Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 12.05.2017, Qupperneq 6
Áburðardreifarar Grasið verður grænna með góðri og jafnri áburðargjöf Model WE-B Rafhlöðuknúinn kastdreifari Vinnslubreidd allt að 2,5 m Hentugur fyrir minni garða Model WE-330 Áburðardreifari Vinnslubreidd 41 cm Rúmtak 15 lítrar Model WE-430 Áburðardreifari Vinnslubreidd 43 cm Rúmtak 20 lítrar ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Lítil klifurmús Krakkar á leikskólanum Urðarhól í Kópavogi í gær vígðu þennan gríðarlega fína klifurvegg. Mikilvægt er að einbeita sér þegar maður klífur slíkan vegg og er ekki að sjá að einbeitingu skorti hjá þessum unga klifrara. Fréttablaðið/anton brink Atvinnulíf Þriðja árið í röð er Sýslu- maðurinn á höfuðborgarsvæðinu í neðsta sæti á lista yfir Stofnun árs- ins 2017. Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu hefur á þessum sömu árum alltaf verið í næstneðsta sæti. Báðar stofnanirnar eru á lista yfir fyrirtæki með 50 starfsmenn eða meira. Stofnun ársins 2017 var valin með þeim hætti að spurningalisti var lagður fyrir starfsfólk um 200 stofnana þar sem það var innt eftir mati á innra starfsumhverfi stofn- unar sinnar. Í valinu er spurt út í þætti er varða stjórnun, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjan- leika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Stofnanir ársins eru þrjár: Reykja- lundur er sigurvegari í flokki stofn- ana með 50 starfsmenn eða fleiri. Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki með starfs- menn á bilinu 20-49 talsins. Í flokki stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20 bar Persónuvernd sigur úr býtum. Ekki náðist tal af sýslumanninum í Reykjavík, en Sigríður Björk Guð- jónsdóttir, lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, segir laun helsta óánægjuþáttinn hjá stofnuninni. „Ef þú tekur það út og berð það saman við önnur lögreglulið þá sérðu að það er mun meiri óánægja með laun hjá okkur. Það dregur okkur niður,“ segir Sigríður Björk. Hún segir hins vegar hægt að vinna í mjög mörgum þáttum til að bæta aðstæður starfsmanna lögreglunn- ar. „Við ætlum að fara í mælingar, annaðhvort á mánaðar fresti eða tveggja mánaða fresti,“ segir Sigríð- ur og leggur áherslu á að það verði unnið betur með mannauðsþáttinn. Hún segir líka unnið í því að styrkja stjórnendur enda hafi komið fram óánægja með stjórnendur, ekki bara með yfirstjórn heldur líka milli- stjórnendur. Utanríkisráðuneytið kom verst allra ráðuneyta út úr mælingunni fyrir ári. Ráðuneytið fer hins vegar núna úr sæti 72 upp í sæti 59 á lista yfir stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri. Lilja Alfreðsdóttir, fyrr- verandi utanríkisráðherra, segir að þegar niðurstöðurnar voru birtar í fyrra hafi strax verið settur upp hópur innan ráðuneytisins. „Þeir skiluðu nokkrum niðurstöðum,“ segir Lilja og bætir við að ein þeirra hafi verið sú að það hafi skort á gagnsæi varðandi stöðuveitingar. „Ég brást við því með því að allir póstar sem voru lausir voru auglýst- ir fyrr en venjulega hefur verið gert,“ segir Lilja. Þetta hafi verið nýtt. Fólki hafi síðan verið gert að rökstyðja af hverju það ætti að fá þær stöður sem það sóttist eftir. Í mælingunni í ár kemur vel- ferðarráðuneytið út verst allra ráðuneyta. Það er í sæti 81 af 86 stofnunum. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra, skýrir þessa niðurstöðu með því að upp hafi komið mygla í húsnæði ráðuneytisins.  Það hafi því þurft að flytja starfsemi ráðuneytisins úr Hafnarhúsinu í mun þrengra hús- næði. „Þetta var mjög mikið álag,“ segir Eygló og bætir við að það sé mikilvægt að búa vel að starfsfólk- inu og hún vonist til þess að hægt verði að finna varanlegt húsnæði. jonhakon@frettabladid.is Myglan eyðilagði starfsmóralinn í velferðarráðuneytinu Velferðarráðuneytið kemur verst allra ráðuneyta út í mælingu á Stofnun ársins. Ástandið er betra í utanríkisráðuneytinu. Sýslumaðurinn á höfuðborgar­ svæðinu og lögreglan eru á botninum. Laun eru sögð stór orsakaþáttur. Sigríður björk segir starfsmenn lögreglunnar óánægða með kaup og kjör. En ýmislegt sé hægt að gera til að bæta starfsaðstöðu. Fréttablaðið/anton tíu efstu stofnanirnar 1. Reykjalundur 2. Ríkisskattstjóri 3. Fjölbrautaskóli Suðurnesja 4. ÁTVR 5. Heilsustofnun NLFÍ 6. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 7. Skógrækt ríkisins 8. Fjölbrautaskólinn við Ármúla 9. Lyfjastofnun 10. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ tíu neðstu stofnanirnar 1. Hrafnista 2. Landbúnaðarháskóli Íslands 3. Útlendingastofnun 4. Vinnueftirlit ríkisins 5. Velferðarráðuneytið 6. Landspítali 7. Lögreglan á Suðurnesjum 8. Fjölbrautaskóli Vesturlands 9. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 10. Sýslumaðurinn á höfuðborgar- svæðinu Það er mun meiri óánægja með laun hjá okkur. Það dregur okkur niður. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglusjóri á höfuð- borgarsvæðinu StjórnSýSlA Fyrirtækinu Esju Gæða- fæði var óheimilt að flytja inn ríf- lega 1,6 tonn af grænlensku hrein- dýrakjöti í nóvember síðastliðnum. Esja Gæðafæði kærði úrskurð Mat- vælastofnunar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins en úrskurðurinn féll á miðvikudag, 162 dögum eftir að Matvælastofnun hafnaði innflutningnum. Ráðuneyt- ið hefur ákveðið að staðfesta úrskurð Matvælastofnunar. Esju Gæðafæði ber að farga kjötinu umsvifalaust í ljósi þess að meira en 60 dagar eru liðnir síðan kjötið var flutt inn til landsins. Ástæða höfnunarinnar er að vör- urnar voru ekki merktar með sam- þykkisnúmeri og uppruni kjötsins þess vegna óljós. – snæ Farga 1,6 tonnum af hreindýrakjöti SKAttur Af þeim 34 málum sem tekin hafa verið til formlegrar rann- sóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna gruns um skattalagabrot sem tengjast Panamaskjölunum hefur rannsókn verið lokið í fimm málum. Í skriflegu svari skattrannsóknar- stjóra til Fréttablaðsins kemur fram að tveimur málanna hafi verið vísað til héraðssaksóknara auk þess sem krafa hafi verið sett fram um sekt hjá yfirskattanefnd í þriðja málinu. Rannsókn í sjö málum er á lokastigi. Rannsókn á átta málum hefur verið felld niður, meðal annars vegna þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti. Rannsóknir í 14 málum standa yfir. Að sögn Bryndísar Kristjáns- dóttur skattrannsóknarstjóra er fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum þar sem grunur liggur nú fyrir um brot. Vanframtalinn skattstofn nemur frá tugum milljóna króna  til hundraða milljóna króna, að því er Bryndís greinir frá. – ibs Fleiri Panamamál rannsökuð 1 2 . m A í 2 0 1 7 f Ö S t u D A G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 6 -7 F 5 4 1 D 1 6 -7 E 1 8 1 D 1 6 -7 C D C 1 D 1 6 -7 B A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.