Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.05.2017, Blaðsíða 36
Á eigin fótum er fræðandi og fjörug Bunraku-brúðusýning ætluð börnum á aldrinum tveggja til sex ára og fjölskyldum þeirra. Sýningin er eftir leikhópinn Miðnætti í samstarfi við Lost Watch Theatre. Á eigin fótum fjallar um Ninnu, sex ára uppátækjasama stelpu sem túlkuð er af Bunraku-brúðu. Ninna, sem býr í Reykjavík á millistríðsár- unum, er send ein í afskekkta sveit sumarlangt. Nýju heimkynnin eru henni framandi og umhverfið alger andstæða þess sem hún þekkir. Erfiðar aðstæður, ofsaveður og ein- manaleiki reyna á Ninnu, sem óttast mest að sjá foreldra sína aldrei aftur, en með hugrekki eignast hún vini og lærir að standa á eigin fótum. Tónlist leikverksins er frum- samin og verður í lifandi flutningi. Sýningin er 40 mínútur en við bætist leikstund þar sem börnunum gefst tækifæri á að hitta brúðuna, leikara og skoða leikmyndina. Nánari upplýsingar á www.tjarnar- bio.is Brúðusýning í Tjarnarbíói Heita sumardaga er skemmti-leg tilbreyting að borða morgunverðinn í íspinna- formi. Hægt er að þeyta saman hvers konar ávexti við jógúrt og jafnvel bæta múslíi og rúsínum út í. Múslíklaki með bláberjum 125 g grísk jógúrt 125 g bláber 1 dl ávaxtasafi 1-2 tsk. hunang 1 msk. múslí Þeytið jógúrt, ber og hunang saman í blandara. Hellið í skál og hrærið svo múslíi saman við blönduna og hellið í íspinnamót. Frystið í nokkrar klukkustundir. Einnig má þeyta múslíið með í blandaranum ef það þykir gróft í íspinnann. Lagskipta pinna er einnig gaman að prófa. En þá er jógúrtin og hun- angið hrært saman sér og berin og ávaxtasafinn sér. Fyrst eru íspinna- mótin fyllt að 1/3 með berjablöndu þá jógúrt og svo aftur berjablöndu. Ef blandan er þunn gæti þurft að láta boxin inn í frysti milli laga í 15 mínútur. Svellkaldur morgunverður Sumarið er rétti tíminn til að kynna börn og unglinga fyrir léttum göngum. Gönguferðir þurfa ekki að vera langar og erfiðar og sjaldnast þarf að leita langt eftir fallegu umhverfi eða hóflega stóru fjalli eða felli. Fjallabók barnanna, eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur, kom út fyrir nokkrum árum og er góður upphafspunktur fyrir þá sem vilja stíga sín fyrstu skref í göngum og fjallaferðum með börnunum sínum. Í bókinni má finna leiðarlýs- ingar á 20 gönguleiðum í nágrenni Reykjavíkur sem henta börnum á aldrinum 6-16 ára. Meðal leiða eru óhefðbundnar leiðir upp á Esjuna, farið er út á Reykjanesskaga og upp á Hellis- og Mosfellsheiði. Höfundur bókarinnar, Sigrún Huld, á sjálf fjögur börn og hefur mikinn áhuga á útivist. Sigrún lýsir vel hverri gönguleið á persónuleg- an hátt en hún gekk allar leiðirnar með 22 börnum í heildina sumrin 2008 og 2009. Auk hagnýtra upplýsinga um hverja leið getur bókareigandi einnig skrifað inn eigin ferðasögur á auðar síður sem fylgja hverri gönguleið. Bókin inniheldur líka ýmis góð ráð varðandi það hvernig hægt er að fá börn til þess að hafa gaman af útivist. Göngur yfir sumarið Sumarið er góður tími fyrir göngur með börnum. MYND/FERÐAFÉLAG BARNANNA Sumarnámskeið Kjörin leið til að kynna sér dansnám hjá JSB Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Jazz, klassískur ballett og nútímadans Krefjandi dansnámskeið fyrir framhaldsnemendur 14 ára og eldri. Tímabil: 9. - 18. ágúst. Tilvalin til að koma sér af stað eftir sumarfrí. Jazzballett fyrir 6-8 ára, 9-11 ára og 12-14 ára 3ja vikna námskeið, kennt 2x í viku á mánudögum og miðvikudögum. Tímabil: 29. maí - 14. júní Verð: 12.500 kr. Dans- og leikja- námskeið fyrir 3-5 ára Dans, leik- og sköpunargleði í fyrirrúmi. 5 vikna námskeið 1x í viku, kennt á þriðjudögum eða fimmtudögum. Tímabil: 30. maí - 27. júní. Verð: 10.500 kr. Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaðir: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Skráning hafin í síma 5813730 og á www.jsb.is E F L IR a lm an n at en g sl / H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n n u n 8 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . m a í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 6 -7 5 7 4 1 D 1 6 -7 4 3 8 1 D 1 6 -7 2 F C 1 D 1 6 -7 1 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.