Fréttablaðið - 03.03.2017, Side 30

Fréttablaðið - 03.03.2017, Side 30
„Tryggingar veita þér og þínum fjárhagslegt öryggi og hugarró sem felst í því að hafa öryggisnet þegar áföllin dynja á,“ segir Hafsteinn Esekíel Hafsteinsson, sölu- og þjónustustjóri hjá Sjóvá. MYND/VILHELM Fasteignatrygging bætir ýmiss konar tjón sem íbúðareigandi getur orðið fyrir, t.d. ef vatn flæðir úr leiðslum og skemmir gólfefni eða innréttingar. Fjölskyldutrygging tryggir m.a. innbúið þitt, sem eru þeir munir sem þú tekur þegar flutt er. Þegar fyrsta fasteign er keypt er mikilvægt að huga vel að trygg- ingamálum. Þar skiptir persónu- leg og fagleg þjónusta mjög miklu máli. Hér svarar Hafsteinn Ese- kíel Hafsteinsson, sölu- og þjón- ustustjóri hjá Sjóvá, nokkrum al- gengum spurningum er snúa að fyrstu kaupum á fasteign. Tryggingar virka flóknar og margir vita ekki hvað er innifalið í hverri tryggingu. Getur þú sagt okkur í einföldu máli hvað er á bak við hverja tryggingu? Í einföldu máli má segja að sjúkdómatryggingar séu til þess fallnar að tryggja fjárhagslegt öryggi þitt ef þú veikist alvar- lega eða slasast. Líftrygging er síðan bakland þinna nánustu ef þú skyldir falla frá á meðan Barna- trygging er til þess að vernda framtíðaröryggi barna þinna. Fjölskyldutrygging tryggir inn- búið sem þú átt og heimilisfólk fyrir tjóni á eigum og fyrir slys- um í frítíma. Þegar við tölum um innbú er átt við þá muni sem þú tekur með þér þegar þú flytur. Fyrir fasteignina bjóðum við brunatryggingu sem er skylda að kaupa samkvæmt lögum. Til við- bótar ættir þú að kaupa fasteigna- tryggingu sem bætir tjón á eign- inni ef t.d. vatn flæðir úr leiðslum og skemmir gólfefni eða innrétt- ingar. Nú tala margir um að þeir fái aldrei neitt úr tryggingum sínum. En hvað er fólk raunveru- lega að kaupa með tryggingum? Jú, það er rétt að mörgum finnst þeir ekki fá mikið fyrir pening- ana þegar þeir kaupa tryggingar. Tryggingar veita þér og þínum fjárhagslegt öryggi og hugarró sem felst í því að hafa öryggisnet þegar áföllin dynja á. Trygging- ar eru þó í raun vara sem við vilj- um helst ekki nota. Ef þú þarft að leita til tryggingafélagsins er það oftast í kjölfar óhapps, slysa eða einhvers konar tjóns og hver vill upplifa það? En við gerum okkar besta til að taka vel á móti þér og við bætum fólki tjón sitt að fullu í meira en 90% tilfella. Við vitum hvað tryggingar skipta fólk miklu máli þegar á reynir og þess vegna er það okkur kappsmál að keppast við að fólk sé rétt tryggt. Hvaða tryggingar þarf ég þegar ég hef keypt mína fyrstu íbúð? Fyrir utan tryggingarnar sem ég nefndi áður, þ.e. fjölskyldu- og fasteignatryggingar, er nauðsyn- legt að huga að líf- og sjúkdóma- tryggingum. Sá sem kaupir sína fyrstu íbúð eða annars konar fast- eign skuldbindur sig til fjölda ára. Viðkomandi þarf því að tryggja fjárhagslegt öryggi sitt ef eitt- hvað skyldi koma upp á. Fjárhagslegt öryggi – hvað ber að hafa í huga? Það er sjálfsagt að allir þekki sinn rétt. Ef þú ert launþegi, þ.e. vinnur hjá öðrum, skaltu kanna hjá stéttarfélaginu þínu og lífeyr- issjóði hvaða réttindi þú átt ef þú veikist alvarlega eða slasast. Þau réttindi bæta sjaldnast tekjutap að fullu. Þar koma tryggingar- félögin inn og er því rétt að leita til þeirra og fá þar ráðgjöf um tryggingar sem þú getur keypt til viðbótar. Við mælum með að allir sem hafa fjárhagslegar skuld- bindingar og sjá fyrir öðrum byrji á því að kaupa líf- og sjúk­ dómatryggingar. Ef þú ert sjálfstæður atvinnu- rekandi þarft þú að huga sérstak- lega að sjúkra- og slysatrygging- um sem gilda bæði í vinnu og frí- tíma. Við getum hjálpað þér við að finna út hvaða tryggingar henta þér best. Fasteign, bruni og innbú Mikilvægt er, þegar íbúð er keypt í fjölbýli, að kanna hvort hús- félagið sé með sameiginlega fast- eignatryggingu. Fasteignatrygg- ing er valkvæð og greiðir bætur vegna tjóna á föstum innrétting- um og gólfefnum sem skemmast, t.d af völdum vatns úr leiðslum og innbrots. Hún innifelur líka glertryggingu og foktryggingu svo eitthvað sé nefnt. Fjölskyldu- trygging innifelur innbústrygg- ingu sem tryggir húsgögn og lausamuni sem skemmast t.d. í vatnstjóni eða innbroti. Þannig að ef við ættum að setja þetta upp í verkefnalista þá myndi hann líta svona út: Kaup á fasteign l Fasteignatrygging l Líf- og sjúkdómatrygging fyrir fjölskyldumeðlimi sem eru 18 ára og eldri og barnatrygging fyrir börnin l Fjölskyldutrygging sem tryggir innbúið og fjölskylduna l Athuga eldvarnarbúnað og inn- brotavarnir Ég hvet því alla sem eru að fjár- festa eða að íhuga að fjárfesta í eign að fara vel yfir öll sín trygg- ingamál og ganga úr skugga um að ef komi eitthvað upp á, þá sé trygging til staðar svo tjónið bitni ekki á heimilinu. Allar nánari upplýsingar má finna á www.sjova.is. Huga þarf mjög vel að tryggingum Réttar tryggingar skipta mjög miklu máli þegar fyrsta fasteign er keypt. Þær tryggingar snúa bæði að fasteigninni sjálfri en ekki síður að þeim sem hana kaupir. Sjóvá veitir persónulega og faglega þjónustu öllum þeim sem eru að íhuga kaup á sinni fyrstu fasteign. FYrSTA HEIMILIð Kynningarblað HEIMILISTrYggINgAr 3. mars 20174 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -E E A 4 1 D 1 3 -E D 6 8 1 D 1 3 -E C 2 C 1 D 1 3 -E A F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.