Fréttablaðið - 08.07.2017, Page 10

Fréttablaðið - 08.07.2017, Page 10
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Í því ljósi hlýtur að líða að því, að einhvers konar endur- mat fari fram meðal stjórn- málamanna og hagsmuna- samtaka atvinnulífsins hér á Íslandi. Mín skoðun Logi Bergmann Fyrir mörgum árum var dálkur í Mogganum sem hét Bókin á náttborðinu. Þar var fólk spurt hvað það væri nú helst að lesa. Svarið var yfirleitt eitthvað í líkingu við þetta: „Ég er að lesa Gerplu. Aftur. Alltaf gaman að renna yfir Laxness fyrir svefninn. Svo hef ég verið að lesa ljóð eftir blablabla. Á frummálinu. Mér finnst ljóð hans alltaf svo sterk og eiga mikið erindi við þjóð- félagið. Svo reyni ég að fylgjast með í fræðasamfélag- inu og er oft með fræðirit við höndina.“ Það var alveg sama við hvaða pappakassa var talað. Menn voru alltaf að lista yfir sig í rúminu og menningin lak af þeim öllum. Mögulega var einhver að segja satt. Ég dreg það samt í efa. Það væri bara of fáránleg tilviljun ef enginn úr þessum risastóra hópi hefði verið að lesa eitthvað fullkomlega ómenn- ingarlegt. Eins og glæpasögu eða bara tímarit. Heiðarlega svarið Ég hefði verið svo til í að einhver hefði svarað svona: „Tjah. Það er nú engin bók. Ekki mikið fyrir að lesa bækur. En hér er gamalt Playboy. Oft fín viðtöl í því. Jú, og svo kíki ég í Ísfólkið annað slagið.“ Það gerðist náttúrlega aldrei. En svo rann upp fyrir mér hvernig stóð á því. Þá var ég svona rétt að verða þekktur og eitthvert Líf bað mig að svara spurn- ingum um nokkra uppáhaldshluti. Mér fannst það stórmál og man að ég vildi standa mig. Sýna að ég væri nú enginn vitleysingur. Ég held að ég hafi verið heilan dag að berja saman svar. Maður minn. Ég fæ enn aulahroll þegar ég hugsa um svörin. Í stað þess að leyfa mér bara að vera plebbinn sem ég er, þá virðist ég hafa vandað mig alveg sér- staklega við að slá Íslandsmetið í tilgerð. Ég var 25 ára íþróttafréttamaður sem ákvað að breyta sér í miðaldra sérfræðing í klassískri tónlist. Ég held að ég hafi í raun og veru þurft að fletta upp sumum svörunum hjá mér. Og ég man hvað ég hataði mig eftir þetta. Hverjum er ekki sama? Svo gerist eitthvað. Með aldrinum hættir að skipta máli hvað fólki finnst um mig og menningarlegt ástand mitt. Það rennur upp fyrir manni að svo lengi sem maður er sjálfur sáttur við hvernig maður hagar lífi sínu breytir álit annarra litlu. Lífið er nefnilega of stutt til að eyða því í að ganga í augun á ókunnugu fólki. Og svo ég svari nú spurningunni. Á náttborð- inu hjá mér eru nokkrar fjarstýringar, Kindle með nýjustu Reacher-bókinni, golfbók og ævisaga fót- boltamanns. Ef það er ekki nógu fínt fyrir einhvern, verður bara að hafa það. Og ef þetta hljómaði ekki nógu plebbalega, er rétt að taka það fram að ég skrifaði þennan pistil sitjandi í Lazyboy-stól að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Listin að vera plebbi Það væri bara of fáránleg tilviljun ef enginn úr þessum risastóra hópi hefði verið að lesa eitthvað fullkomlega ómenningarlegt. Eins og glæpasögu eða bara tímarit. S amtök iðnrekenda í Bretlandi hafa skorað á Theresu May forsætisráðherra að endurskoða aðferðir og áherslur í Brexit-viðræðunum. Samtökin vilja að Bretar setji hugmyndir um aðra við-skiptasamninga á ís og leggi áherslu á að Bretar hafi óskoraðan aðgang að innri markaði Evrópu og tollabandalaginu. Með öðrum orðum, Bretar eigi að stefna að því að ganga einungis úr Evrópusambandinu að nafninu til. Áskorunin endurspeglar vandræðin sem Bretar hafa ratað í. Stjórnmálamannanna bíður að fara að þjóðarviljanum sem endurspeglaðist í Brexit- atkvæðagreiðslunni. Samtímis eru langflestir sannfærðir um að Brexit sé Bretum ekki í hag. Vandinn er sá að framáfólkið í Íhaldsflokknum – þau May, Michael Gove, sem nú hefur snúið aftur í ríkisstjórn, og Boris Johnson utanríkisráðherra – seldu sálu sína fyrir Brexit. Fyrir þau er það nánast pólitísk sjálfsmorðsyfirlýsing að hvika í málinu. Á meðan Bretar velta fyrir sér hvernig hægt sé að ganga úr Evrópusambandinu án þess að missa þann ávinning sem í aðildinni felst, geta talsmenn ESB borið sig vel. Barnier, aðalsamningamaður ESB, segir hugmyndir um slíkt fráleitar. ESB sé ein- faldlega ESB – þjóðir geti verið inni eða úti. Hinn almenni Breti er í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að það voru mistök að segja skilið við Evrópusambandið. Nýlegar kannanir benda til þess að 60% kjósenda vilji endurskoða afstöðuna sem birtist í atkvæðagreiðslunni í fyrrasumar. Það er ansi seint í rassinn gripið. Við bætist að efnahagsmálin í Evrópu, sem sífellt er tönnlast á að séu í miklum ólestri, eru í raun á leið í rétta átt. Hagvöxtur er meiri á evrusvæðinu en í Bretlandi. Atvinnusköpun innan ESB hefur tekið kipp, en ekki hafa orðið til fleiri ný störf síðan árið 2009. Á meðan ríkir lognmolla á breskum vinnumarkaði, þrátt fyrir fall sterlings- pundsins, sem ýtir undir útflutning. Þeim fjölgar sem vilja finna leið til að hætta við allt saman. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráð- herra, er einn þeirra og hefur stofnað félagasamtök um þá hugmynd. Blair nýtur ekki mikils trausts um þessar mundir – engu að síður vex skoðun hans fylgi, sem gæti kallað fram nýja og trúverð- ugri forystumenn. Brexit kallar fram betri greiningu á stöðunni í Evrópu. Sú greining er ESB afar hagfelld að flestu leyti. Bretar hafa lært þá lexíu. Í því ljósi hlýtur að líða að því, að einhvers konar endurmat fari fram meðal stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka atvinnulífsins hér á Íslandi. Krónan bítur helstu talsmenn sína svo undan svíður í gósentíðinni. Það er engin skömm að skipta um skoðun á grundvelli endurmats sem byggist á staðreyndum sem við blasa. Við getum líka lært af reynslu annarra þjóða. Sleppt og haldið Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Líflegir litir! iGreen V5.06.12 umgjörð kr. 11.900,- Með iGreen umgjörðum getur þú útbúið þá litasamsetningu sem þú vilt. 8 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R10 s k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð SKOÐUN 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -4 F A 8 1 D 4 8 -4 E 6 C 1 D 4 8 -4 D 3 0 1 D 4 8 -4 B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.