Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 16

Fréttablaðið - 07.06.2017, Síða 16
– Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir að flugfélagið muni hefja beint flug til Asíu á næsta ári. „Þegar það gerist munum við sjá, rétt eins og gerðist þegar við hófum beint flug til Kaliforníu, gríðarlega aukn- ingu þaðan í ferðamannastraumi til Íslands. Ég get fullyrt það.“ Í viðtali við Markaðinn segir Skúli að félagið vinni nú að því að ákveða hvaða áfangastaðir í Asíu verði fyrir valinu en hann er þeirrar skoðunar að beint flug þangað skipti sköpum fyrir WOW air eigi það að lifa af aukna samkeppni í flugi yfir hafið. Grundvallarskilning vanti á þeirri ógn innan stjórnsýslunnar sem ein- blíni nær alfarið á komu ferðamanna til Íslands í stað þess að skoða tæki- færin sem séu fólgin í því að búa til fyrirmyndar alþjóðlegan tengiflug- völl sem gæti tryggt stöðugleikann í ferðamannastraumnum til og frá Íslandi og komið í veg fyrir skyndi- legt hrun sökum þess að einn mark- aður bregðist. Þegar blaðamaður settist niður með Skúla í liðinni viku voru fimm ár liðin frá því að WOW air fór í jóm- frúarflug sitt 31. maí 2012. Óhætt er að segja félagið hafi vaxið hratt á þessum árum en áætlað er að tekjur þess aukist um ríflega 70 prósent í ár og verði samtals um 500 millj- ónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 50 milljarða króna. Það má segja að þú hafir lagt allt þitt undir Ísland og ferðaþjónustu. Þegar þú lítur fimm ár til baka, átt- irðu von á því að vöxturinn yrði jafn mikill og reyndin hefur orðið? „Já og nei. Ég bjóst tvímælalaust við því að það yrði mikill vöxtur en að hann yrði jafn mikill á svo skömmum tíma – úr hundrað þúsund farþegum 2012 í þrjár milljónir farþega í ár – hefur komið skemmtilega á óvart og er langt umfram allar mínar vænt- ingar.“ Reksturinn tekur stakkaskiptum eftir að WOW air byrjar að fljúga til Bandaríkjanna árið 2015, ekki satt? „Það hefur sýnt sig eftir að við hófum flug til Bandaríkjanna hvað viðskiptamódelið er að virka vel enda var ég alltaf viss um að við þyrftum að ná Norður-Ameríku inn í leiðakerfið okkar og nota Ísland sem stoppistöð (e. hub) fyrir flug yfir hafið. Það er þekkt fyrirbæri að þegar flugfélag kemur með nýjan áfanga- stað á markaðinn verður aukning í farþegafjölda um kannski 10 til 15 prósent. Frá því að við byrjuðum að fljúga beint til Kaliforníu höfum við séð aukningu í farþegafjölda þaðan til Íslands upp á mörg hundruð prósent. Flugið yfir hafið hefur því reynst afar vel og gefið okkur byr undir báða vængi. Margir spáðu að Bandaríkjaflugið yrði okkar banabiti en það hefur hins vegar haft þver- öfug áhrif.“ Fyrstu árin einkenndust samt af taprekstri og þá þurfti að seinka áformum ykkar um að hefja flug til Bandaríkjanna í um eitt ár sem kost- aði félagið talsverða fjármuni. Kom aldrei sá tímapunktur þar sem þú hugsaðir með þér að þú hefðir mögu- lega veðjað á rangan hest? „Þetta hefur vissulega verið þungt á köflum og fyrsta alvarlega staðan kom upp haustið 2012 þegar við við stóðum frammi fyrir því að sumarið hafði ekki verið í takt við áætlanir og tapið reynst miklu meira. Ég þurfti þá að spyrja mig hvort ég ætti að pakka saman og viðurkenna mistökin eða fara hina leiðina og leggja allt mitt undir í félagið. Það var langt í frá aug- ljóst á þeim tíma hvort þetta myndi ganga eftir og það hafði enginn fjár- festir þá áhuga á að koma að félaginu þannig að ég var í raun tilneyddur til að gera þetta sjálfur.“ Dregur úr rekstraráhættu Þú hefur sagst ekki ætla að láta íslenskar aðstæður hamla vexti WOW air og að félagið stefni að því að opna nýja sjálfstæða starfsstöð. Hvar er það mál statt í dag? „Já, við höfum verið að skoða það mjög alvarlega. Hvernig getum við nýtt okkur vörumerki okkar, þekkingu, hugbúnaðarþróun, hliðartekjur og ekki síst brautryðjandi reynslu af því að beita lággjaldamódelinu á lengri flugleiðum? Það eru tvímælalaust tækifæri víða í heiminum til að gera betur án við- komu á Íslandi. Það er ekki að fara að gerast núna í ár enda eigum við fullt í fangi við að sinna stækkunar- áformum okkar hérlendis eins og er, en við munum hins vegar brátt bæta Asíu við leiðakerfið okkar. Á næsta ári fáum við afhentar fjórar glænýjar Airbus A330neo vélar sem geta flogið í rúmlega tólf tíma og það er ljóst að við þurfum að finna eitthvað fyrir þær að gera og nýta langdrægni þeirra. Ég er ekki enn tilbúinn að ljóstra upp um hvaða staða við erum þar að horfa til en þar er um að ræða flug til fjarlægari landa en við höfum fram til þessa verið að fljúga til.“ Þannig að WOW air mun hefja beint flug til Asíu á næsta ári – spurn- ingin er aðeins hvaða staðir þar verða fyrir valinu? „Já, það er rétt. Við erum enn að gera þær stúdíur en ég er sannfærður um að það skref eigi eftir að efla félagið. Ég tel ekki að þetta feli í sér aukna rekstraráhættu heldur þvert á móti dragi úr henni þar sem leiðakerfið verður stærra og fjöl- breyttara fyrir vikið og býður upp á mun fleiri samsetningar af farþegum. Við vorum í raun brothættastir til að byrja með þegar við buðum upp á fáa áfangastaði þar sem hver staður skipti þá félagið gríðarmiklu máli.“ Flug til Asíu er því nauðsynlegt fyrir ykkur til að lifa af vaxandi samkeppni í flugi yfir hafið? „Að mörgu leyti er það rétt. Við erum núna að sjá mikla aukningu í framboði af slíku flugi frá Norwegian og fleirum. Jetblue er líka búið að gefa út að félagið hygg- ist hefja beint flug frá New York og Boston árið 2019 inn á helstu borgir í Evrópu. Það er ljóst að ef farþegar hafa möguleika á að fljúga beint yfir hafið í nýjum þotum, af hverju í ósköpunum ættu þeir þá að stoppa á Íslandi? Það mun enginn gera það. Þetta er því ekki spurning um hvort það muni hægja eitthvað á flug- traffíkinni heldur mun hún færast til og þá verðum við að vera reiðubúin til að finna aðrar leiðir til að búa til þær tengingar. Og við teljum að flug til Asíu geti fyllt það skarð.“ Vantar skilning í stjórnsýslunni Þegar talið berst að samkeppni í flugi þá hefur þú lítið viljað beina sjónum þínum að Icelandair heldur fremur Norwegian air. Af hverju? „Icelandair og ekki síst Loftleiðir voru brautryðj- endur á sínum tíma sem margt má læra af. Í dag erum við á allt öðrum stað og eigum lítt skylt við þá og eyðum því litlum tíma í að velta fyrir Asía mótspil við aukinni samkeppni Skúli Mogensen sér fram á gríðarlega aukningu í ferðamannastraumi frá Asíu til Íslands þegar WOW air hefur beint flug þangað á næsta ári. Alþjóðlegur tengiflugvöllur nauðsynlegur til að koma í veg fyrir hrun ef einn markaður bregst. Erlendir og innlendir fjárfestar sýna flugfélaginu stöðugan áhuga. „Margir spáðu að Bandaríkjaflugið yrði okkar banabiti en það hefur hins vegar haft þveröfug áhrif,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air. FréttaBlaðið/antOn Brink Mér finnst það galin hugmynd, eins og forsvarsmenn Icelandair hafa talað fyrir, að byggja upp annan flugvöll í Hvassa­ hrauni og held að sú umræða hafi truflað uppbygginguna í Keflavík. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is 7 . j ú n í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R4 MarKaðurInn 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -E 7 9 4 1 D 0 3 -E 6 5 8 1 D 0 3 -E 5 1 C 1 D 0 3 -E 3 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.