Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Side 21
Vikublað 20.–22. september 2016 Kynningarblað - Áhrifaríkar meðferðir 5
Íslenskur jarðhitakísill gegn
hárlosi og húðvandamálum
GeoSilica
K
ísilsteinefnið geoSilica
inniheldur hreinan jarð
hitakísil sem unninn er úr
jarðhitavatni Hellisheiðar
virkjunar. Læknisfræði
legar rannsóknir hafa leitt í ljós að
kísill gegnir mikilvægu hlutverki
í mannslíkamanum og er honum
nauðsynlegur. Kísill er sérstaklega
mikilvægur fyrir heilsu beina enda
örvar hann myndun kollagens í
líkamanum, en kollagen er helsta
uppistaða bandvefjar sem er að
finna í beinum, húð, hári, nöglum,
liðböndum, sinum og brjóski. Kís
ill hjálpar einnig kalki að koma sér
fyrir í beinvef og er því mikilvægt að
taka inn kísil samhliða kalkinntöku
til að kalkið nýtist sem best. Inntaka
kísilsteinefnis gæti haft fyrirbyggj
andi áhrif gegn beinþynningu.
Kísilsteinefnið geoSilica styrkir
bandvef, styrkir hár og neglur og
vegna betri myndunar kollagens
getur inntaka kísilsins stuðlað að
sléttari og fallegri húð.
Fyrirtækið geoSilica Iceland hef
ur þróað vöruna, framleiðir hana
og selur. Þau Fidu Abu Libdeh og
Burkni Pálsson, ásamt Ögnum ehf.,
stofnuðu fyrirtækið árið 2012. Um
haustið það ár fékk geoSilica verk
efnastyrk Tækniþróunarsjóðs til
rannsókna og þróunar á vörunni.
Hún kom síðan á markað í desem
ber árið 2014: 100 prósent hágæða
náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í
vökvaformi, tilbúið til inntöku.
GeoSilica kísilsteinefnið fæst í
heilsuvörubúðum, öllum helstu
apótekum, Nettó og öllum verslun
um Hagkaupa. Varan er einnig til
sölu í vefverslun á heimasíðu geo
Silica, geosilica.is. Þar er jafnframt
að finna ítarlegan og aðgengilegan
fróðleik um vöruna.
Reynslusaga: Sá verulegan
mun eftir tvær vikur
Margir hafa afar góða reynslu af
notkun geoSilica og má lesa nánar
um það á vefnum geosilica.is. En
hér deilir Ásdís Geirs einstaklega
jákvæðri reynslu sinni af notkun
geoSilica:
Nokkrum mánuðum eftir að ég
átti yngri dóttur mína í nóvember
2014 fór að bera á miklu hárlosi hjá
mér. Ásamt því var ég mjög slæm í
húðinni og neglurnar á mér brotn
uðu endalaust. Mér var þá bent á
kísilsteinefnið frá geoSilica. Það er
100% náttúrulegt steinefni sem er
þróað og framleitt á Íslandi úr jarð
hitavatni frá Hellisheiðarvirkjun.
Kísill er steinefni sem finnst
í náttúrunni og ýmsum fæðu
tegundum. Kísill er nauðsynlegt
næringarefni fyrir líkamann en
hann gegnir lykilhlutverki í mynd
un og viðhaldi beina. Kísill getur
einnig auðveldað líkamanum upp
töku á öðrum steinefnum, eins og
kalki og magnesíum sem dæmi.
Kísilsteinefnið kemur í vökva
formi og ætlast er til að maður taki
inn 1 msk. (10 ml) á hverjum degi.
Það sem mér fannst líka virkilega
gott við kísilinn er að hann inni
heldur engin aukaefni – aðeins kísil
og vatn – og er einnig bragðlaus. Ég
ákvað að prófa enda orðin frekar
langþreytt á þessu ástandi og búin
að prófa bæði sjampó fyrir hár
los, ýmis krem og naglaherði. Ein
flaska dugði mér í einn mánuði og
eftir um tvær vikur var ég farin að
sjá verulegan mun á húðinni, hár
inu og nöglum. Ég ákvað því að taka
aðra góða törn og keypti flöskur
næstu tvo mánuðina og árangur
inn lét ekki á sér standa!
Ég náði svo að sannfæra mann
inn minn um að prófa kísilinn líka.
Hann er með psoriasis en kísillinn
hefur reynst fólki með psoriasis
einstaklega vel. Hann sá einnig
mikinn mun á húð sinni og margir
blettir sem hann var með urðu
þynnri og minnkuðu til muna.
Síðan þá höfum við nokkrum
sinnum tekið tarnir með kísilinn frá
geoSilica og alltaf sé ég jafn mikinn
mun á mér og þá sérstaklega á húð
inni og nöglunum. Auk þess finnst
mér þetta minnka slen og stirðleika
sem oft hellist yfir marga yfir vetrar
tímann.
Kísillinn getur meðal annars
stuðlað að:
n Fyrirbyggingu við beinþynningu
n Styrkingu á hjarta og æðakerfi
líkamans
n Heilbrigði húðar og hárs
n Sterkari nöglum
n Góðri heilsu
n Losun áls úr líkamanum
n Aukinni upptöku annarra steinefna
n Örvun kollagenmyndunar
Það er alltaf gaman að deila góð
um lausnum og vörum með öðrum! n