Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 21
Fótbolti Stelpurnar okkar í kvenna- landsliðinu í fótbolta mæta Japan í öðrum leik liðsins á Algarve-mótinu í fótbolta klukkan 14.45 en leiknum verður lýst beint á Vísi. Ísland er með eitt stig í B-riðlinum eftir sterkt jafn- tefli við firnasterkt lið Noregs þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gaf óreyndari leikmönnum tækifæri. Japan er einnig ógnarsterkt en það spilaði til úrslita á HM 2015 í Kanada og varð heimsmeistari fjórum árum áður. Ísland og Japan hafa einu sinni mæst en það var einmitt á Algarve- mótinu fyrir tveimur árum. Þá höfðu þær japönsku 2-0 sigur. Stelpurnar okkar munu spila 3-5-2 leikkerfið í dag sem Freyr Alexand- ersson landsliðsþjálfari prófaði fyrst á móti í Kína fyrir áramót. „Þetta leikkerfi gekk vel þar að mörgu leyti á meðan við höfðum orku í það. Það var rakt loft í Kína og mér fannst liðið þreytt á þessum tíma. Það hélt vel á meðan við vorum með ferska fætur,“ sagði Freyr við íþrótta- deild fyrir mótið. Landsliðsþjálfarinn vildi eiga aðra leikaðferð á lager til að geta til dæmis notað á Evrópumótinu í Hollandi í sumar. Það gæti ráðist í dag hvort þetta kerfi verði yfir höfuð notað til frambúðar eða ekki. „Ég mun prófa það aftur og mun, eftir að hafa greint leikina, breyta tæknilegum útfærslum. Við munum prófa það á móti Japan þannig að það verður spennandi að sjá hvort við förum lengra með það eða látum staðar numið eftir Algarve,“ sagði Freyr. Íslenska liðið þurfti að fá undan- þágu hjá mótshöldurum til að gera breytingu á liðinu vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Guðmunda Brynja Óladóttir hefur verið kölluð inn fyrir Akureyringinn sem meiddist illa gegn Noregi og verður ekki meira með á mótinu. - tom Mögulegt lokapróf stelpnanna í 3-5-2 Sandra María Jessen verður ekki meira með. Fréttablaðið/VilhelM Á morgun, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar, Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt það nýjasta sem við bjóðum. Má þar nefna splunkunýjar uppþvottavélar frá Siemens og Bosch með til að mynda alveg einstakri Zeolith®- þurrkun, sem þurrkar allt eins og best verður á kosið, líka plastið. Síðan erum við alveg sérlega hrifin af nýja 60° C hraðkerfinu þar sem þvotturinn tekur aðeins 60 mínútur með þessum fína árangri. Svo skuluð þið alveg endilega skoða bakstursofnana með brennslusjálfhreinsun sem fengu nýlega hæstu einkunn hjá sænska neytendablaðinu Testfakta. Nú fá burstinn og hreinsiklúturinn að hvíla sig því að sjálfhreinsunin sér um öll þrif. Siemens hefur framleitt ofna með brennslusjálfhreinsun í 47 ár eða síðan 1970. Er ekki kominn tími til að hætta að skrúbba ofninn? Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veitum afslátt af öllum vörum sem ekki eru á Tækifærisverði. Komið og njótið dagsins með okkur! Kíktu á nýja Tækifærisbæklinginn okkar! Sölu- s ý n i n g Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Tæki fæ ri Kælitæki / Uppþvottav élar / Eldun artæki / Þv ottavélar o g þurrkarar / Ljós / Sím tæki / Ryks ugur / Kaffi vélar / Smá tæki Það verða Tækifæris dagar hjá o kkur í mar s. Glæsileg t úrval Siemens o g Bosch he imilistækja í eldhús o g þvottahe rbergi. Sum þeirra eru nú á T ækifærisv erði. Einnig ver ður sölusý ning í vers lun okkar l augardagi nn 4. mars . Þann dag veitum við afslátt af ö llum vörum sem ekki eru þegar á afslætti. Opið frá kl . 10 til 16. Nóatúni 4 • Sími 52 0 3000 www.smi nor.is Fótbolti Jóhann Berg Guðmunds- son verður ekki í leikmannahópi Burnley fyrir leik liðsins gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swan- sea um helgina. Jóhann Berg er að glíma við vöðvameiðsli í læri sem hann varð fyrir í bikarleik Burnley gegn Lincoln í síðasta mánuði. Hann hefur þó ekki spilað deildarleik síðan 2. janúar er Burnley tapaði fyrir Manchester City, 2-1. Óvíst er hvort Jóhann Berg verður klár í slaginn þegar Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 þann 24. mars. Leikur Burnley og Swansea fer fram á laugardaginn kl 15.00 og verður Gylfi Þór Sigurðsson á sínum stað í leikmannahópi síðarnefnda liðsins, sem er nú tveimur stigum frá fallsæti. Burnley er í ellefta sæti deildarinnar, sjö stigum á undan Swansea. – esá Jóhann Berg enn úr leik Jóhann berg í leik með burnley. Fréttablaðið/Getty Handbolti Hafdís Renötudóttir, markvörður Stjörnunnar, er eini nýliðinn í landsliðshópi Axels Stefánssonar sem hann valdi fyrir æfingaferð landsliðsins til Hollands. Ísland spilar þar tvo leiki, 17. og 18. mars, við geysisterkt lið Hollands. Hafdís sló í gegn á nýliðinni bikar- helgi í handbolta er hún átti stórleik í úrslitaleiknum gegn Fram. Sunna Jónsdóttir gat ekki gefið kost á sér í verkefnið vegna meiðsla og þá mun Lovísa Thompson spila með U-19 landsliðinu í undan- keppni EM á sama tíma. – esá Bikarhetjan í landsliðið hafdís renötudóttir fagnar um síðustu helgi. Fréttablaðið/andri Marinó s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 21F Ö s t U d a G U r 3 . m a r s 2 0 1 7 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 4 -0 2 6 4 1 D 1 4 -0 1 2 8 1 D 1 3 -F F E C 1 D 1 3 -F E B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.