Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.07.2017, Qupperneq 18
Glódís Perla Viggósdóttir, Hallbera Gísladóttir og Gunnhildur Yrsa Jóns-dóttir landsliðskonur sitja á þriðju hæð á Laugardalsvelli og horfa út yfir grænt gervigrasið. Það er grátt yfir að líta og rigningarsuddi. Íslenskt sumar virðist munu herða andann fremur en að gleðja þetta árið. Þær eru allar nýkomnar til lands- ins og undirbúa sig undir EM-slag- inn í Hollandi. Liðið tryggði sér sætið á EM með afgerandi hætti og skoraði 34 mörk í undankeppninni og fékk einungis á sig tvö mörk. „Við erum ótrúlega sterkar þegar við vinnum vel saman,“ segir Gunn- hildur Yrsa. „Við erum líka hrikaleg- ar þegar við vinnum ekki saman,“ bætir hún við. „Við sýndum okkar bestu hliðar í leik á móti Brasilíu og það var frábært að hafa svona marga áhorfendur,“ segir hún en á þeim leik var vallarmet þeirra slegið. Hallbera tekur undir. „Við erum búnar að átta okkur á því að þegar við spilum ekki saman sem ein heild þá erum við lélegar. Við skít- töpuðum fyrir Hollandi og það var vegna þess að við vorum ekki að spila saman,“ segir hún. Glódís nefnir að andi liðsins sé samheldnin. „Við erum þéttur hópur og sterk liðsheild. Það skilar okkur árangri,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að ná fram svona mikilli samheldni,“ bendir Gunnhildur Yrsa á. „Þetta eru ekki bara orð. Við stöndum saman alltaf. Við erum allar líka miklir og sterkir karakterar með mikið keppnisskap,“ segir hún og brosir. „En við komumst ekki upp með það í þessu liði að vera bara einstaklingar, við þurfum að vera lið.“ Ein átta systkina Fjölskyldur þeirra og ástvinir hafa stutt dyggilega við bakið á þeim á ferlinum. Gunnhildur Yrsa á stóra fjölskyldu. Hún er ein átta systk- ina. Móðir hennar heitir Laufey Ýr Sigurðardóttir og er virtur læknir í Bandaríkjunum og faðir hennar, Jón Sæmundsson, rekur auglýsingastofu í Reykjavík. Gunnhildur ræddi opin- skátt á dögunum í sjónvarpsþætti á RÚV, Leiðinni á EM, um áhrif bróður síns á sig en hann sat samtals í tíu ár í fangelsi vegna líkamsárásar- og fíkniefnadóma. „Fjölskylda mín er mögnuð og ég held að fáir skilji hvernig það er að vera úr svo stórri fjölskyldu þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru hálf ofvirkir. Við erum að minnsta kosti öll mjög einbeitt og orku- mikil. Fimm systkina minna búa í Flórída með mömmu og svo býr bróðir minn og ein systir í Reykja- vík. Sjálf bý ég svo í Noregi. Mamma er líklega orkumest af okkur öllum. Hún á líka þrjá hunda,“ segir hún og stelpurnar hlæja. Það er oft gantast með það að ef fjölskylda Gunn- hildar Yrsu mæti öll á leiki liðsins sé mætingin strax orðin góð. Tók mikla ábyrgð „Ég er númer tvö í systkinaröðinni en ég myndi samt segja að ég væri elst því ég myndi ekki segja að bróð- ir minn væri eldri en ég í þroska. Hann fékk mjög mikla athygli og tók minni ábyrgð. Ég tók mikla ábyrgð og er eins og elsta barn í minni fjöl- skyldu. Hann hefur tekið aukna ábyrgð í dag og unnið úr sínum málum. Við erum öll mjög sjálfstæð og kraftmikil, hvert á sinn átt. Það er eitt sem er afleiðing af því að alast upp í stórum hópi systkina. Þetta hefur reynst mér styrkur í boltanum. Ég vil standa mig fyrir fjölskylduna og systkini mín. Vera þeim fyrirmynd. Að sama skapi er það ríkt í mér að hugsa um heildina, liðið. Mamma og pabbi hafa alltaf verið svo frábærar fyrirmyndir. Ég hef alltaf viljað gera þau stolt,“ segir Gunnhildur Yrsa. Borðaði kvöldmatinn í hádeginu Hallbera er alin upp á Skaganum. Foreldrar Hallberu eru Gísli Gísla- son, forstjóri Faxaflóahafna og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, og Hallbera Jóhannesdóttir, rithöf- undur og kennari. „Ég á þrjá bræður og er yngst. Bræður mínir voru báðir í fótbolta en ég náði lengra en þeir. Ég er mjög ákveðin og var alveg örugglega enn ákveðnari þegar ég var yngri. Ég þurfti að hafa fyrir því að alast upp með eldri bræðrum og var alltaf að berja frá mér og fá mitt í gegn. Foreldrar mínir hafa stutt vel við mig og veitt því sem ég er að gera athygli. Pabbi er mikið inni í fót- boltanum og er reyndar í stjórn hér í KSÍ. Við erum fótboltafjöl- skylda, það er óhætt að segja það. Mamma eldaði alltaf kvöldmatinn í hádeginu því að við systkinin vorum alltaf á æfingum á kvöldin. Það var eini tíminn sem við gátum borðað saman,“ segir Hallbera og segir þetta hafa verið ómetanlegt. „Það auðveldar mjög að þeir nán- ustu hafi skilning á því sem maður er að gera.“ Ekki gleymt miðjubarn! Glódís hefur verið í landsliðinu í fimm ár en er þó aðeins 22 ára gömul og foreldrar hennar, Viggó Magnússon og Magnea Harðar- dóttir, mættu á nánast hvern einasta leik og mót þegar hún var yngri. „Ég á tvær systur og er miðju- barn. En alls ekki þetta gleymda miðjubarn. Ég man held ég ekki eftir leik eða móti sem mamma og pabbi voru ekki á frá því ég var lítil. Það átti líka við um systur mínar. Þau hafa oftsinnis ferðast út til að fylgjast með mér og styðja við mig. Það er alveg á hreinu að stuðn- ingur þeirra er stór hluti af árangri mínum,“ segir Glódís sem segir það ekki hafa verið einfalt mál því hún hafi æft bæði handbolta og fótbolta fram á menntaskólaárin. „Á fyrsta ári í menntaskóla þurfti ég að velja á milli. Þá var ég valin í landsliðið í bæði handbolta og fótbolta. Það var ekki auðvelt þótt ég haldi að ég hafi alltaf vitað innst inni að ég myndi velja fótboltann. Þá áttum við líka möguleika á að komast í úrslitakeppni í fótboltanum og það spilaði inn í.“ Kominn tími á U21 Það er sagt að það séu mjög fáar ungar stúlkur á aldrinum sextán til sautján ára sem gætu gengið inn í landsliðið. Hvers vegna er það? „Ég held að það sé af því að stelpur í dag séu að keppa lengur. Áður fyrr hættu þær fyrr í fótbolta, ferillinn var styttri. Þær hættu kannski 23 eða 24 ára gamlar. Núna er maður að spila lengur, ferillinn er lengri. Það er því minna pláss fyrir yngri leikmenn myndi ég halda,“ segir Hallbera. „Ég byrjaði í meistaraflokki fjór- tán ára gömul. Þá var þetta mjög ungt lið, þá var auðveldara að koma inn. En nú eru nokkrar í liðinu sem eru komnar yfir þrítugt. Mikil reynsla í liðinu,“ bendir Gunnhildur Yrsa á. „Já, kjarninn helst lengur,“ bætir Hallbera við. „Það eru kostir og það eru gallar. Gallarnir eru að yngstu efnilegu stelpurnar eru ekki að spila með bestu leikmönnunum,“ segir Hallbera. „Við erum ekki með U21 lið eins og strákarnir og það er löngu Við viljum verða fyrirmyndir Það er himinn og haf milli launa kvenna og karla í fótbolta. Þeim er sagt að þær séu minna virði. Þær togi inn minni tekjur. Það sé minna áhorf. Gunnhildur Yrsa, Hallbera og Glódís Perla landsliðsmenn ræða um boltann og slagina utan vallar. Þær segja bestu gagnrýnina felast í því að standa sig svo vel að ekki sé hægt að horfa fram hjá þeim. Gunnhildur Yrsa, Glódís og Hallbera segja tiltrú skipta miklu máli og ræða aðbúnað stúlkna í fótbolta. Þær eru sammála um að bylting sé handan við hornið. FréTTaBlaðið/Ernir Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is við komumst ekki upp með það í þessu liði að vera bara einstakling- ar, við þurfum að vera lið. ↣ 8 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R18 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 4 8 -0 F 7 8 1 D 4 8 -0 E 3 C 1 D 4 8 -0 D 0 0 1 D 4 8 -0 B C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.