Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.2016, Side 26
Vikublað 25.–27. október 201618 Sport
Ensku liðin
raða sér í
toppsætin
n Listi yfir upphæðir sem félög
hafa eytt í leikmenn undanfarin
sex ár n Þrjú ensk lið á toppnum
E
nsku félögin Manchester
City, Chelsea og Manchester
United bera höfuð og herðar
yfir önnur félög þegar kem-
ur að eyðslu fjármuna í leik-
menn síðustu sex árin. CIES Foot-
ball Observatory hefur tekið saman
heildareyðslu liða úr stærstu fimm
deildum Evrópu. Sex stærstu liðin
á Englandi eru öll á meðal þeirra
fimmtán liða sem mestum pening-
um hafa eytt í leikmenn frá árinu
2010.
Allt árið um kring eru settar
fram vangaveltur í formi frétta um
yfirvofandi félagaskipti leikmanna.
Aðaltíminn er yfir sumarið en ekki
er laust við að sumum stjórunum
leiðist þetta tímabil. Þannig sagði
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, í
sumar að hann gæti ekki beðið eftir
að félagaskiptaglugginn lokaði.
Hann sagði að menn einblíndu allt
of mikið á það frekar en að horfa á
hvernig lið tækju framförum með
æfingum og leikskipulagi.
Þó að hægt sé að kaupa bestu
leikmenn heims fyrir peninga er
það ekki ávísun á árangur. Það
sannaði Leicester á síðustu leik-
tíð og Atletico Madrid leiktíðina
2013/2014.
Listinn hér kemur örugglega
engum sérstaklega á óvart.
Manchester City hefur eytt 130
milljónum punda meira í leikmenn
síðustu sex árin en nokkurt annað
lið. Dæmi um leikmenn sem liðið
hefur keypt undanfarin misseri
eru Kevin De Bruyne (55 milljónir
punda), Raheem Sterling (44 millj-
ónir punda), Nicolas Otamendi (32
milljónir punda) og Leroy Sane (37
milljónir punda).
Listinn tekur ekki til þeirra fjár-
hæða sem sömu félög hafa fengið
fyrir að selja leikmenn. Hér á síð-
unni má hins vegar einnig sjá
hvaða félög hafa fengið hæstar
upphæðir fyrir sölu leikmanna á
umræddu sex ára tímabili. En hér
eru þau lið sem hafa keypt leik-
menn fyrir hæstu upphæðirnar
undanfarin sex ár. n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Félög sem hafa eytt
mestum peningum í
leikmenn 2010–2016
Félag Land Upphæð
Man City England 867
Chelsea England 737
PSG Frakkland 585
Liverpool England 561
Real Madrid Spánn 545
Juventus Ítalía 523
Roma Ítalía 453
Inter Ítalía 438
Atletico Madrid Spánn 438
Arsenal England 394
Tottenham England 387
Napoli Ítalía 370
Bayern Munchen Þýskaland 369
Monaco Frakkland 313
Wolfsburg Þýskaland 299
Valencia Spánn 289
Dortmund Þýskaland 288
AC Milan Ítalía 285
Upphæðir eru í milljónum punda.
Félög sem hafa fengið
mest fyrir að selja
leikmenn 2010–2016
Félag Land Upphæð
Liverpool England 374
Valcencia Spánn 366
Juventus Ítalía 352
Benfica Portúgal 351
Porto Portúgal 324
Atletico Madrid Spánn 319
Tottenham England 313
Roma Ítalía 311
Real Madrid Spánn 306
Chelsea England 303
Sevilla Spánn 296
Monaco Frakkland 287
Barcelona Spánn 250
Udinese Ítalía 247
Southampton England 227
Inter Ítalía 226
Napoli Ítalía 224
Genoa Ítalía 221
Man City England 209
Wolfsburg Þýskaland 203
Upphæðir eru í milljónum punda.
Í takt við tímann
• Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa.
• Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum.
frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450
5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0
Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21