Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 14
Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með 21,2 milljóna dala tapi í fyrra, jafnvirði 2,4 milljarða króna, og er um að ræða verstu afkomu í nítján ára sögu fyrirtækis- ins. Tekjur álversins drógust saman um ellefu prósent og bendir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, á að álverð hafi í fyrra ekki verið lægra síðan 2003. „Áliðnaðurinn einkennist af sveiflum í verði og erum við því ekki óvön að sjá það sveiflast upp og niður. Við erum líka að sjá áhrifin af sterkari krónu og launahækk- anir hér hafa verið mun meiri en í nágrannalöndum og launakostn- aður því aukist,“ segir Ragnar. Forstjórinn bendir á að álverð hafi hækkað um 20 prósent frá meðalverðinu í fyrra. Tonn af áli hafi í gær kostað um 1.918 dali en að meðaltali um 1.600 dali í fyrra. „Frá síðasta ári hefur krónan styrkst enn þá meira og launa- hækkanir eru enn þá töluvert mikl- ar. Þetta er hluti af skýringunni á afkomunni í fyrra þar sem stóra myndin er tekjurnar.“ Tekjur álversins í fyrra námu 516 milljónum dala, eða 58 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar í lok árs, og drógust saman um 65 milljónir dala milli ára. Rekstrar- kostnaður lækkaði einnig eða úr 476 milljónum dala árið 2015 í 450 milljónir. Álverið á Grundartanga hefur ekki skilað tapi síðan árið 2009 þegar afkoman var neikvæð um 3,2 milljónir dala. Árið 2015 skiluðu framleiðsla og útflutningur á áli fyrirtækinu hagnaði upp á 46 milljónir dala og 82,7 milljónir árið 2014. Síðastliðin tíu ár hefur afkoman þó ekki verið betri en árið 2008 þegar álverið var rekið með 164 milljóna dala hagnaði. Hagnaður fyrir skatta og fjár- magnsliði nam 26 milljónum dala í fyrra samanborið við 63 millj- ónir árið 2015. Eigið fé félagsins var jákvætt um 375 milljónir í árslok 2016 samanborið við 397 milljónir á sama tíma árið á undan. Stjórn Norðuráls Grundartanga ehf. félagsins samþykkti í apríl að greiða móðurfélaginu Norðuráli ehf. 60 milljóna dala arð vegna rekst- ursins í fyrra. Norðurál ehf. er í eigu kanadíska álfyrirtækisins Century Aluminum og hefur ekki skilað inn ársreikningi til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra fyrir árið í fyrra. haraldur@frettabladid.is Versta afkoma álvers Norðuráls frá upphafi Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með um 2,4 milljarða króna tapi í fyrra. Tekjur fyrirtækisins drógust saman enda álverð ekki verið lægra síðan 2003. Forstjórinn bendir á að verðið hafi hækkað um 20 prósent frá áramótum. Norðurál hefur rekið álverið á Grundartanga frá júní 1998. Fréttablaðið/SteFáN Áliðnaðurinn einkennist af sveiflum í verði og erum við því ekki óvön að sjá það sveiflast upp og niður. Ragnar Guðmunds- son, forstjóri Norðuráls Baðstaðurinn Laugarvatn Fontana var rekinn með 90,8 milljóna króna hagnaði í fyrra og var afkoman þá þrefalt betri en árið á undan. Tekjur fyrirtækisins námu 372 milljónum samanborið við 235 milljónir árið 2015. Þetta kemur fram í nýjum árs- reikningi Laugarvatns Fontana ehf. sem var opnað í júlí 2011. Um er að ræða baðstað og verslun sem eru byggð í kringum náttúrulegt gufubað á lóð fyrirtækisins. Fontana er í eigu Gufu ehf. og er dótturfélag Ice landair Group, Flugleiðahótel ehf., stærsti eigandi móðurfélagsins með 32 prósent. Þar á eftir kemur dótturfélag Bláa lónsins, Íslenskar heilsulindir, með 19,1 prósent. Í árslok 2016 átti Fontana eignir upp á 105 milljónir en skuldaði 137 milljónir. Eigið féð fyrirtækisins var því neikvætt um 31 milljón króna. B a ð s t a ð u r i n n var í fyrsta sinn r e k i n n m e ð hagnaði árið 2015. – hg Hagnaður Fontana meira en þrefaldaðist í fyrra laugarvatn Fontana var opnað sum- arið 2011. Fréttablaðið/Pjetur Jakob Ásmundsson, sem var kjör- inn stjórnarmaður í Arion banka á aðalfundi 9. mars síðastliðinn, hefur ekki sótt fundi stjórnar bankans eða tekið þátt í öðrum stjórnar- störfum í meira en tvo mánuði vegna skoðunar Kaupskila, dóttur- félags Kaupþings sem á 58 prósenta hlut í bankanum, á óhæði hans sem stjórnarmanns. Ráðist var í þá skoðun eftir að Kaupskilum barst fyrirspurn frá Fjármálaeftirlitinu (FME) um hvort Jakob kynni að vera háður stjórnarmaður vegna mögulegra fyrri tengsla hans við Kaupþing, samkvæmt heimildum Markaðarins. Reynir Karlsson, stjórnarfor- maður Kaupskila, segir í samtali við Markaðinn að slík fyrirspurn hafi borist í lok marsmánaðar en vill þó ekki staðfesta að hún hafi komið frá FME. Í kjölfarið hafi Kaupskil beint því til Jakobs að hann myndi ekki sinna stjórnar- störfum á meðan farið væri í frekari vinnu á fyrra mati félagsins um að hann væri óháður stjórnarmaður. Jakob sótti meðal annars ekki fund stjórnar Arion banka 12. maí síð- astliðinn þegar stjórnin samþykkti árshlutareikning bankans fyrir fyrsta ársfjórðung. Reynir segir hins vegar að þeirri vinnu Kaup- skila sé nú lokið og að niðurstaðan hafi verið sú hin sama og áður um að Jakob væri óháður Kaupþingi. Hann muni því sækja næsta fund stjórnar Arion banka. Ekki sótt stjórnarfundi frá því í mars Kaupþing á 58 prósent í arion í gegnum Kaupskil. Fréttablaðið/eyþór markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Magnea þórey Hjálmarsdóttir er stjórnarformaður laugarvatns Fontana. 372 milljóna velta var hjá baðstaðnum í fyrra. jakob ásmundsson, stjórnarmaður í arion banka Jakob var forstjóri Straums fjár- festingarbanka á árunum 2013 til 2015 en þar áður starfaði hann sem fjármálastjóri eignaumsýslufélags- ins ALMC (gamla Straums). Hann var á meðal nokkurra fyrrverandi lykilstjórnenda ALMC sem fengu hundruð milljóna króna hver í sinn hlut þegar félagið greiddi saman- lagt út yfir þrjá milljarða í bónusa til starfsmanna í desember 2015. Hluthafar ALMC eru ýmsir erlendir fjárfestingarsjóðir og fjármálafyrir- tæki, meðal annars Goldman Sachs, en bankinn var fimmti stærsti hlut- haf félagsins í árslok 2016 með tæp- lega sjö prósenta hlut. Félag í eigu Goldman Sachs var sem kunnugt er í hópi stórra kröfuhafa í Kaup- þingi sem keyptu samanlagt 29,2 prósenta hlut í Arion banka fyrr á þessu ári. hordur@frettabladid.is Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is Hótelfasteignin Skúlagarður í Kelduhverfi Frekari upplýsingar veita: Gunnar Svavarsson, gunnar@kontakt.is Guðni Halldórsson, gudni@kontakt.is Til sölu er helmingshlutur eða meira í Skúlagarði fasteignafélagi ehf. Í fasteignum félagsins, sem samtals eru 947 fm að stærð, er rekið 17 herbergja hótel búið nýlegum herbergjum sem öll eru með baði. Auk þess er veitingarými með góðu eldhúsi og aðgengi að 233 fm samkomusal. Lóðin er mjög stór eða 13.732 fm sem býður upp á mikla stækkunarmöguleika. Á lóðinni er m.a. starfsmannabústaður. Hótelið mun væntanlega styrkja mjög stöðu sína þegar nýr Dettifossvegur er fullbúinn. H au ku r 0 6. 17 7 . j Ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -D 3 D 4 1 D 0 3 -D 2 9 8 1 D 0 3 -D 1 5 C 1 D 0 3 -D 0 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.