Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2016, Side 28
Vikublað 20.–22. september 201620 Lífsstíll
Sykraðir drykkir
Sterk tengsl eru á milli þess að drekka sykraða drykki
og þess að þyngjast. Þó að drykkirnir geti verið
svalandi eru þeir ekki mettandi og þú munt ekki borða
minna af mat í staðinn. Ef þú drekkur sykraðan gosdrykk
mun það líklega verða hrein viðbót við neyslu hitaeininga
þann daginn. Ef þú þarft að léttast er best að drekka bara vatn.
Tilboð á Lappset
útileiktækjum 2016
Leitið til sölumanna í síma 565 1048
HEILDARLAUSNIR FYRIR LEIKSVÆÐI
- Leiðandi á leiksvæðum
jh@johannhelgi.is • johannhelgi.is
Uppsetningar, viðhald og þjónusta
• Útileiktæki
• Girðingar
• Gervigras
• Hjólabrettarampar
• Gúmmíhellur
• Fallvarnarefni
Eldbakaðar pizzur
hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni
salur
fyrir
hópa
sími 557 1007
hamborgarar,
salöt, pasta,
kjúklingavængir
og flEira
Forðastu þetta ef þú
berst við aukakílóin
Sykur og unnið hveiti eru afurðir sem þeir sem vilja léttast ættu að neyta ætti í hófi
Ó
tal kenningar eru uppi um
hvaða aðferð er best til að
léttast. Eitt er þó alveg á
hreinu: Ef þú innbyrðir fleiri
hitaeiningar en þú brennir,
þá þyngist þú. Ef við þú vilt léttast
þarftu að neyta færri hitaeininga en
þú brennir. Þrátt fyrir að vísindin hafi
enn ekki sett fram skothelda leið til
að léttast eru nokkur matvæli sem
fólk sem vill léttast ætti að neyta í
hóflegu magni. n
1 Franskar og
kartöfluflögur
Kartöflur eru heilsusamlegar og
mettandi, en unnir kartöfluréttir eru það
sjaldnast. Flögur og franskar innihalda
mikið magn hitaeininga. Þær eru svo
góðar að það er auðvelt að missa tökin á
neyslunni.
3 Hvítt brauð
Hvítt brauð er yfirleitt úr hveiti sem
er mikið unnið og inniheldur auk þess
mikinn sykur. Það getur fyrir vikið hækkað
blóðsykurinn. Rannsókn sem meira en níu
þúsund manns tóku þátt í leiddi í ljós að líkurnar á þyngdaraukn
ingu og offituvandamálum jukust um 40 prósent hjá þeim sem
neyttu tveggja brauðsneiða (120 gramma) á dag.
4 Súkkulaðistykki
Hér er um mjög sykraða og óholla vöru að ræða. Auk þess að
innihalda mikinn sykur inniheldur súkkulaðistykki yfirleitt
viðbættar olíur og mikið unnið hveiti. Fyrir vikið eru það stútfullt
af kaloríum og inniheldur fá næringarefni. Ef þig þyrstir í sælgæti
ættirðu að prófa að borða handfylli af hnetum í staðinn.
5 Ávaxtasafar
Langfæstir ávaxtasafar innihalda hreinan safa úr ávöxtum. Hér er
yfirleitt um að ræða mikið unna vöru sem inniheldur mikið af sykri
og oft svipaðan fjölda hitaeininga og sykraðir gosdrykkir.
Flestir safarnir eru snauðir af
trefjum og raunar er fátt
sem minnir á ávöxtinn
sem þeir eiga að vera
gerðir úr.
6 Smákökur og kex
Bakkelsi á borð við smákökur inniheldur yfirleitt mikið
af hvoru tveggja unnu hveiti og sykri. Þá innihalda þær
gjarnan transfitusýrur. Það sama gildir um kexkökur.
Þetta er ekki mettandi fæða og er slæm í miklu magni.
7 Bjór og aðrir
áfengir drykkir
Í einu grammi af hreinu alkóhóli eru sjö hita
einingar. Ekki hefur þó tekist að sanna að neysla
áfengis geti stuðlað að þyngdaraukningu. Þvert
á móti benda rannsóknir til að hófleg neysla
víns geti leitt til þess að fólk léttist. En bjórinn
er verri. Ef þú ætlar að drekka áfengi á annað
borð – og vilt léttast – ættirðu að drekka vín í
hóflegu magni, frekar en bjór.
8 Ís
Afskaplega gómsæt vara
en afar óholl í óhófi. Yfirleitt
er ís hlaðinn sykri og þannig
fullur af hitaeiningum. Betri
leið er að búa til sinn eigin,
þar sem jógúrt eða ávextir
koma að einhverju leyti í
stað sykursins.
2