Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 24
Ég sá auglýsingu á LinkedIn, ýtti á hnapp og nældi í starf­ ið,“ segir Guðbjörg Jakobsdóttir, fatahönnuður hjá útivistarfyrir­ tækinu Arcteryx í Vancouver í Kanada. Hún segist hafa fundið draumastarfið sitt og hefur fjöl­ skyldan verið búsett í Vancouver síðustu tvö árin. Guðbjörg lærði fatahönnun við Listaháskóla Íslands en hafði þó ekki endilega séð fyrir sér að verða fatahönnuður. Hissa að fataHönnun væri starf „Ég byrjaði á hálfgerðum villi­ götum, hafði ekki dottið í hug að fatahönnun gæti verið eitthvað fyrir mig. Ég man meira að segja vel þegar ég kynntist fatahönn­ uði í fyrsta sinn,“ rifjar Guðbjörg upp en hún aðstoðaði Filippíu Elí­ asdóttur fatahönnuð við búninga fyrir stuttmynd. „Ég varð svakalega hissa á að það væri hreinlega hægt að vinna við slíkt á Íslandi. Einhvern veg­ inn vissi ég ekki að föt væru fram­ leidd annars staðar en á tískupöll­ unum í París og NY og fannst þetta vera í órafjarlægð frá mínum veruleika,“ segir Guðbjörg. „Ég hafði unnið sem stuðnings­ fulltrúi á sambýlum, reyndi fyrir mér í kvikmyndagerð sem síðan opnaði fyrir mér þennan nýja heim hönnunar og framleiðslu. Þegar ég hóf námið í LHÍ fannst mér ég í fyrsta skipti tilheyra einhverjum hópi fólks. Ég hafði alltaf upplifað sjálfa mig svolítið á ská en þarna smellpassaði ég í hópinn,“ segir Guðbjörg. Í æsku skipti hún oft um skóla og þegar í framhaldsskóla var komið var hún lengi að finna rétta hillu. rótleysið endaði í lHí „Ég var í Kársnesskóla, Snælands­ skóla, Grunnskóla Tálknafjarð­ ar og svo aftur í Snælandsskóla. Þegar kom að framhaldsskóla var ég í MÍ í almennu bóknámi og skíðamennsku, Iðnskólanum í Reykjavík, þar sem ég ætlaði að læra gullsmíði en slasaðist á hendi og gat ekki klárað. Svo var það aftur MÍ og þá datt mér í hug að læra líffræði eða eitthvað slíkt. Það entist ekki lengi. Að lokum var fjölskyldan alveg komin með nóg af þessu rótleysi hjá mér og bók­ staflega ýtti mér í fornám í Mynd­ lista­ og handíðaskóla Íslands. Þar loks fann ég eitthvað nær mínu sviði. Ég stefndi á myndlistarnám og reyndi alloft að komast inn í myndlistadeild LHÍ en þegar ég hafði loks vit á að sækja um í fata­ hönnun komst ég inn í fyrstu til­ raun,“ segir Guðbjörg sposk. Námið við LHÍ reyndist gæfu­ spor og starfaði Guðbjörg meðal annars við hönnun hjá útivistar­ fyrirtækinu Cintamani í fimm ár. Þaðan lá leiðin til Arcteryx sem hannar og framleiðir vörur fyrir útivistarfólk og segir Guðbjörg að þó að námið við LHÍ hafi verið afar góður undirbúningur hafi hún farið í gegnum mikinn skóla í nýju vinnunni. leiðandi í útivistarfatnaði „Ég starfa sem hönnuður hjá Arcteryx, bæði fyrir skíðafatnað og höfuðföt. Hjá Arcteryx er að „Ég byrjaði á hálfgerðum villigötum, hafði ekki dottið í hug að fatahönnun gæti verið eitthvað fyrir mig. Ég man meira að segja vel þegar ég kynntist fatahönnuði í fyrsta sinn. Ég varð svakalega hissa á að það væri hreinlega hægt að vinna við slíkt á Íslandi.“ „Ég starfa sem hönnuður hjá Arcteryx, bæði fyrir skíða- fatnað og höfuðföt.  Hjá Arcteryx er að finna gríðarlega tæknikunnáttu og handverksfólk í hæstu gæðum,“ segir Guðbjörg. mynd/Arcteryx Fölskyldan er duglega að nýta sér útivistarperlur Vancouver.Guðbjörg kann afar vel við lífið í Vancouver, verðlagið sé þægilegt, maturinn góður og fólkið ljúft eins og veðurfarið. ragnheiður tryggvadóttir heida@365.is fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. ÚtGeFAndi: 365 miðlAr | ÁbyrGðArmAður: Svanur Valgeirsson umsjónArmenn eFnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sis@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 finna gríðarlega tæknikunnáttu og handverksfólk í hæstu gæðum. Við vinnum eftir allt öðru ferli en önnur merki og erum stolt af því að hafa náð að fjöldaframleiða hand­ verkið án málamiðlana. Fyrst hasl­ aði Arcteryx sér á völl með því að gjörbylta gerð klifurbelta og ekki löngu seinna varð fyrirtækið leið­ andi í framleiðslu útivistarfatnað­ ar. Fyrirtækið er kvartaldar gam­ alt og hefur vaxið samhliða Gore­ Tex framleiðandanum og saman eru þessi fyrirtæki í fararbroddi nýjunga og gæða innan bransans. Í dag er Arcteryx þekktast fyrir GoreTex útivistarfatnað. Það var gríðarlega mikið stökk að fara frá hefðbundnu hönnunarstarfi, þar sem hönnuðir teikna upp stíla og senda fyrirmæli til verksmiðju um prótótýpugerð og bíða svo eftir að fá prufur inn í hús. Hönnuðir Arcteryx þurfa að leysa öll tæknileg vandamál og finna nýjar lausnir á framleiðslu áður en hönnunin er send út úr húsi og hér hef ég lært hvert ein­ asta smáatriði sem snertir flíkina. Þetta væri sennilega sambærilegt við tískuhúsin í París þar sem vör­ urnar eru fullgerðar í húsi. Það var líka mikill skóli að læra regluverk GoreTex til að standast veðurpróf og fá viðurkenningarstimpilinn þeirra á vöruna.“ stefndi á skíðamennsku Guðbjörg er Kópavogsbúi með sterkar rætur til Ísafjarðar. Hún stundaði skíðaíþróttina af kappi sem barn og stefndi á frækinn keppnisferil. Meiðsli bundu enda á þá drauma en hún nýtir þó hvert tækifæri til þess að heimsækja brekkurnar í Vanc ouver með fjög­ urra ára syni sínum. „Ég er Kópavogsbúi og alin þar upp mestmegnis en það býr í mér dálítill Ísfirðingur. Ég á ættir þang­ að að rekja, föðurmegin, og bjó þar í þó nokkur ár eftir grunnskóla til tvítugs. Ég fór fyrst til Ísafjarðar til að geta einbeitt mér að skíða­ mennskunni en ég æfði skíði og keppti fyrir ÍR sem unglingur. Þar var boðið upp á framhaldsskólanám sem var sniðið að þörfum keppn­ iskrakka og ég fór að æfa með ís­ firsku krökkunum. Í lok fyrsta vetrar féll snjóflóð á skíðasvæðið og þar með enduðu þau áform. Næsta vetur bjó ég í Reykja­ vík en þar gat ég heldur ekki æft og keppt því ég slasaðist lítils vegar um haustið og svo ætlaði ég aldeilis að taka á því um vorönnina. Ég datt hins vegar á fyrstu æfingunni og slasaðist frekar illa á baki. Þar var keppnisferillinn á enda,“ segir Guð­ björg. Útivistarmanneskjan blund­ ar þó sterkt í henni. „Ég er bókstaflega alin upp á skíðasvæðinu í Hamragili og fer núna með einkasoninn á skíði um helgar. Vancouver er algjör úti­ vistarparadís og við eyðum frítím­ anum okkar mestmegnis úti, hvort sem það er á skíðum, í gönguferð­ um, heimsóknum á ströndinna eða kajakferðum og hjólreiðum. Við erum þrjú búsett í Vanco­ uver; ég, maðurinn minn og sonur okkar en á sumrin og um jól bæt­ ist við dóttir okkar sem býr hjá mömmu sinni á Íslandi yfir skóla­ árið. Þá er fjölskyldan fullkomnuð og við njótum þess að vera saman. Við erum fjölskyldumiðuð í flestu sem við gerum enda eru æskuár barnanna stutt og við viljum njóta þessa tíma með þeim eins mikið og hægt er,“ segir Guðbjörg. Fjölskyldan kann afar vel við sig í Vancouver. Fólkið þar er vinalegt, svo vinalegt að hún saknar stund­ um hamagangsins sem getur ein­ kennt Íslendinga. fólkið milt eins og veðrið „Vancouver er einstök borg í Kan­ ada. Hún stingur svolítið í stúf en fólkið hér er ákaflega þægilegt og viðmótsljúft eins og Kanadabúar eru upp til hópa. Það er kannski ekki auðvelt að henda reiður á hvað það er sem gerir hana öðru­ vísi. Kannski það að borgin byggð­ ist fyrst af innfæddum og Asíu­ búum og hefur vaxið gríðarlega hratt síðan um miðja síðustu öld. Hér er fólk alls staðar að en sér­ lega hátt hlutfall af fólki frá Kína og Kóreu. Í flestum borgum í Kanada er franska annað mál á skiltum og pappírum en í sumum hverfum hér er mandarín númer tvö. Annars búum við í Norður­ Vancouver þar sem stór hópur flóttafólks frá Íran settist að þegar klerkastéttin tók yfir og þetta er klárlega langbesta hverfið að búa í. Við getum keypt dásam­ legan persneskan mat í hverfinu: baklava, hummus, sangak­brauð, döðlur og ferskar pistasíuhnetur eru algjör dásemd,“ segir Guð­ björg og ekki skemmi verðlagið fyrir. „Vancouver er algjör gourmet­ borg þar sem hægt er að nálgast góðan mat frá öllum heimshorn­ um, mun ódýrari en á Íslandi. Leigan þykir reyndar fáránlega dýr þótt hún sé á pari við Ísland en barnagæslan hér er ekki greidd niður svo að það er ekki á allra færi að borga leikskólagjöldin. Það var algjört sjokk fyrir okkur að borga um það bil hundrað þúsund krónum meira í leikskólakostnað. Veðurfarið hér er mjög milt, bærir varla vind og það rignir mikið á veturna. Fólkið hér er í stíl við veðurfarið, rólegt og afslappað. Stundum sakna ég roksins og kraftsins í íslensku þjóðinni. Það eru alltaf meiri læti og kjarkur í okkur,“ segir Guðbjörg. „Annars sakna ég þess sérstaklega að rek­ ast á kunningja á förnum vegi og þess að fara á tónleika.“ 3 . m a r s 2 0 1 7 F Ö s T U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 4 -1 B 1 4 1 D 1 4 -1 9 D 8 1 D 1 4 -1 8 9 C 1 D 1 4 -1 7 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.