Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 31
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jósefínu Björnsdóttur frá Galtanesi, Grenigrund 6. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun. Þórður Hannesson Valdís V. Randrup Dýrunn Hannesdóttir Ársæll Daníelsson Björn Hannesson Kristín Edda Sigfúsdóttir ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir og stjúpmóðir, Ásta Lilja Kristjánsdóttir frá Siglufirði, til heimilis að Vesturgötu 7, andaðist á lungnadeild Landspítalans 2. júní. Jarðarförin verður gerð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. júní kl. 15. Sigurður Jón Ólafsson Melkorka Sigurðardóttir Steinar Logi Sigurðsson Rósa Huld Sigurðardóttir Klara Dögg Sigurðardóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rut Sigurðardóttir Hrafnistu, Reykjavík, áður Árskógum 8, sem andaðist fimmtudaginn 1. júní, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð blóðlækningadeildar Landspítalans. Birna Ágústsdóttir Júlíus Sigmundsson Guðlaugur Ágústsson Sigríður Ósk Pálmadóttir Ævar Ágústsson Ragnheiður Júníusdóttir Ína Björg Ágústsdóttir Haraldur Hansson Magnús Ágústsson Reynee Rose Agustsson Berglind Ágústsdóttir Hjálmar Hjálmarsson Linda Sjöfn Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðfinnur Georg Pálmason (Gussi) Vesturbergi 68, lést þann 30. maí. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 14. júní kl. 13. Jóhanna S. Emilsdóttir Trausti Guðfinnsson Ingibjörg Rafnsdóttir Pálmi Guðfinnsson Þórhildur Björgvinsdóttir Emil Freyr Freysson Soffía H. Gunnarsdóttir og barnabörn. Þórunn Ingólfsdóttir Flygenring Garðstíg 5, Hafnarfirði, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 26. maí sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólk Grundar fær alúðarþakkir fyrir góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristín Magnúsdóttir Sigurður Helgason Ásta Magnúsdóttir Oddur Borgar Björnsson Okkar elskulega eiginkona og vinur, móðir, tengdamóðir, amma og dóttir, Kristbjörg Dagrún Þorbjarnardóttir Hraunhvammi 2, Hafnarfirði, lést á heimili sínu þann 1. júní síðastliðinn í faðmi fjölskyldu sinnar. Hún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju föstudaginn 9. júní klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Karítas og Krabbameinsfélagið. Sigurður Elvar Sigurðsson Anna Lilja Sigurðardóttir Sæmundur H. Gíslason Kristín Elva Sigurðardóttir Pétur Valur Pétursson Esther Ósk Sigurðardóttir Jón Símon Ottósson barnabörn Dagrún Kristjánsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurlaug Eðvaldsdóttir frá Kálfshamarsvík, Engihjalla 25, lést á Landspítalanum 31. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kolbrún Sigurðardóttir Rósmundur Jónsson Margrét Sigurðardóttir Guðsteinn Eyjólfsson Guðrún Sigurðardóttir Erna Sigurðardóttir Ómar Kjærnested Guðný Sigurðardóttir barna- og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Anna Karólína Gústafsdóttir Hrafnistu Reykjanesbæ, áður Aðalgötu 5, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldunnar að Hrafnistu 22. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jóhanna Gústafsdóttir Lilja, Ragnheiður, Logi og Olga Guðmundarbörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór V. Vilhjálmsson (Mansi) matreiðslumaður, Strikinu 8, lést miðvikudaginn 31. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 9. júní kl. 13.00. Sigríður Þorsteinsdóttir Einar Halldór Halldórsson Hörður Halldórsson Hólmfríður Jónsdóttir Valgerður Halldórsdóttir Ágústa A. Grétarsdóttir Jón Benediktsson Kristján Grétarsson Guðný Hansdóttir Inga Hrönn Grétarsdóttir Ari Björnsson barnabörn og langafabörn. Háskólakórinn gerði á dögunum góða ferð á kóramót í Tékklandi en kórinn kom úr víkingi með tvær medalíur í far-teskinu. Þetta er í fyrsta skipti sem kórinn fer á slíkt mót. Fráfar- andi formaður segir meðlimi vera heita fyrir því að endurtaka leikinn síðar meir. „Háskólakórinn fer árlega í vorferð og annað hvert ár reynum við að fara út fyrir landsteinana. Í stjórninni var stelpa sem hafði áður farið á þetta mót og stakk upp á því að við færum þangað,“ segir Guð- mundur Alfreðsson, formaður kórsins. Undirbúningur fyrir ferðina hófst í október á síðasta ári en förin var alls tíu dagar. Af um 60 meðlimum kórsins fóru 35 með út. Flogið var til Salzburg og þaðan var farið um Austurríki. Áfanga- staðurinn var borgin Olomouc í austur- hluta Tékklands en þar fer árlega fram alþjóðlegt kóramót. „Fyrstu dagana vorum við í alls kyns vinnustofum tengdum söng. Við hittum líka dómarana, fórum yfir reglur keppn- innar og tókum þátt í ýmsum viðburðum í tengslum við keppnina sjálfa,“ segir Guðmundur. Meðal annars söng kórinn á opnum tónleikum á torgi í bænum. Keppnin sjálf fór fram síðasta laugar- dag. Þar tók kórinn þátt í tveimur undan- riðlum, annars vegar fyrir blandaða kóra með frjálst efnisval og hins vegar í riðli þar sem skylda var að flytja eitt keppnis- verk. Í hvorum riðli fyrir sig fékk kórinn tuttugu mínútur en af þeim var gert ráð fyrir fimm mínútum í klapp og upphafs- tóninn. Alls fengu meðlimir því að syngja þrettán lög. „Fengum gullverðlaun í báðum flokkum en okkur tókst hins vegar ekki að komast áfram í það sem kallað er „ultimate champion“. Þeir kórar sem þangað komust eru flestir atvinnu- mannakórar með fólki sem er sprenglært í söng. En það munaði ekki miklu og í raun gífurlega gaman að sjá að Háskóla- kórinn stendur ekki fjarri þeim,“ segir Guðmundur. Formannstíð Guðmundar lýkur brátt en hann segir að almennur áhugi sé fyrir því meðal meðlima að herja aftur á slíkt kóramót. Hvort hið sama verður fyrir valinu verður tíminn að leiða í ljós. Hann segir einnig gaman að mótið hafi gefið kórstjóranum, Gunnsteini Ólafs- syni, ýmsar áhugaverðar hugmyndir um breytingar sem hægt sé að gera á kórnum. „Þetta gaf honum örlítið aðra sýn á kórastarfið og hann er kominn með ýmsar nýjar hugmyndir er varða svið- setningu,“ segir Guðmundur. „Háskóla- kórinn var auðvitað skemmtilegur fyrir en það verður áhugavert að sjá hvað þetta hefur í för með sér.“ johannoli@frettabladid.is Háskólakórinn úr víkingi með tvenn gullverðlaun Háskólakórinn tók á dögunum þátt í sínu fyrsta alþjóðlega kóramóti á erlendri grund. Í farteskinu á heimleið voru verðlaun sem kórinn söng sér inn. Formaðurinn segir gaman að sjá að kórinn sé ekki langt að baki atvinnumannakórum. Gæti breytt starfi kórsins. Háskólakórinn þenur raddböndin á hátíðinni. Guðmundur Alfreðs- son, formaður Háskólakórsins. t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ðT T T T 15m i ð V i K U D a G U R 7 . j ú n í 2 0 1 7 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -C 5 0 4 1 D 0 3 -C 3 C 8 1 D 0 3 -C 2 8 C 1 D 0 3 -C 1 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.