Fréttablaðið - 12.05.2017, Síða 50

Fréttablaðið - 12.05.2017, Síða 50
NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Nicotinell Classic/Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 11.5.2017 09:54 Það er ekki á hverjum degi sem íslenskum leikhúsunnendum gefst tækifæri til þess að kynnast fjórum nýjum leikritum eftir jafn mörg norræn leikskáld. Það er þó tilfellið á laugardagskvöldið í nágrenni við Tjarnarbíó þaðan sem haldið verður í óvenjulega kvöldgöngu klukkan níu. Á meðal leikskáldanna er Salka Guðmundsdóttir og hún segir að verkefnið sé hluti af löngu ferli. „Þetta byrjaði með því að það er hópur í Danmörku sem kallast Drama fronten. Þau eru búin að vera mjög virk í dönsku leiklistarlífi í all­ mörg ár en þau hafa sérhæft sig í að sýna ný verk, eftir starfandi leikskáld, í svona örleikritaformi. Sýningar­ formið er svo með þeim hætti að áhorfendurnir ganga á milli, fara frá einu verki til þess næsta, og hvert og eitt verk er leikið á viðeigandi stað.“ Leikararnir sem taka þátt í upp­ færslunum eru þau Sólveig Guð­ mundsdóttir, Oddur Júlíusson, Hall­ grímur Ólafsson, Kristbjörg Kjeld, Hjalti Rúnar Jónsson, Árni Bein­ teinn Árnason, Bjarni Snæbjörnsson, María Heba Þorkelsdóttir, Thelma Marín Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þor­ valdsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Þorleifur Einarsson og leikstjóri Gréta Kristín Ómarsdóttir. Rölt á milli verka Salka segir Dramafronten hafa langað til þess að víkka út þetta verkefni sem hefur gengið ákaf­ lega vel í Danmörku. „Þau fóru því í að hafa samband við mögulega samstarfsaðila í fjórum Norður­ landanna; Íslandi, Danmörku, Nor­ egi og Svíþjóð og stefndu fjórum leikskáldum frá hverju landi til Borgundarhólms síðasta sumar. Með mér fóru Huldar Breiðfjörð, Sigurbjörg Þrastardóttir og Kristín Ómarsdóttir og við vorum þarna að skrifa og hugsa með alls sextán leikskáldum. Þarna var okkur skipt niður í fjóra hópa og skipt niður á löndin. Ég er í íslenska hópnum og það er hópurinn sem er að sýna hérna um helgina. Þetta eru mjög flott leikskáld sem eru hérna með mér, þau Amelie Olsen frá Danmörku, Fredrik Bratt­ berg frá Noregi og Anders Duus frá Svíþjóð. Fredrik er til að mynda búinn að vinna hreinlega allt sem hægt er að vinna eða vera tilnefndur til í Noregi.“ Formið á sýningunni á laugar­ dagskvöldið eru eins og á öðrum sýningum Dramafronten. „Það er farið af stað frá Tjarnarbíói en þetta er ekki mikil ganga, þetta er svona rölt á milli staða, því við erum í ákveðnum radíus eiginlega í kringum Tjörnina. Þetta er ýmist inni eða úti þannig að það er viss­ ara að klæða sig svona sæmilega eftir veðri. Hvert og eitt verk er svo um tólf til fimmtán mínútur. Áhorf­ endum verður skipt í hópa og ágætt að hafa í huga að þó að verkin séu samhangandi þá skiptir engu máli í hvaða röð þú sérð þau vegna þess að þau gerast öll á sama tíma. Allt fer fram á íslensku því ég er búin að þýða hin verkin þannig að þetta er í raun mjög einfalt og aðgengilegt leikhús.“ Mikill innblástur Það er tæpast hægt að halda því fram að það séu fjölbreyttir starfsmögu­ leikar fyrir íslensk leikskáld og Salka segir að óneitanlega sé einangrun á Íslandi umtalsverð. „Það er sannköll­ uð gjöf að vera með í verkefni á borð við þetta. Tilgangurinn hjá Drama­ fronten er líka að tengja þetta fólk saman. Þetta er fólk sem er að vinna sem leikskáld um öll Norðurlöndin og svo verður okkur öllum hóað saman í Kaupmannahöfn í júní og þá verða öll sextán verkin sýnd en með sama hætti og hér heima.“ Salka segir að það veiti mikinn innblástur að sjá hvað er að gerast annars staðar á Norðurlöndum. „Maður les auðvitað og reynir að fylgjast með eins og maður getur en maður á sjaldan í beinu samtali við kollega nema á einhverjum hátíðum en það er öðruvísi. Þetta er mark­ vissara og maður finnur sér mögu­ lega fólk sem maður vill vinna meira með og svo er líka góður lærdómur í því hvernig að þessu er staðið. Það er eitthvað sem við þurfum að læra hérna að þetta þarf ekki alltaf að vera einhver risastór uppfærsla. Það er hægt að gera þetta svona. Alvöru Þetta er hlaðborð með norrænni samtímaleikritun Á laugardagskvöldið verða sýnd fjögur ný örleikrit eftir jafn mörg skáld frá fjórum Norðurlandanna. Leikskáldið Salka Guðmundsdóttir er þar á meðal og hún segir verkefnið vera gefandi tækifæri. ÞaNNiG að í rauN eru Þetta fjórar mjöG óLíkar aðStæður oG SöGur Sem eiGa Samt ÞeSSa teNGiNGu SameiGiNLeGa. Salka Guðmundsdóttir segir Dramafronten hafa langað til þess að víkka út þetta verkefni sem hefur gengið ákaflega vel í Danmörku. fRéttablaðið/eyþóR Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 2 . m a í 2 0 1 7 F Ö S T U D a G U R30 m e n n i n G ∙ F R É T T a B L a ð i ð menning 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :5 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 6 -5 7 D 4 1 D 1 6 -5 6 9 8 1 D 1 6 -5 5 5 C 1 D 1 6 -5 4 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 1 5 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.