Fréttablaðið - 08.07.2017, Page 26
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Ég er nýkominn heim eftir fjögurra ára háskólanám í Rotterdam þaðan sem ég útskrifaðist
í júní með BApróf í sirkuslistum.
Ég sérhæfði mig í súlufimi, sem
er ekki það sama og súlufitness
heldur er súlan ansi miklu hærri og
hreyfingin öðruvísi. Aðrir voru til
dæmis með jafnvægislistir, fimleika
eða loftfimleika sem aðalgrein en
fyrir utan það þurfum við líka að
æfa okkur í undirstöðuatriðum eins
og að djöggla og standa á höndum.
Við erum líka mikið í leiklistaræf
ingum og dansi þannig að námið er
mjög fjölbreytt og skóladagurinn
oft langur.“
Sirkusáhuginn hafði alltaf
blundað í Jóakim og sem krakki
hafði hann gaman af því að leika
sér á hjólaskautum og með bolta.
En það má segja að fyrstu skrefin
á sirkusbrautinni hafi verið stigin
þegar hann sá einhjól í búðar
glugga. „Ég var sautján ára og kolféll
fyrir einhjólinu og keypti það strax.
Svo veðjaði ég við félaga minn um
hvor okkar yrði fljótari að læra á
hjólið. Þannig að við vorum að æfa
okkur á hverjum degi í einhverjar
vikur niðri í bæ sem leiddi af sér að
okkur var boðið á sirkusæfingu í
Kramhúsinu með þeim hópi sem
seinna stofnaði Sirkus Íslands. Og
áður en við vissum af vorum við
farnir að vinna við þetta, sýna og
kenna.“ Jóakim hefur því verið hluti
af Sirkus Íslands næstum frá byrjun.
„Fyrsta sumarsýningin okkar var
2011 í Tjarnarbíó og það var ágætt
að vera þar. Á Sirkushátíð sem
var haldin í Vatnsmýrinni 2013,
þar sem reis heilt þorp af sirkus
tjöldum, áttuðum við okkur hins
vegar á því hvað það er mikilvægt
fyrir sirkus að eiga sirkustjald. Við
Sirkusköttur á róluvellinum
Í sýningunni Róló leikur Jóakim kött sem fer sínar eigin leiðir. lJóSmynd/EyþóR
Jóakim Meyvant
Kvaran er nýút-
skrifaður með
BA í sirkuslistum.
Hann vinnur hjá
Sirkus Íslands
sem frumsýnir
þrjár nýjar sýning-
ar um helgina og
hlakkar til að leika
listir sínar í sumar.
efndum til söfnunar á Karolina
Fund og árið 2014 fengum við Jöklu
og erum búin að vera að sýna síðan
þá.“
Í sumar verður Jökla mest
á Klambratúni en áður hefur
sirkusinn farið með tjaldið um allt
land. „Við förum tvær helgar á Sel
foss og komum aftur til Reykjavíkur
en ætlum svo vonandi að flakka um
landið með þessar sýningar næsta
sumar.“ Sirkusinn er með þrjár
nýjar sýningar í sumar, að sögn
Jóakims. „Sú stærsta er fjölskyldu
sýningin Róló, Litli Sirkus er hugsuð
fyrir undir fimm ára og foreldra
þeirra og svo er það Skinnsemi þar
sem við leyfum okkur fullorðins
legri húmor.“ Róló er sýning með
söguþræði og gerist eins og nafnið
bendir til á róluvelli. „Karakterinn
minn er svona hálfgerður villi
köttur sem á heima á leikvellinum
og er pínulítið góður með sig en
hefur gaman af því að ráfa um og
heimsækja börnin sem eru að leika
sér.“ Hann má ekki segja mikið um
aðrar persónur. „En ég get lofað því
að lokaatriðið verður það flottasta
sem við höfum nokkurn tíma sýnt.“
Sirkusinn verður með sýningar
allar helgar í sumar en síðasta sýn
ingin er 20. ágúst, sunnudaginn eftir
menningarnótt.
Nánari upplýsingar má finna á
sirkusislands.is.
Pantaðu á www.curvy.is eða
kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9
Opið Alla virka daga frá kl. 11-18
og Laugardaga frá kl. 11-16
ÚTSALA ÚTSALA! 30-50% AFSLÁTTUR
Fákafeni 9, 108 RVK
Sími 581-1552 | www.curvy.is
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS
Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9
Alla virka daga frá kl.11-18
Laugardaga frá kl. 11-16
4 KynnInGARBlAÐ FólK 8 . J ú l Í 2 0 1 7 l AU G A R dAG U R
0
8
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
4
8
-4
5
C
8
1
D
4
8
-4
4
8
C
1
D
4
8
-4
3
5
0
1
D
4
8
-4
2
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K