Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 16
Ég skrapp um daginn upp í Bryggjuhverfi. Bygging 300 nýrra íbúða í skemmtilega lit­ ríkum húsum í hverfinu er langt komin og fólk flutt inn í nokkur húsanna. Drög að nýju deiliskipu­ lagi þar fyrir vestan, á hluta af svæði Björgunar, gera ráð fyrir allt að 900 íbúðum. Ég gekk upp á heilmikla mön sem skilur íbúðarhverfið og athafnasvæði Björgunar að og virti fyrir mér lygnan Grafavoginn, gamla sjávarkletta, sandhrúgur og steypu­ síló. Mönin mun brátt hverfa og Bryggjuhverfið verður með tíð og tíma hluti af mikilli byggð við Elliða­ árósa og Ártúnshöfða. Á þessu svæði í heild sinni gætu risið um 4.500 íbúðir. Hinum megin við Elliðaárnar er svokölluð Vogabyggð. Þar verða á næstu árum byggðar um 1.000 íbúðir. Stærsti áfangi Vogaskipulagsins hlaut um daginn skipulagsverðlaun ársins 2016. Framkvæmdir eru í þann veg­ inn að hefjast þar. 5.000 íbúðir Það er mikið að gerast í Reykjavík þessa dagana og misserin. Nú liggur fyrir samþykkt og lögbundið deili­ skipulag fyrir rúmlega 5.000 íbúðir á byggingarsvæðum í borginni. Framkvæmdir eru hafnar á bygg­ ingarsvæðum með 2.577 íbúðum. Eitt mesta uppbyggingarskeið í sögu Reykjavíkur er hafið. Deiliskipu­ lagsvinnan tryggir að uppbyggingin verður í takt við vandað aðalskipu­ lag borgarinnar og skýra stefnu um þétta og vistvæna borg. Þeir sem eru á ferð um borgina sjá þetta með eigin augum á hverjum einasta degi. Ákkúrat núna í mars­ byrjun 2017 er húsnæðissamvinnu­ félagið Búseti að klára rúmlega 200 íbúðir við Smiðjuholt, Félagsstofnun stúdenta vígði 103 stúdentaíbúðir við Brautarholt rétt fyrir jól og um 80 íbúðir eru í byggingu á Höfða­ torgi. Byrjað er að byggja 200 íbúðir við Hverfisgötu og um 70 íbúðir við svokallað Hafnartorg. Á gamla Lýsis­ reitnum vestur í bæ eru 130 íbúðir að klárast og bygging 176 íbúða í Vest­ urbugt mun hefjast á þessu ári. Hafin er uppbygging á stórri lóð Ríkisút­ varpsins. Þar verða byggðar um 360 íbúðir. Og það blasir við öllum sem fara um Bústaðaveg og Hringbraut að stórfelld uppbygging er hafin við Hlíðarenda. Þar er gert ráð fyrir að minnsta kosti 600 íbúðum. Að öllum líkindum hefst uppbygging á 300 íbúðum á Kirkjusandsreit á þessu ári. Sama má segja um byggingu 220 stúdentaíbúða á Vísindagarðareit við Háskóla Íslands. Auk þess liggja fyrir drög að skipulagi sem gerir ráð fyrir að um 500 nýjar íbúðir verði til á næstu árum í Úlfarsárdalnum. Fyrirheit um öryggi og skjól Borgaryfirvöld hafa lagt ríka áherslu á að íbúðir í uppbyggingu verði fjöl­ breytilegar að stærð svo þær henti sem flestum. Á stórum byggingar­ svæðum hefur borgin náð fram þeim samningsmarkmiðum sínum að 25% íbúðanna verði leiguíbúðir til að tryggja enn betur fjölbreytni á húsnæðismarkaðnum. Einnig hefur verið lögð áhersla á samstarf við byggingarfélög sem eru ekki hagn­ aðardrifin, svo sem Búseta, Félags­ stofnun stúdenta, Byggingarfélag námsmanna og Samtök aldraðra. Þá hefur verið skrifað undir viljayfir­ lýsingu um uppbyggingu 1000 íbúða á vegum Alþýðusambands Íslands í Reykjavík. Í orðinu húsnæði felst fyr­ irheit um öryggi og skjól. Húsnæðis­ málin eru eitt stærsta viðfangsefni Reykjavíkurborgar. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík Hjálmar Sveinson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur Fyrst þetta: Frelsi er bara orð, hugmynd – eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falla málamiðlun. Meira að segja mál­ frelsið er takmarkað – orð mega ekki meiða. Við búum í samfélagi sem er haldið saman af lögum og reglu. Við megum hvorki keyra eins hratt og okkur sýnist né undir áhrifum vímuefna, svo dæmi sé tekið. Megum í rauninni gera ansi fátt, nema þá innan ramma laga og hefða. Ef einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sér­ verslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir. Svo þetta: Áfengi er ekki bara hver önnur vara. Ef áfengið hefði verið fundið upp í gær væri það örugglega bannað. Það vita allir. Ef ekki væri fyrir hefðina og útbreiðsluna – vin­ sældirnar – væri þessi vímugjafi ekki seldur í nokkurri verslun. Áfengi er ávanabindandi og veldur alls konar skaða, beinum og óbeinum. Það er hættulegt efni en við leyfum það samt. Við seljum það í sérverslunum í eigu Ríkisins, sama Ríkis og rekur heilbrigðiskerfið sem tekur meðal annars við því fólki sem á um sárt að binda, á líkama og sálu, vegna áfengisneyslu. Ríkið selur eitrið en ber líka ábyrgð á afleiðingum sölunnar, svona upp að ákveðnu marki. Líka þetta: Það eru ekki margir kaupmenn á Íslandi. Raunveru­ legir kaupmenn, svona karlar og konur í bláum sloppum sem reka hverfisverslanir, eru varla til. Það er eiginlega bara einn „kaupmaður” á Íslandi, samsteypa sem rekur margar stórverslanir. Ef sala áfengis verður gefin frjáls munu stórmark­ aðir selja langmest af því, fyrir um það bil 15 milljarða á ári, er varlega áætlað – líklega verður talan hærri. Svo eru nokkrir stórir „kaupmenn” til viðbótar sem allir munu líka selja áfengi. Það mun enginn velja það að selja ekki áfengi – það er eftir of miklu að slægjast. En kaupmenn­ irnir, hverjir sem þeir eru, munu ekki taka ábyrgð á afleiðingum vörunnar sem þeir selja. Þeir reka ekki heilbrigðiskerfið og kemur það ekki við. Skatturinn af áfenginu fer í heilbrigðiskerfið, segir einhver. Jæja, er það? Fer bensínskatturinn í vegagerð, er það öruggt? Og duga svo þessir skattar til, einir og sér? Að lokum þetta: Ég hef bæði drukkið áfengi og kosið að sleppa því. Ég þekki báða lífsstílana. En ég hef aldrei verið hófdrykkjumaður, og áfengisfrumvarpið er auðvitað lagt fram af hófdrykkjufólki fyrir hófdrykkjufólk, svo að þetta sama hófdrykkjufólk þurfi ekki að fara í sérverslanir í eigu okkar allra. Frelsi stórkaupmannsins?  En segjum sem svo að ég sé hóf­ drykkjumaður. Hvað þýðir það? Ég drekk þá kannski eitt rauðvínsglas á dag, segjum eina flösku á viku. Það er líklega hóflegt. Eða einn bjór á dag, segjum kassa á mánuði. Það er kannski hóflegt en varla hollt. En jæja. Ég gæti þá farið í Ríkið einu sinni í mánuði og keypt annað­ hvort fjórar rauðvínsflöskur eða einn kassa af bjór. Mér finnst þetta ekki beint hóflegt en höfum það þannig. Er þetta mikil fyrirhöfn? Nei, sérstaklega ekki þar sem hófd­ rykkjumaður eins og ég er einnig smekkmaður sem gerir kröfur. Þegar mig langar í góða steik, stóran humar eða gæðaost, þá fer ég hvorki í Bónus né Hagkaup. Ég fer í kjötbúð, í fiskbúð og í ostabúð, því þar eru gæði fyrir mann eins og mig. Ég tel þetta ekki eftir mér, ekki frekar en mér finnst eitthvað stór­ mál að fara í apótek eða bakarí af og til. En ef það er svona lítið mál að vera hófdrykkjumaður, fyrir hvern er þá áfengisfrumvarpið? Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérverslunum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stór­ kaupmannsins til að græða meiri peninga? Og frelsi auglýsenda til að fegra vímuefni, skapa glansmynd og slá ryki í augu neytenda frá blautu barnsbeini? Frelsi til sölu Stefán Máni rithöfundur Ef beiðni Klíníkurinnar í Ármúla um opnun á fimm daga legudeild verður sam­ þykkt, stefnir í eðlisbreytingu á fjár­ mögnun heilbrigðisþjónustunnar líkt og gerst hefur í Bretlandi. En þar hafa „almennir“ fjárfestar m.a. fjármagnað sjúkrahúsrekstur síðan 1991. Með þeirri breytingu jókst krafa um kostnaðaraðhald og hærri arðgreiðslur með þeim afleiðingum að gæðum heilbrigðisþjónustunnar í Bretlandi hrakaði svo um munaði. Því má spyrja hvort búast megi við að sömu kröfur komi fram meðal eigenda/fjárfesta Klíníkurinnar í Ármúla. Gangi þessi þróun eftir er veruleg hætta á að einkasjúkrahús hér á landi verði fjármögnuð til að mynda með lánum frá erlendum aflands­ félögum. Margt bendir til að vextir verði líkt og „Norðuráls vextir“ hér á landi. Hagnaður fyrirtækja verði lítill vegna vaxta og greiðslna afborgana lána til móðurfyrirtækja sem eru oft aflandsfélög í lágvaxtalöndum. Skattgreiðslur verða því í lágmarki. Væntingar um gróða eru athafna­ hvetjandi meðal margra, en brýnt er að gróðalöngun meðal trúnaðar­ manna almennings stjórni ekki alfarið. Undanfarna áratugi hafa hér á landi tíðkast svokallaðir „verktaka­ samningar“ við sérfræðilækna sem eru vel viðráðanlegir og ógna ekki skipulagi heilbrigðisþjónustunnar, ef ákveðnum skilyrðum er fram­ fylgt eins og að þjónustusamningar eru gerðir við ríkið, eftirlitsaðilar upplýstir og lengra ekki gengið með frjálsan rekstur eins og gerðist í Bret­ landi. Það er engin þörf á að breyta núverandi fyrirkomulagi einka­ rekstrar í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Það sama er ekki hægt að segja um þróun heilbrigðisþjónustu í Bret­ landi í kjölfar einkavæðingarinnar sem hófst upp úr 1991. Eðlisbreyting á fjármögnun heilbrigðisþjónustu? Ólafur Ólafsson læknir Og ef það er svona mikill glæpur að Ríkið eigi nokkrar sérverslanir, því ekki að einkavæða þær og selja áfengið bara áfram í sérversl- unum? Snýst þetta kannski allt saman um frelsi stór- kaupmannsins til að græða meiri peninga? Staðreyndin er sú að þrátt fyrir allar þessar flökkusög- ur hefur Valitor ekki fengið nein skjalfest dæmi, hvorki hér á landi né annars staðar, um að óprúttnir aðilar hafi svikið fé af greiðslukorti með snertilausri virkni á meðan kortið er í vörslu korthafa. Margt bendir til að vextir verði líkt og „Norðuráls vextir“ hér á landi. Greiðslukort eru og hafa alltaf verið í stöðugri þróun þar sem leitast er við að gera notkun þeirra í senn öruggari, þægilegri og fljótlegri. Notkun greiðslukorta með snertilausri virkni hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi á síðustu mánuðum rétt eins og annars staðar í Evrópu. Tæknin byggir á að örgjörvi kortsins á þráðlaus samskipti við posa. Þannig er hægt að greiða fyrir vöru og þjónustu þegar um lágar upphæðir er að ræða með því að bera kortið upp að posa án snertingar og pin­númers. Hámark upphæðar á hverja snertilausa færslu er innbyggt í kerfið kr. 5.000 og samanlagt hámark einnig, kr. 10.500. Þegar öðru hvoru hámarkinu er náð verður að staðfesta næstu greiðslu með pinni til að hægt sé að nota snertilausa virkni á nýjan leik. Þetta er gert til að lágmarka tjón af sviksamlegum færslum ef korti er stolið. Eftir sem áður er það mjög mikilvægt að korthafi gæti vel að korti sínu og tilkynni það tafarlaust, glati hann kortinu eða því hafi verið stolið. Í Danmörku hófst innleiðingin árið 2015 og eru Danir nú í hópi þeirra þjóða þar sem snertilausar greiðslur eru hvað tíðastar. Í lok síð­ asta árs var staðan orðin sú að tvær af hverjum þremur færslum er námu lægri upphæð en 200 dönskum krón­ um voru snertilausar. Svipaða sögu er að segja frá Bretlandi og má nefna að daglega eru hátt í tvær milljónir fargjalda greiddar með snertilausum hætti í almenningssamgöngukerfi Lundúna. Þrátt fyrir að öryggi þessa greiðslu­ máta sé óumdeilt ganga um vefinn nokkrar alþjóðlegar flökkusögur sem byggja á rangfærslum. Kortaupplýsingar ekki í hættu Ein algengasta útgáfan af flökku­ sögunni um snertilaus kort er sú að glæpamenn gangi um með sérstaka skanna, sem notaðir eru til að ryksuga upp upplýsingar um greiðslukort frá nærstöddum og nýti til að búa til fals­ að kort eða svíkja út færslu af kortinu. Þessi flökkusaga stenst ekki skoðun. Í fyrsta lagi þarf fjarlægðin milli korts og posa að vera innan við u.þ.b. þrjá sentimetra til að posi geti lesið kortið. Í öðru lagi er einungis hægt að lesa úr örgjörvanum sömu upplýsingar og sjá má framan á kortinu, sem eru; nafn korthafa, kortnúmer og gildis­ tími. Þær duga ekki í öruggum við­ skiptum á netinu, eða til að framleiða falsað kort og eru því gagnslitlar einar og sér. Öryggisupplýsingar á borð við pinnið eða CVC­númerið eru dulkóð­ aðar og er ekki hægt að ná úr örgjörv­ anum. Ef söluaðili tekur við færslu án þessara öryggiskrafna er hann sjálfur ábyrgur fyrir öllum sviksamlegum færslum. Í þriðja lagi þyrfti þjófurinn í flökkusögunni að vera með samn­ ing um færsluhirðingu, eins og hver annar kaupmaður, ef hann ætti fræði­ lega að geta tekið út af korti. Mjög strangar reglur og eftirlit er með aðil­ um sem teknir eru í færsluhirðingu og mjög ólíklegt að aðilar sem ætli sér að stunda sviksamlega starfsemi eins og að framan er lýst fái til þess heimild. Korthafar þurfa ekki sérstök sner- tilaus veski Það er líka útbreidd flökkusaga að nauðsynlegt sé að geyma snertilaus kort í sérstökum veskjum er eiga að koma í veg fyrir að hægt sé að lesa upplýsingar af kortunum. Því miður virðist þessi flökkusaga eins og aðrar fyrst og fremst hafa þann til­ gang að hræða korthafa og vekja upp áhyggjur. Af þeim ástæðum sem hér að framan hafa verið raktar eru þær áhyggjur, rétt eins og sérstaka veskið algjörlega óþarfar. Engin dæmi um svik Staðreyndin er sú að þrátt fyrir allar þessar flökkusögur hefur Valitor ekki fengið nein skjalfest dæmi, hvorki hér á landi né annars staðar, um að óprúttnir aðilar hafi svikið fé af greiðslukorti með snertilausri virkni á meðan kortið er í vörslu korthafa. Margra ára reynsla er af notkun sner­ tilausra korta í löndunum í kringum okkur og öryggi þeirra er óumdeilt. Kortanúmeraþjófurinn með skjala­ töskuna sem gengur um og safnar upplýsingum til að afrita kort er ekki til. Flökkusögur og rangfærslur um snertilaus greiðslukort Bergsveinn Sampsted, framkvæmda- stjóri kortaút- gáfusviðs Valitors 3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -D 1 0 4 1 D 1 3 -C F C 8 1 D 1 3 -C E 8 C 1 D 1 3 -C D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.