Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.06.2017, Blaðsíða 28
Ilmandi kleinuhringi sem ekki þarf að djúpsteikja er best að baka í þar til gerðum kleinuhringjaformum. Eftirfarandi uppskrift er fengin úr bók Rósu Guðbjartsdóttur, Partírétt­ ir, sem kom út árið 2013. „Þegar mér áskotnaðist sérstakur kleinuhringja­ bakki til að baka í þá stóðst ég ekki mátið að prófa kleinuhringjagerð og var ég fyrir nokkrum árum að prófa mig áfram í þeim efnum. Kleinu­ hringina hef ég gert í barnaafmæli í gegnum tíðina við góðar undirtektir. Krökkunum finnst líka mjög gaman að fá að skreyta þá að vild. Nú fást svona kleinuhringjaform víða, jafnt til að baka stóra sem litla kleinu­ hringi,“ segir Rósa. Kleinuhringirnir 130 g hveiti 50 g sykur 2 tsk. lyftiduft ¼ tsk. múskat 1 tsk. salt 2 dl súrmjólk 2 msk. mjólk 2 egg 2 msk. grænmetisolía eða brætt smjör Hitið ofninn í 210 gráður. Sigtið þurrefnin saman í stóra skál. Bætið súrmjólk, mjólk, eggjum og öllu út í og hrærið varlega saman. Skiptið síðan deiginu í kleinuhringjaform­ in og bakið í um 8 – 10 mínútur eða þar til kleinuhringirnir eru orðnir gylltir að lit. Karamelluglassúr 2 msk. smjör 2 msk. púðursykur 2 msk. rjómi Örlítið salt 2 dl flórsykur Bræðið smjör og púðursykur saman við vægan hita, hrærið vel þar til sykurinn er alveg bráðnaður. Takið af hitanum og hrærið salt og rjóma saman við. Hrærið síðan flórsykri saman við allt með rafmagnsþeytara. Auðvelt er að bæta aðeins af flórsykri í kremið ef þið viljið þykkja það, eða rjóma til að þynna kremið. Súkkulaðiglassúr 150 g flórsykur 3 msk. kakóduft 3-4 msk. mjólk 2 tsk. vanilludropar Kleinuhringir í ofni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfjarðarbæ og matgæðingur, setti saman einfalda uppskrift að kleinuhringjum sem bakaðir eru í ofni. Rósa Guðbjartsdóttir bakar sína kleinuhringi í ofni. Alþjóðlegi kleinuhringja­dagurinn er í dag. Hann ber ávallt upp á fyrsta föstudag í júní og á rætur að rekja til Banda­ ríkjanna. Daginn má rekja til þess þegar meðlimir Hjálpræðishersins í Chicago fóru að baka þetta dísæta, hringlaga, djúpsteikta bakkelsi ofan í bandaríska her­ menn sem gegndu herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni. Kleinu­ hringir voru þegar komnir til sög­ unnar á þeim tíma en tilgangurinn var að gera hermönnunum glaðan dag og minna þá á heimahagana. Daginn má nánar til tekið rekja til þess að herlæknirinn Morgan Pett, sem annaðist særða hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni, tók upp á því að færa þeim kleinuhringi, við mikla hrifningu. Í kjölfarið var ákveðið að fara í fjáröflun í samstarfi við Hjálpræðisherinn til að geta haldið áfram að létta hermönnunum lífið. Árið 1917 var ákveðið var að víkka hugmyndina út og koma upp litlum hýsum á átakasvæðum þar sem hægt var að mæta ýmsum þörfum hermann­ anna. Hjálpræðisherinn sendi 250 sjálfboðaliða til Frakklands til að koma hýsunum á fót. Þau urðu fljótt eins konar félagsmiðstöðvar. Þær voru vel sóttar og þar gátu menn fengið bæði kaffi og kleinu­ hringi. Árið 1938 var Alþjóðlega kleinu­ hringjadeginum komið á fót og hefur hann verið haldinn æ síðan. Dagurinn hefur ávallt verið nýttur í fjáröflunarskyni fyrir Hjálpræðis­ herinn og kom ágóðinn meðal annars að góðum notum í krepp­ unni miklu. Verslanir og stórmarkaðir víðs­ vegar um Bandaríkin taka virkan þátt í deginum ár hvert og sjást margir gæða sér á kleinuhring í til­ efni dagsins. Víða eru þeir jafnvel boðnir ókeypis. En Bandaríkjamenn láta ekki hér við sitja. Þeir halda líka upp á alþjóðlega sultufyllta kleinu­ hringjadaginn 8. júní og alþjóðlega rjómafyllta kleinuhringjadaginn 14. september. Þann 30. október er dagurinn „Kauptu kleinuhring“ svo haldinn hátíðlegur. Glöddu hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni Alþjóðlega kleinuhringjadaginn má rekja til þess hve mikið kleinuhringir glöddu hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann hefur verið haldinn árlega síðan 1938 og er nýttur í fjáröflunarskyni fyrir Hjálpræðisherinn. Herlæknirinn Morgan Pett tók upp á því að færa særðum hermönnum kleinuhringi í fyrri heimsstyrjöldinni, við mikla hrifningu. Það var fyrsti vísir að Alþjóðlega kleinuhringjadeginum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . j ú n í 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C F E -7 2 4 4 1 C F E -7 1 0 8 1 C F E -6 F C C 1 C F E -6 E 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.