Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.03.2017, Blaðsíða 2
Bjarkarhlíð opnuð Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, var opnuð á Bústaðavegi í Reykjavík í gær. Hér taka Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráð- herra, Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, við bjarkarhríslum frá Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Umhverfis húsið standa fjölmargar bjarkir. Fréttablaðið/anton brink Veður Veður breytist lítið og verður áfram bjart og fallegt í flestum landshlutum í dag. Norðausturhornið sker sig dálítið úr, því þar má reikna með éljum þótt almennt sé um þokkalegt veður að ræða á þeim slóðum. sjá síðu 26 Aðalfundur BÍ 2017 Fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2017 verður haldinn fimmtudaginn 6. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar* Lagabreytingar Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Viðskipti Dæmi eru um að úlpur og annar útivistarfatnaður frá íslenska fatamerkinu 66°Norður fáist mörgum tugum prósenta ódýrari á erlendum netverslunum en í verslunum keðjunnar hér á landi. Íslenskir neytendur geta í ein- hverjum tilvikum leyft sér að máta fatnaðinn í verslunum hér á landi en farið á netið þegar heim er komið og sparað sér háar fjárhæðir. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um að íslensk fataverslun væri eina smásöluverslunin sem ekki hefur náð vopnum sínum eftir hrun. Velta fataverslunar dróst saman um tólf prósent í janúar miðað við árið á undan. Þá var rætt við nemendur í Háskólanum í Reykjavík sem allir höfðu sömu sögu að segja. Of dýrt væri að versla hér á landi og þá borgaði sig að kaupa af erlendum vefverslunum eða kaupa mikið magn að utan. Þýska vefverslunin Bike24 selur vandaðan útivistarfatnað, þar á meðal þó nokkrar flíkur frá 66°Norður. Þrátt fyrir að versl- unin taki 15 evrur í sendingargjald, Íslandspóstur rukki 595 krónur við komuna til landsins og lagður sé 24 prósent virðisaukaskattur á vöruna við komuna til landsins, er mun hagstæðara að kaupa fatnaðinn af vefsíðunni. Fréttablaðið gerði aðrar stikk- prufur á íslenskum merkjum sem notið hafa velgengni erlendis en það sama var ekki uppi á teningnum með verðmun miðað við íslenskan markað. Dæmi um vörumerki sem voru skoðuð voru íslensku barna- fatamerkin Igló+Indí og As We Grow. Ólafur Arnarson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir að verð- Erlendar vefsíður selja 66°Norður mjög ódýrt Íslenskir neytendur geta mátað úlpur frá útivistarmerkinu 66°Norður í versl- unum hérlendis en keypt sömu vöru mun ódýrari af þýskri vefverslun. Formaður Neytendasamtakanna segir um óútskýrðan verðmun að ræða. Skjáskot tekin af síðu vefverslunar 66°Norður Virðisaukaskattur er lagður á alla vöru sem pöntuð er að utan, við komuna til landsins, samtals 24% af virði vörunnar. Íslandspóstur rukkar 595 krónur fyrir þjónustu sína ef óskað er eftir rafrænni tilkynningu. Bike24 rukkar 15 evrur í sendingarkostnað til Ís- lands, um 1.700 krónur. n Verð í verslun 66°Norður n Verð í vefverslun með öllum gjöldum 34% Dýrari á ÍslanDi Hekla úlpa 39.000 kr. 29.212 kr. 34% Dýrari á ÍslanDi Öxi jakki 29.000 kr. 21.615 kr. 106% Dýrari á ÍslanDi VatnajÖkull Vesti 27.000 kr. 13.079 kr. munurinn komi sér í opna skjöldu. „Þetta er ekki eðlilegur verðmunur. Maður gerir ráð fyrir að vörur séu eitthvað ódýrari þegar þær eru seldar á netinu. Það þarf ekki að vera með útstillingu með sama hætti og net- verslun fylgir ekki sami húsnæðis- og launakostnaður. En það á ekki að muna þetta miklu. Þetta er það sem maður kallar óútskýrðan verðmun.“ Í Fréttablaðinu í gær sagði Andrés Magnússon, formaður Verslunar og þjónustu, að allar aðstæður séu uppi fyrir hagstæða verslun hér á landi. Hann gæti þó ekki svarað því hvort íslensk verslun sé einfaldlega með of háa álagningu. „Þetta er rosalegt. Það er ekki verið að leyfa íslenskum neytendum að njóta styrkingar krónunnar. Ef neytendur telja að tilteknar vörur séu óeðlilega dýrar vegna þess að styrking krónunnar hefur ekki verið látin ná í gegn þá vita menn að þeir njóta fullrar styrkingar ef þeir versla við erlendar netverslanir,“ segir Ólafur. snaeros@frettabladid.is ↣↣↣ Þetta er rosalegt. Það er ekki verið að leyfa íslenskum neytendum að njóta styrk- ingar krónunnar. LögregLumáL Lífsýni úr grænlenska skipverjanum sem hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur vegna gruns um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur tengja hann beint við Birnu. Þetta staðfesti Jón H. B. Snorra- son, aðstoðarlögreglustjóri hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu í gær. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna sem þýðir að hann er nú undir sterkum grun um að hafa banað Birnu. Maðurinn neitar enn sök hvað það varðar en hefur nú játað aðild sína að vörslu á 23,4 kílóum af hassi sem fundust um borð í togaranum Polar Nanoq. – gag Lífsýni tengja manninn beint við Birnu FrakkLand Lögreglan í París gerði í gær rassíu inni á heimili François Fil lon, forsetaframbjóðanda franskra Repúblikana. Frá þessu greindi Le Parisien og hafði eftir nafnlausum heimildarmönnum. Húsleitin er liður í rannsókn lög- reglu en Fillon er grunaður um að hafa greitt konu sinni og börnum laun úr ríkissjóði fyrir störf sem aldrei voru innt af hendi. Átti kona hans, Penelope, að hafa verið aðstoðarmaður og börnin lögfræð- ingar. Le Canard Enchainé hefur greint frá því að hún hafi þegið nærri hundrað milljónir króna yfir nokkurra ára tímabil. Fillon hefur hins vegar neitað sök og ætlar að halda forsetafram- boði sínu til streitu. Á miðvikudag sagðist frambjóðandinn fórnarlamb pólitískrar morðtilraunar. Fylgi hans hefur dalað talsvert í kjölfar ásakananna. Mælist hann nú með 21 prósents fylgi. Emm- anuel Macron mælist með 24 pró- sent og Marine Le Pen 25 prósent samkvæmt nýrri könnun PrésiTrack Opinionway og ORPI. – þea Húsleit inni á heimili Fillon François Fillon forsetaframbjóðandi. norDicpHotos/aFp ✿ samanburður á verði á íslandi og í erlendum vefverslunum 3 . m a r s 2 0 1 7 F ö s t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -D 5 F 4 1 D 1 3 -D 4 B 8 1 D 1 3 -D 3 7 C 1 D 1 3 -D 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.