Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 1

Fréttablaðið - 07.06.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 3 2 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 7 . j ú n Í 2 0 1 7 FrÍtt Nafnið breytist en áfangastaðirnir hafa enn sama aðdráttarafl. Ævinlega velkomin um borð. airicelandconnect.is ViðsKipti Almenna leigufélagið, sem á um 1.300 íbúðir, metur fasteigna­ safn sitt á um 38 milljarða. Íbúðir Heimavalla eru  metnar á um 41 milljarð en frekari kaup á fasteignum á þessu ári, til viðbótar við þær 2.020 sem þetta stærsta leigufélag landsins á, gætu aukið virði eignasafnsins í 50 milljarða. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Almenna leigufélagsins, sem er í eigu sjóðs í stýringu hjá Gamma, voru íbúðir þess metnar á 29,8 milljarða í árslok 2016. Í lok mars samþykkti Samkeppniseftirlitið svo kaup félags­ ins á BK eignum ehf. og runnu þá 360 fasteignir í eignasafnið til viðbótar. „Við höfum engin plön um að stækka félagið enda er það í þægilegri stærð varðandi endurfjármögnun og skráningu á markað,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmda­ stjóri Almenna leigufélagsins.   Heimavellir  leigja út, eða hafa í byggingu, um 2.020 íbúðir. Horft er til að  íbúðum þess á höfuðborgar­ svæðinu fjölgi um 400 á næstu tveimur árum. Félagið var rekið með 2.061 milljónar króna hagnaði í fyrra og átti fasteignir upp á 40,7 milljarða. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er stefnt að frekari stækkun eignasafnsins þannig að það muni við lok árs nema nær 50 milljörðum. Stækkun  Heimavalla hefur líkt og hjá Almenna leigufélaginu byggt að  miklu leyti  á sameiningu við önnur leigufélög og kaupum á eign­ um af Íbúðalánasjóði. Áður en Almenna leigufélagið keypti BK eignir hafði það samein­ ast Leigufélaginu Kletti sem Íbúða­ lánasjóður seldi í fyrra og eignaðist þá þær 450 íbúðir sem í Kletti voru. Bæði  leigufélögin eiga fasteignir á  höfuðborgarsvæðinu og á lands­ byggðinni. Heimavellir keyptu í fyrra leigu­ félagið Ásabyggð á Ásbrú í Reykja­ nesbæ og bættu þá við sig 716 íbúð­ um í Keflavík. – hg Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. dóMsMál Erfitt verður að finna hæfa dómara til að takast á við fyrirhugað dómsmál vegna tillögu Sigríðar Andersen dómsmálaráð­ herra um skipan dómara í Lands­ rétt. Tengsl umsækjendanna 37 við helstu dómstóla landsins og laga­ deildir háskólanna gera þetta að verkum. Svo gæti farið að lögmenn með enga dómarareynslu veljist til verksins. – snæ / sjá síðu 4 Vanhæfi uppi í dómaramáli lÍFið Krummi Björgvins, betur þekkt­ ur sem Krummi í Mínus, stofnar Veganæs, ásamt fríðu föruneyti og ber þar fram vegan þæg­ inda­ og þynnku­ mat. Hafin er hópsöfnun á Karolina Fund. – sþh / sjá síðu 22 Þynnkumatur grænkeranna sKOðun Þröstur Ólafsson skrifar um ráðherra á refilstigum. 10  spOrt Birkir Bjarnason er klár í slaginn gegn Króötum. 12 lÍFið Theresa May, forsætisráð­ herra Bret lands, er þekkt fyrir skósafn sitt. 20 Fréttablaðið í dag plús 1 sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 „Hvar borga ég þegar ég búinn að þrífa bílinn?“ spurði belgískur ferðamaður sem varð á vegi ljósmyndara Fréttablaðsins á Mývatni í gær. Hann hefur verið á Íslandi í fjóra daga og finnst landið dásamlegt. Best þykir honum að upplifa sýnishorn af öllum veðrum á einum degi. Það kom honum á óvart er honum var tjáð að slydda væri ekki venjan í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT ViðsKipti Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, hefur beint flug til Asíu á næsta ári. „Þá sjáum við, eins og þegar við hófum beint flug til Kaliforníu, gríðarlega aukningu þaðan í ferða­ mannastraumi til Íslands.“ Hann segir nauðsynlegt að byggja upp alþjóðleg­ an tengiflugvöll til að tryggja stöðug­ leika ferðamannastraumsins, annars gæti orðið skyndilegt hrun ef einn markaður bregst. - hae / sjá Markaðinn Beint flug til Asíu á næsta ári 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 3 -B 1 4 4 1 D 0 3 -B 0 0 8 1 D 0 3 -A E C C 1 D 0 3 -A D 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.