphæð en þrjá fjórðu þess sem er yfir 160 milljarða.
Stærsti hluthafi Kaupþings
Keith Magliana.
Forstjóri Kaupþings
Paul Copley.
Framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi
John P. Madden.
Hörður Ægisson
hordur@dv.is