Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Page 14
Vikublað 20.–22. september 201614 Fréttir Erlent þora ekki til Jórdaníu Ferðaþjónustan í mikilli niðursveiflu sem rekja má til Arabíska vorsins F erðaþjónusta Jórdaníu glímir við mikla niðursveiflu og hefur ferðamönnum þar fækkað um 40 prósent síðan um aldamót. Hin forna jórdanska borg Petra, sem var sögu­ svið bandarísku stórmyndarinnar Indiana Jones and the Last Crusade, er ekki jafn vinsæll ferðamannastað­ ur og áður þrátt fyrir að þar hafi ný­ lega fundist merkar fornleifar. Hótel­ rekendur berjast því í bökkum og sögufrægar byggingar eru margar í niðurníðslu. Ástæða niður­ sveiflunnar er einföld – ferðamenn þora ekki til Jórdaníu af ótta við ástandið í nágrannaríkjunum sem hafa orðið fyrir áhrifum mótmæla­ og óeirðaöldu Arabíska vorsins. Fornleifar í steinborg Jórdanía er eitt friðsælasta ríki Mið­ austurlanda. Um síðustu aldamót heimsóttu um 700 þúsund erlendir ferðamenn landið á ári hverju en nýj­ ustu tölur sýna mikla fækkun. Í ný­ legri umfjöllun CNN um ferðaþjón­ ustuna þar í landi er bent á að Petra, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, og fornminjar borgarinnar hafi hingað til verið helsta aðdráttar afl Jórdaníu. Hún er borgin sem gleymd­ ist í þúsund ár þang­ að til Evrópu búar fundu hana aftur árið 1812. Steinborg sem var reist á fjórðu öld fyrir Krist og er arf­ leifð Nabateanna, arabísks þjóðflokks sem bjó þar sem nú er Jórdanía, Sýrland, Írak og Líbanon. Fornleifa­ fræðingar fundu í júní síðastliðn­ um, með aðstoð gervihnatta og dróna, stórt mann­ virki grafið í sand­ inn sunnan við borgina. Mannvirkið er álíka langt og keppnis laug á Ólympíuleikunum en tvöfalt breiðara og er talið að það hafi verið notað til trúarathafna. Sér­ fræðingar sem hafa skoðað það telja að mannvirkið hafi verið reist um miðja aðra öld fyrir Krist, á hátindi Petru. Ekki er hægt að segja með vissu hvaða tilgangi það þjónaði og eru fornleifafræðingar um allan heim spenntir fyrir fundinum. Trúa margir því að fornleifarnar geti gef­ ið fólki aðra sýn á sögu borgarinnar og hlutverk hennar. Borgin er hvað þekktust fyrir að hafa verið miðstöð viðskipta áður en Nabatearnir yfir­ gáfu hana um 700 eftir Krist. Háværir nágrannar Þrátt fyrir þennan merkilega fund, og aðrar ómetanlegar fornminjar Petru, hafa þeir sem eiga lifibrauð sitt und­ ir komu ferðamanna, á borð við Waleed Hyasat, þrítugan karlmann sem leiðir túrista um borgina, ekki verið jafn verkefnalausir í áraraðir. Til marks um mikilvægi atvinnu­ greinarinnar fyrir íbúa Jórdaníu þá skilar hún inn í ríkiskassann um 15 prósentum af vergri landsfram­ leiðslu. „Við búum í friðsælu landi. En því miður eru nágrannar okkar mjög háværir,“ segir Hyasat í samtali við CNN. Sýrland, Írak, Sádi­Arabía og Ísrael eru nágrannaríki Jórdaníu. Fyrsta samdráttarskeiðið í ferða­ þjónustu Jórdana hófst í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar eða um það leyti sem átökin á Persaflóa náðu hámarki og síðan kom annað högg eftir árásirnar á Tvíbura­ turnana í New York árið 2001. Arab­ íska vorið, bylgja mótmæla og upp­ þota í Miðausturlöndum sem rekja má til desemberloka 2010, hefur leitt til samdráttarskeiðsins sem nú stendur yfir. „Áður en Arabíska vorið skall á komu 70 prósent ferðamannanna frá öðrum löndum en Jórdaníu en 30 prósent voru innlend. Nú hefur dæmið snúist við og 40 pró­ sent koma að utan en 60 prósent eru Jórdanar,“ segir ónefndur hótel­ rekandi í samtali við CNN. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Við búum í friðsælu landi. en því miður eru ná- grannar okkar mjög háværir. Sögufræg Petra er forn borg að mestu höggvin inn í hamra. Fornleifar Hið mikla musteri Petru hefur í gegn- um árin verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Hreinsun á kjólum 1.600 kr. Opið Virka daga 08:30-18:00 laugardaga 11:00-13:00 Hringbraut 119 - Einnig móttaka á 3.hæð í Kringlunni hjá Listasaum - Sími: 562 7740 - Erum á Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.