Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 4
... fæst í næsta apóteki og helstu stórmörkuðum Mundir þú eftir að bursta og skola í morgun? GUM eru hágæða tannvörur – allar upplýsingar á www.icecare.is tannlæ knar mæla m eð GUM tannvö rum RÚSSLAND Sex rússneskir diplómat- ar hafa látið lífið á skömmum tíma. Samsæriskenningar hafa farið á flug vegna dauðsfallanna en sumir telja ótrúlegt að um tilviljun sé að ræða. Vitaly Churkin, fastafulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjónuðum, lést í síðustu viku eftir að hafa veikst skyndilega á leið til vinnu. Í upp- hafi var talið að hann hefði fengið hjartaáfall en krufning leiddi í ljós að dánarorsök var önnur. Í janúar létust sendiherra Rúss- lands í Indlandi, konsúllinn í Aþenu og í nóvember lést annar rússneskur erindreki í New York. Allir létust snögglega eftir óvænt veikindi. Dauðsföll síðustu tveggja erind- rekanna voru öllu ofbeldisfyllri. Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var skotinn til bana á listasýningu í Ankara 19. desember síðastliðinn. Sama dag var Petr Polshikov, starfsmaður utanríkis- þjónustunnar, myrtur í íbúð sinni í Moskvu. Að lokum má nefna að fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustunni KGB, Oleg Erovinkin, fannst myrtur í skotti bíls síns annan dag jóla. – jóe Dularfullir dauðdagar diplómata Vitaly Churkin lést í lok febrúar, degi fyrir 65 ára afmælisdag sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Samsæriskenningar hafa farið á flug vegna dauðsfall- anna en sumir telja ótrúlegt að um tilviljun sé að ræða. Það kemur fram í kaupmáttaraukn- ingu sem ég reikna með að flestum launþegum þyki hið besta mál. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði Þetta hefur gríðarleg áhrif og er mikið áhyggjuefni. Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, forstjóri Grey Lina á Íslandi EfNAhAgSmáL Gengi Bandaríkja- dals er komið niður fyrir 108 krónur og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart dal frá því í október 2008. Gengi krónu gagnvart dal var sautján prósentum sterkara í gær en það var fyrir ári. Gengi krónu gagnvart evru er 20 prósentum sterkara en það var fyrir ári. Aðilar í ferðaþjónustu hafa áhyggjur. „Miðað við þessar síðustu breytingar erum við ekki farin að fá viðbrögð frá viðskiptavinunum sjálfum en við fáum strax frá endur- söluaðilum, sem eru ferðaskrifstofur úti um allan heim að selja ferðir til Íslands. Þetta hefur gríðarleg áhrif og er mikið áhyggjuefni,“ segir Þór- dís Lóa Þórhallsdóttir, forstjóri Grey Line á Íslandi. Seðlabankinn hefur að undan- förnu reynt að stemma stigu við þessari gengishækkun og aukið gjaldeyriskaup sín. En þrátt fyrir að bankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir 29,3 milljarða í febrúar, eða um helminginn af heildarveltu á markaði, styrktist gengi krónunnar gagnvart evru um 10 prósent í mán- uðinum. Til samanburðar keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir aðeins um fimm milljarða í janúar. Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði og fyrrverandi viðskiptaráð- herra, segir að fyrir hinn almenna borgara, sem ekki er í útflutningi, sé þróun gjaldmiðilsins hið besta mál. „Þetta er nú ein helsta skýringin fyrir því að verðbólga hefur haldist mjög lág um nokkur misseri þrátt fyrir að innlendur kostnaður hafi hækkað, meðal annars vegna launahækkana. Það kemur fram í kaupmáttaraukn- ingu sem ég reikna með að flestum launþegum þyki hið besta mál,“ segir hann. Gylfi hefur ekki áhyggjur af auknum innflutningi vegna sterk- ara gengis. „Sá grundvallarmunur er núna og í bólunni 2004-2006 að núna er afgangur á viðskiptajöfn- uði og við erum ekki að fjármagna neyslu með lánum beint eða óbeint frá útlöndum þannig að að því leytinu til hringja ekki viðvörunar- bjöllur jafn hátt núna og þá,“ segir Gylfi en samkvæmt nýbirtum tölum var afgangur af vöru- og þjónustu- viðskiptum 148 milljarðar á síðasta ári á föstu gengi og hefur ekki áður mælst hærri hér á landi. Gylfi segir þó að það geti komið upp vandamál sem útflutningsgreinarnar myndu þá finna fyrst fyrir. Ferðaþjónustan hafi til dæmis átt afskaplega góð ár undanfarið. Gylfi hefur ágæta tilfinningu fyrir stöðu efnahagsmála. „Það eru engar sérstakar ástæður til þess að leggjast í þunglyndi yfir efnahagshorfum. Við erum ágætlega stödd en hætturnar eru gamalkunnar. Ef við ofkeyrum okkur eitthvað. Til dæmis ef fjárfestingin í því sem tengist ferðageiranum verði of mikil eða þá að við förum aftur að sjá við- skiptahalla. En ekkert af því virðist þannig að það stefni beinlínis í óefni. jonhakon@frettabladid.is Styrking krónunnar hið besta mál fyrir almenna borgara Krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadal síðan í október 2008. Atvinnurekendur í ferða- þjónustu hafa áhyggjur en dósent í hagfræði segir ástæðulaust fyrir almenning að leggjast í þunglyndi yfir efnahagshorfum. Munur núna og í síðustu bólu sé að neysla er ekki fjármögnuð með lánum frá útlöndum. 200 150 100 n Dollari n Evra n Pund 181,47 113,47 130,04 141,22 107,73 132,28 2.3.2016 2.3.2017 ✿ Þróun gjaldmiðla gagnvart krónu Þetta hefur versnað ef eitthvað er. Auk blæðinganna líður nú yfir hana minnst annan hvern dag Lilja Bára Kristjánsdóttir SAmfÉLAg Ástand fimmtán ára dal- vískrar stúlku, sem glímir við að reglulega blæðir úr augum, nefi og eyrum, auk annarra kvilla, hefur ekki batnað síðustu tvo mánuði. Móðir stúlkunnar er langþreytt á ástandinu. Sagt var frá máli Heklu Rúnar Árskóg í upphafi þessa árs. Auk blæðinganna fær Hekla tíð uppköst. Þá fylgja talsverðir verkir veikind- unum. Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir stúlkunnar, er ráðþrota. „Þetta hefur versnað ef eitthvað er. Auk blæðinganna líður nú yfir hana minnst annan hvern dag,“ segir Lilja Bára. Hún segir að það gangi hægt að fá aðstoð lækna. „Ég hef beðið nú eftir símtali frá lækni í um tvær vikur eftir að hafa beðið eftir símtali frá öðrum lækni í rúmar þrjár.“ Mál Heklu vakti talsverða athygli þegar sagt var frá því. Lilja segir að margir hafi haft samband við hana vegna málsins en enginn þeirra hafi verið heilbrigðisstarfsmaður. Hún segir að það komi til greina að skoða meðferðir erlendis. Hún bætir við að hún muni að sjálfsögðu halda áfram að leita lif- andi ljósi að lækningu handa dóttur sinni. – jóe Yfirlið bætist við óútskýrðar blæðingar úr augum og eyrum Mæðgurnar eru ráðþrota yfir veik- indum Heklu. TækNi Google Assistant, raddstýrður aðstoðarmaður úr smiðju Google, er nú fáanlegur á fleiri Android- símum. Hingað til hafði forritið ein- göngu verið fáanlegt fyrir Pixel-síma Google. Frá þessu greindi Google á dögunum. Google Assistant svipar til Siri, sem eigendur iPhone-síma þekkja, og Cortönu, sem notendur Windows 10 þekkja. Getur forritið tekið við radd- skipunum eða einfaldlega spjallað við notendur ef sá gállinn er á þeim. Samkvæmt umfjöllun Tech- Crunch um Google Assistant er for- ritið fullkomnara en Siri, Cortana og Alexa að því leyti að það á auðveld- ara með að halda áfram samtali við notandann án þess að ítreka þurfi sömu spurninguna. Samtalið sé sem sagt náttúrulegra og líkara raunveru- legu samtali. Þá getur Google Assistant, líkt og sambærileg forrit, minnt mann á við- burði, tekið myndir, þýtt texta, veitt leiðsögn, kíkt á veðrið og svo fram- vegis. Hundruð milljóna Android- notenda fá því aðgengi að aðstoðar- manninum nú þegar. Aðgengið er bundið við Marshmallow og Nougat útgáfur Android-stýrikerfisins. – þea Google Assistant í fleiri síma Google Assistant er sagt vera fullkomn- ara en Siri og Cortana. NoRDICPHoToS/AFP 3 . m A R S 2 0 1 7 f Ö S T U D A g U R4 f R É T T i R ∙ f R É T T A B L A ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -E 9 B 4 1 D 1 3 -E 8 7 8 1 D 1 3 -E 7 3 C 1 D 1 3 -E 6 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.