Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Qupperneq 12
Vikublað 20.–22. september 201612 Fréttir N iðurstöður nýlegrar banda- rískrar rannsóknar sýna að vinsælt fæðubótarefni, sem selt er og markaðssett sem þyngdarstjórnunar- og fitu- brennsluefni, geti verið varhugavert í notkun fyrir fólk sem ýmist hefur glímt við eða er með undirliggjandi geðsjúkdóm. Efnið sem um ræðir heitir Garcinia Cambogia og hefur notið sívaxandi vinsælda víða um heim ekki síst vegna meðmæla frá sjón- varpslækninum dr. Oz og fjölmargra heimsþekktra einstaklinga á borð við Khloe Kardashian og Melissu McCarthy. Fáar vísindalegar sann- anir eru þó fyrir virkni þess í þá veru að það hjálpi fólki að léttast og brenna fitu. Raunar hafa fyrri rann- sóknir sýnt að ástæða sé til að ætla að neysla þess geti leitt til aukaverk- ana á borð við lifrarskemmdir og gulu svo eitthvað sé nefnt. Hér á landi er Garcinia Cambogia- fæðubótarefnið selt í fjölmörgum verslunum og stór- mörkuðum, meðal annars apótek- um. Læknarnir sem eru í forsvari fyrir nýju rannsóknina, sem tók til þriggja einstaklinga sem allir þurftu að leita sér aðstoðar á geðdeild eftir að hafa notað efnið um stutta hríð, segja mikilvægt að bera kennsl á Garcinia Cambogia sem áhættu- þátt, þó ómögulegt kunni að vera að segja efnið orsök veikinda fólksins. Markaðssett sem undrapilla Niðurstöður rannsóknarinnar birt- ust í fagtímaritinu Primary Care Companion for CNS Disorders en fyrir rannsókninni fór geðlækn- irinn Brian Hendrickson við New York-Presbyterian sjúkrahúsið í New York-borg og kollegar hans. Garcinia Cambogia er ávöxtur sem finnst í Suð- austur-Asíu og er sagður af umboðsaðilum og fram- leiðendum hafa verið not- aður lengi sem fæða og lækningalyf. Ávöxturinn er sagður auka framleiðslu á serótónín í heilanum en að virkni hans megi rekja til efnisins HCA eða hýdroxý- sýru sem bæli niður svengd og eyði sætuþörf. Garcinia hindri fituuppbyggingu í líkamanum og taki allan aukasykur og melti hann án þess að líkaminn setji umframmagn í fituforða – eins og það er orðað á vef umboðsaðilans hér á landi. Garcinia Combogia hefur verið auglýst sem „undrapilla“ sem stuðli að þyngdartapi án þess að hugað verði að mataræði og hreyfingu. Enduðu öll á geðdeild Í rannsókn Hendrickson og félaga voru þrír einstaklingar látnir neyta Garcinia Cam- bogia í mánuð eða lengur. Allir fóru þeir þeir að sýna dæmigerð ein- kenni maníu. Þeir urðu óðamála, upplifðu mikilmennskubrjálæði, svefnþörf minnkaði, þau urðu afar pirruð og þurftu öll að leita sér aðstoðar. Tvö þeirra, fimmtugur karlmað- ur og 34 ára kona, höfðu áður verið greind með geðhvarfasýki en höfðu verið lengi í jafnvægi. Maðurinn hafði verið greindur með geðhvarfa- sýki I, en hafði verið í jafnvægi í sex ár án lyfjagjafar. Tveimur mánuð- um eftir að hann byrjaði í megrun og fór að taka tvær pillur af Garcinia Cambogia á dag var hann lagður inn á geðdeild í 16 daga með mikil einkenni maníu og geðhvarfasýkin hafði tekið sig upp á ný. Hann var útskrifaður með geðlyf og ráðlagt að forðast fæðubótarefnið. Konan var með geðhvarfasýki II og hafði sömuleiðis verið í jafnvægi lengi. Eftir 4–6 vikur af hreyfingu, og neyslu á Garcinia Cambogia fór hún sömu leið og maðurinn. Þriðji einstaklingurinn, 25 ára karlmaður, hafði ekki áður glímt við geðsjúkdóma. Hann hóf að taka 1–2 pillur af Garcinia Cambogia á dag og eftir tvo mánuði þurfti að leggja hann inn sömuleiðis. Fram kemur í rann- sókninni að hann hafi, líkt og hin tvö, þjáðst af mikilmennskubrjálæði, of- læti, minnkaðri svefnþörf, hann hafi eytt um efni fram og verið óðamála. Síðar þróaði hann með sér vænisýki (paranoju) og ranghugmyndir. Hann var á geðdeild greindur með geð- hvarfasýki I og útskrifaður átta dög- um síðar með lyfjum og ráðlagt að forðast fæðubótarefnið. Áhættuþáttur ekki orsök Hendrickson og félagar leggja fram þá kenningu að efnið kunni valda manísku ástandi hjá einstaklingum sem glíma eða glímt hafa við geð- hvarfasýki og kunni að kalla fram sjúk- dóminn hjá fólki í áhættuhópi sem ekki hefur fundið fyrir einkennum. Ástæðan kann að liggja í meintri virkni HCA í Garcinia Cambog- ia við að auka serótónínframleiðslu í heilanum sem fyrri rannsóknir, sem birst höfðu í Journal of Medical Toxicology, höfðu leitt í ljós. Of mikið serótónín geti raskað jafnvægi í heila þeirra sem veikir eru fyrir eða í áhættuhópi, en sömu manísku áhrif geta hlotist af notkun þunglyndislyf- ja og anabólískra stera, sem ganga til baka þegar notkun er hætt. Rannsakendur viðurkenna því að í ljósi þess hversu margslungin manía geti verið sé ómögulegt að fullyrða að Garcinia Cambogia sé orsakavaldur. Að auki sé magn og skammtastæðir innihaldsefna mis- munandi milli fæðubótarefna. „Það er hins vegar mikilvægt að benda á Garcina Cambogia sem áhættuþátt. Fyrir tvo sjúklinga með geðhvarfasýki virtist efnið breyta gangi veikinda þeirra með því að eiga þátt í að framkalla veikindi þegar þau voru í jafnvægi. Í öllum þremur tilfellunum náðu einstak- lingarnir jafnvægi eftir að hafa látið af neyslu Garcinia Cambogia og með hefðbundinni lyfjameðferð.“ Hendrickson og félagar segja ljóst að frekari rannsókna sé þörf til að leiða í ljós hugsanlegar geðræn- ar aukaverkanir Garcinia Cambogia. Ekki áhættunnar virði Neytendasíðan Consumer Reports hefur eftir lækni að niðurstöðurnar, þrátt fyrir alla varnagla, sýni að fæðubótarefni sem þessi séu ekki áhættunnar virði. Vefsíðan greinir frá því að aðrar rannsóknir hafi sýnt tengsl milli neyslu á Garcinia Cambogia og gulu, lifrarskemmdar, sem endaði með að viðkomandi þurfti lifrarígræðslu, og einu dauðsfalli tengdu lifrarbilun. Vefsíðan afhjúpaði einnig, með upp- lýsingum sem fengust frá Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna (FDA) á grundvelli upplýsingalaga, að á tímabilinu janúar 2015 til maí 2016 hafi nærri 100 manns fundið fyrir einhverjum aukaverkunum eft- ir neyslu fæðubótarefna sem inni- héldu Garcinia Cambogia. n Vara Við Vinsælu fitubrennsluefni n Rannsóknir tengja það við maníu og lifrarskemmdir n Selt víða á Íslandi n Líka í apótekum Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Vinsælt fæðubótarefni Garcinia Cambogia Extract sem þetta er hægt að kaupa í matvöruversl- unum og apótekum hér á landi. 60 hylki kosta á bilinu 3.000–4.000 krónur. Líkt og með svo mörg fæðubótar- efni eru loforðin háleit en vísindin að baki umdeilanleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.