Fréttablaðið - 12.05.2017, Page 1

Fréttablaðið - 12.05.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 1 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 2 . M a Í 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Bergur Ebbi skrifar um hroka 21. aldarinnar. 17 sport Gunnar Nelson verður aðalatriðið í Glasgow. 18 Menning Á laugardagskvöldið verða sýnd fjögur ný örleikrit eftir jafn mörg skáld frá fjórum Norðurlandanna. 30 lÍFið Robin Bengtsson, sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision, er ekkert að stressa sig á lífinu. 42 VERTU LAUS VIÐ LIÐVERKI www.artasan.is Er kominn tími á ný dekk? Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á N1.is Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 HB Grandi mun senda 86 starfsmönnum sínum í botnfiskvinnslu á Akranesi uppsagnarbréf fyrir mánaðamót. Vinnslan verður færð til Reykjavíkur í hagræðingarskyni, en þar sem tap er fyrirsjáanlegt af vinnslunni hættir fyrirtækið starfseminni. Þau voru þung skrefin hjá starfsfólkinu eftir að ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins var kynnt í gær. FRéttABlAðið/Anton atvinnuMál „Þetta eru vondar fréttir en ég bind vonir við að for- svarsmenn HB Granda og Akranes- bæjar eru að tala saman. Ég vona að eitthvað jákvætt komi út úr því enda eru 86 einstaklingar, mest konur, að missa vinnuna sem hafa byggt upp mikinn mannauð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarút- vegsráðherra, um þær fréttir að HB Grandi mun leggja niður botnfisk- vinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur. Þá niðurstöðu tilkynnti Vil- hjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, starfsfólki í gær en ástæðan er fyrirsjáanlegt tap fyrirtækisins af vinnslunni. Hjá HB Granda og dótt ur fé lögum á Akra nesi starfa 270 manns, en allt að 150 störf, að afleiddum störfum meðtöldum, munu tapast í byggðarlaginu. „Ég vona að Akranesbær spýti í lófana, þeir hafa gert góða hluti á síð- ustu árum og fái Faxaflóahafnir til að fjárfesta í höfninni, og ekkert sleppa þeim við það, og þá koma fyrirtækin og nýta þennan mikla mannauð.“ Þorgerður segir að eðlileg hagræð- ing innan sjávarútvegsins sé mjög mikilvæg og hafi skipt máli fyrir fjár- festingu í greininni, „en hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Það er ekki gert með því að flytja störfin til Reykjavíkur – það er ekki samhengi þarna á milli,“ segir Þorgerður og bætir við að málið sé angi af öðru stærra – og hennar stærsta viðfangs- efni sem sjávarútvegsráðherra. „Það er sátt um gjaldtöku af auð- lindinni. Þetta mál ýtir á að gjaldtak- an verði tekin föstum tökum núna. Á meðan samfélagið telur að útgerðin hafi ekki borgað sanngjarna greiðslu fyrir sjávarauðlindina þá er þolin- mæðin minni gagnvart svona stór- tækum aðgerðum,“ segir Þorgerður. – shá / sjá síðu 8 Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Sjávarútvegsráðherra segir það sitt stærsta viðfangs- efni að ná sátt um gjaldtöku af sjávarauðlindinni. Mál HB Granda á Akranesi þrýsti á að hún sé tekin föstum tökum. Að flytja störf frá Akranesi til Reykja- víkur gengur gegn kröfunni um byggðafestu. … hagræðing verður að fara saman við kröfuna um byggðafestu og atvinnuöryggi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráð- herra Starfsfólk vonsvikið með ákvörðunina „Auðvitað héldum við öll í vonina um að að þessu kæmi ekki. Þetta er það sem er að rústa litlu bæjarfélögunum, þegar stóru fyrirtækin koma og haga sér eins og einhverjir kóngar. Þetta er náttúrulega ömurlegt,“ segir Elsa Hrönn Gísladóttir, starfsmaður HB Granda. Starfsmenn HB Granda sem Fréttablaðið ræddi við voru vonsviknir með ákvörðunina en hún kom þeim þó ekki á óvart. Jafnframt sjá þeir ekki fyrir sér að þeir muni þiggja nokkuð boð um að vinna áfram fyrir fyrirtækið suður í Reykjavík. Það gangi einfaldlega ekki upp. „Ekki nema að hann ætli persónulega að passa fyrir okkur börnin, sem ég stórefast um,“ segir Elsa enn fremur og vísar til Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra. plús 2 sérblöð l Fólk l  suMar og börn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 saMFélag Nokkur hópur mótmælti Robert Spencer sem hélt fyrirlestur á Grand Hóteli í gærkvöldi. Spencer hefur verið sakaður um íslamófóbíu og rasisma. Að sögn Semu Erlu Ser- dar kom til nokkura orðaskipta á milli skipuleggjanda fyrirlesturins og mótmæland. - þea Mótmæltu meintum rasista Um 50 mótmælendur mættu fyrir utan Grand Hótel. FRéttABlAðið/EyÞóR 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 6 -5 2 E 4 1 D 1 6 -5 1 A 8 1 D 1 6 -5 0 6 C 1 D 1 6 -4 F 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.