Fréttablaðið - 07.06.2017, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 07.06.2017, Qupperneq 9
Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræð-ingur, eðlisfræðingur og hugs- uður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: „Ef þú situr með fal- legri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“ Það, sem ég vil fjalla um hér, er þó önnur og nokkru alvarlegri tilvitnun í Einstein: „Ef þú gerir sama hlutinn aftur og aftur og reiknar með breytilegri niðurstöðu, þá er það vitfirra.“ Gengið fallið 40 sinnum Mér er sagt, að krónan hafi fallið 40 sinnum frá 1950. Þessi fjöldi er ekki aðalmálið, heldur þau vandræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra – á stundum sá stórfelldi sársauki og kvöl – sem þessar sviptingar á gengi og verðgildi krónunnar hafa haft í för með sér fyrir flesta landsmenn, auk þeirra miklu vaxta, sem óstöð- ugri krónu hafa fylgt og þjakað hafa lántakendur og skuldara. Þrátt fyrir þetta – þrátt fyrir síðasta heljarstökkið 2008 og fárið, sem því fylgdi – er eins og stjórnendur gjald- miðils- og peningamála á Íslandi hafi ekkert lært. Þeir gera það sama aftur og aftur í gjaldmiðilsmálum, halda krónunni úti með sama hætti, en virðast reikna með nýrri og betri útkomu í hverri nýrri tilraun. Þetta á við um stjórnendur Seðla- banka og stjórnendur landsins, hvert teymið á fætur öðru. Ef Einstein hefur á réttu að standa með kenn- ingu sína, er þetta ekki góður vitnis- burður eða dómur yfir stjórnendum þessa lands. Hvernig á ekki að leysa vandamál „Þú getur aldrei leyst vandamál með sömu hugsun og vandamálinu olli.“ Þetta er líka kenning, sem Einstein setti fram, og ég hygg, að flestir hljóti að sjá, að er rétt. Þessi sannindi hafa greinilega ekki náð til stjórnenda gjaldmiðilsmála á Íslandi. Þeir lemja höfðinu við steininn og ganga glað- beittir fram á fundum og fullyrða: „Krónan bjargaði okkur úr hruninu.“ Sannleikurinn er auðvitað það and- stæða; Það var krónan, sem kom okkur í hrunið. Ef við hefðum verið með evruna, í stað krónunnar, og í ESB, hefðum við aldrei lent í hruninu með þeim hætti, sem varð; Evrópski seðlabankinn og björgunarsjóðir Evrópu/ESB hefðu bjargað okkur frá því versta, eins og öllum öðrum ESB- löndum. Af hverju er krónan handónýt? Ég hef líkt krónunni við 30 tonna fiskibát á úthafi gengis-, gjaldeyris- og efnahagsmála, sem auðvitað hendist til og sveiflast upp og niður í þeim stormum, sem þar geisa, og flýtur alvarlega laskaður, í bezta falli, meðan evran er eins og 50.000 tonna hafskip, sem allt stendur af sér. Í Bergen í Noregi eru um 340.000 íbúar, sem lifa mikið á fiskveiðum og ferðamennsku. Gætu þeir verið með eigin gjaldmiðil? Gætu verið sautján gjaldmiðlar í Danmörku, en Danir eru sautján sinnum fleiri en við? Hvernig í ósköpunum eigum við, 340.000 manns, að geta haldið úti stöðugum og traustum gjald- miðli, með lágmarksvöxtum, þegar meira að segja Þjóðverjar, með sitt ofursterka þýzka mark, ákváðu að styrkja sitt efnahagskerfi enn betur með upptöku evrunnar? Skilja þetta allir nema við? Allar aðrar smáþjóðir Evrópu, fjór- tán talsins, hafa tekið upp evruna. Þetta eru allt stoltar og sjálfstæðar þjóðir, eins og við, en þær skilja að á þessum tímum samþjöppunar heimsins og alþjóðlegra fjármála- kerfa verða þeir, sem skyldir eru og svipuð eða sömu lífsviðhorf og menningu hafa, að standa saman og stilla sín kerfi og tæki saman með sameiginlega hagsmuni og öryggi fyrir augum. Í raun og veru er gjaldmiðill verk- færi eða tæki, sem ekkert hefur með þjóðerni að gera; Menn geta því gleymt öllum þjóðernistilfinningum og þjóðarmetnaði hér. Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna? Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslu- maður Borg verður óbyggðir, barnið er stuck þar,“ syngur Kött Grá Pje í lagi dags rauða nefsins og vísar til milljóna barna sem eru fórnarlömb átaka og ofsókna um allan heim. Við berum öll ábyrgð á þessum börnum og alveg sérstaka ábyrgð berum við á börnunum sem dvelja hér á landi. Þau sem komast loksins í öryggi eftir langt og strangt ferðalag. Mannréttindi barna alls staðar UNICEF leggur ríka áherslu á að mannréttindi barna séu virt hvar sem þau eru stödd í heiminum. Barnasáttmálinn á alltaf við um öll börn. Um 50 milljónir barna búa nú utan fæðingarlands síns og þar af eru 28 milljónir á flótta undan átökum, og börnum sem eru ein á ferð fjölgar hratt. Þau leita að fjöl- skyldum sínum, eða flýja þær vegna ofbeldis, þvingaðra giftinga eða her- mennsku. En börn á flótta eru líka í sérstakri áhættu þegar kemur að ofbeldi og misnotkun. Ábyrgð okkar á að tryggja öryggi þeirra er mikil. Það sem barni er fyrir bestu Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga sömu mann- réttindi og önnur börn hér á landi. Þau mannréttindi hafa þó ítrekað verið brotin þegar börnin hafa ekki fengið sömu umönnun og þjón- ustu og önnur börn. Þau eru einnig brotin þegar börn eru send úr landi gegn vilja þeirra og án þess að öryggi þeirra sé tryggt, því þriðja grein Barnasáttmálans kveður á um að það sem sé barninu fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Kröfur um endursendingar byggja oft á Dyflinnarreglugerðinni sem íslensk stjórnvöld beita í mörgum málum. Reglugerðinni er ætlað að dreifa álagi við móttöku flóttafólks í Evrópu en hefur þess í stað aukið gríðarlega álag á þau ríki sem eiga landamæri að Miðjarðarhafinu. Ekkert í reglugerðinni skyldar eða hvetur til þess að Ísland sendi frá sér flóttafólk, en það virðist samt sem áður vera stefna stjórnvalda. Þegar kemur að viðkvæmum hópum eins og börnum er slík stefna óásættanleg. Ísland hefur lagt áherslu á að koma viðkvæmum og jaðarsettum hópum flóttafólks til aðstoðar, og það ætti einnig að eiga við um þá umsækj- endur um alþjóðlega vernd sem koma hingað til lands af sjálfsdáðum. „Ekki vera fáviti. Nískuflipp. Opnum dyrnar,“ heldur Kött Grá Pje áfram í laginu fyrir dag rauða nefsins. Öll börn eiga rétt. Verndum börn á flótta, sérstaklega börn sem eru ein á ferð. Ráðstafanir okkar í málefnum þeirra geta skilið á milli lífs og dauða. Ekki vera fáviti Bergsteinn Jónsson framkvæmda- stjóri UNICEF á Íslandi Ekkert í reglugerðinni skyldar eða hvetur til þess að Ísland sendi frá sér flóttafólk. GÓÐUR VINNUFÉLAGI Volkswagen Caddy www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi er Volkswagen Caddy. Hann er áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum - hefðbundinni lengd og lengri gerð (Maxi). Caddy má fá með fjórhjóladrifi sem eykur enn við öryggi og aksturseiginleika bílsins. Fjórhjóladrifinn Caddy hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður og eykur til muna notkunarmöguleika Caddy, hvort heldur er í snjó, hálku eða erfiðu færi. Volkswagen Caddy kostar frá 2.550.000 kr. (2.056.452 kr. án vsk) Við látum framtíðina rætast. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 9M i ð V i k u D A G u R 7 . j ú n í 2 0 1 7 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 3 -C 9 F 4 1 D 0 3 -C 8 B 8 1 D 0 3 -C 7 7 C 1 D 0 3 -C 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.