Fréttablaðið - 08.07.2017, Síða 42
14 fasteignir 8 . j ú l í 2 0 1 7 LaUgarDagUr
Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is
Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum
við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan
bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini
til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.
RÁÐNINGAR Starfsmenn eru lykill að árangri allra fyrirtækja.
Kringlan 4-6, 103 Reykjavík - hibyli.is - hibyli@hibyli.is - Sími: 585 8800
Boðagrandi 2a – 107 Rvk.
Mjög falleg og vel skipulögð íbúð
á jarðhæð með tveimur afgirtum
veröndum og stæði í bílageymslu
í nýlegu lyftuhúsi á eftirsóttum
stað í vesturbænum. Íbúðin skiptist
í flísalagða forstofu með fata-
skápum, stóra stofu opna við
borðstofu með útgengi á verönd,
eldhús. Svefnherbergisgangur er
með parketlögðu holi, tvö rúmgóðum svefnherbergjum bæði með fastaskápum og
fallega innréttuðu baðherbergi með hornbaðkari. Þvottahús er innan íbúðar, þar er
búið að koma fyrir sturtuklefa og upphengdu salerni. Stór geymsla í kjallara og sér
bílastæði í lokaðri bílageymslu. Verð 52,9 millj.
Hæðargarður 29, 108 Reykjavík
Opið hús laugardag 8. júlí frá 13:00 til 13:30
Falleg og björt þriggja herbergja
endaíbúð á fjórðu hæð með skjólgóðum
suðursvölum í góðu og eftirsóttu fjöl-
býlishúsi með lyftu fyrir eldri borgara, 60
ára og eldri, við Hæðargarð í Reykjavík.
Íbúðin skiptist í forstofu með fataskáp
og parketi á gólfi. Baðherbergi er með
sturtuklefa, hvítri innréttingu og tengi fyrir
þvottavél. Rúmgott svefnherbergi með parketi og miklum fataskápum. Rúmgóð stofa
er opin við eldhús, útgengi á skjólgóðar suðursvalir. Eldhús er með hvítri innréttingu,
borðkrók og glugga. Sjónvarpsherbergi Geymsla er innan íbúðar.
Félagsmiðstöð eldri borgara er rekin i næsta húsi. Þar er hægt að fá hádegismat
virka daga svo og aðra þjónustu sem borgin býður upp á. Verð 45 millj.
Barónsstígur 65 – 101 Reykjavík
Opið hús þriðjudag 16:45 til 17:15
Glæsileg og mikið endurnýjuð íbúð á efstu hæð með miklu útsýni, á eftirsóttum
stað við Skólavörðuholtið. Íbúðin skiptist í stóra stofu með fallegu útsýni, opna við
eldhús. Eldhús er með endurnýjaðri innréttingu, gluggar á tvo vegu, útgengi á svalir.
Rúmgott hjónaherbergi sem var áður tvö barnaherbergi. Barnaherbergi sem væri
unnt að opna við stofu, vængjahurð með frönskum gluggum. Flísalagt baðherbergi
með hvítri innréttingu. Í holi við inngang er skápur með fatahengi og hillum. Nýlagt
eikarparket er á allri íbúðinni nema baðherbergi sem er flísalagt. Í kjallara fylgir
parketlagt íbúðarherbergi með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu. Herbergið hentar
til útleigu og gefur ágæta tekjumöguleika. Sérgeymsla í kjallara og lítil geymsla í
útiskúr. Afar falleg íbúð á góðum stað í miðborginni. Verð 53,5 millj.
Seljavegur 2a – 107 Reykjavík
Opið hús mánudag 10. júlí frá kl 17:15 til 17:45
Falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á
1.hæð á góðum stað í vesturbænum.
Íbúðin skiptist í hol með parketi á gólfi,
samliggjandi bjarta setustofa/borð-
stofu með parketi á gólfi. Eldhús er með
viðarinnréttingu, flotuðu gólfi, borðkrók
og glugga. Rúmgott hjónaherbergi með
fataskápum. Svefnherbergi með flotuðu gólfi og fatahengi. Flísalagt baðherbergi
með litlu baðkari og sturtu. Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Stór geymsla í kjallara
fylgir íbúðinni, parket á gólfi, gluggi. Stutt í skóla, leikskóla, verslun og þjónustu.
Göngufæri við miðborgina. Verð 44,9
Hæðargarður 29 Seljavegur 2a Barónsstígur 65
OPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS
Ingibjörg
Þórðardóttir,
löggiltur
fasteignasali.
Þórður S.
Ólafsson,
löggiltur
fasteignasali.
Ólafur Már
Ólafsson,
löggiltur
fasteignasali.
Björg
Ágústsdóttir,
skrifstofa
Fróðaþing 3 – 203 Kópavogur.
Glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum
við Fróðaþing í Kópavogi, samtals að
gólfleti 452,4 fm - Möguleiki á að útbúa
aukaíbúð á jarðhæð. Á neðri hæð er flísa-
lögð forstofa með fataskápum, innangengt
í rúmgóðan bílskúr með gluggum og hefð-
bundinni inngönguhurð. Gestasalerni við
forstofu. Stórt eldhús með vandaðri inn-
réttingu og útgengi á timburpall, stór stofa
opin við borðstofu. Þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Á efri hæð er sjónvarpshol,
hjónaherbergi með baðherbergi og fataherbergi inn af. 3 barnaherbergi, vinnuher-
bergi, baðherbergi og þvottahús. Kjallarinn sem er fullfrágenginn skiptist í stórt og
opið rými með harðparketi á gólfi. Í kjallara er einnig stór geymsla. Verð: Tilboð
Blöndubakki 10,– 109 Rvk.
Góð 3ja herbergja útsýnisíbúð ásamt
aukaherbergi með útleigumöguleika
í vel staðsettu fjölbýlishúsi í Blöndu-
bakka. Eignin er samtals 111,7 fm.
Forstofa með fataskápum, stofa/borð-
stofa með útgengi á svalir með miklu
útsýni. Hjónaherbergi með fataskápum,
barnaherbergi með fataskáp. Flísalagt
baðherbergi með tengi fyrir þvottavél. Í
kjallara fylgir íbúðinni 12,3 fm herbergi
með aðgengi að baðherbergi með
sturtu, herbergið hentar vel til útleigu. Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Í kjallara
fylgir einnig geymsla. Verð 37,9 millj.
Skúlagata 10/Sælukot
340 STYKKISHÓLMUR
GULLEGG í Stykkishólmi.
www.airbnb.com. Slærð inn Stykkishólmur og
færð þar upp nokkrar eignir. Ein þeirra heitir
Sælukot, Skúlagata 10, yndislegt lítið hús ásamt
litlu útihúsi sem er fyrir dót sem fylgir rekstrinum.
Sjá myndir – allt innbú fylgir, húsið er nýup-
pgert, hiti í gólfum, ris, salerni. Mjög rómantískt
gamaldags sem klárlega selur það svona vel,
eins og raun ber vitni. Sælukot er með öll leyfi
sem fylgja húsinu, ásamt 4 og hálfum stjörnum
sem eru topp meðmæli þeirra sem heimsækja.
Stykkishólmur er einn vinsælasti ferðamannas-
taðurinn á öllu landinu og er þá sérstaklega verið
að tala um úteyjarnar Breiðafjörðinn – Ferjuna
og Flatey en þangað streyma menn. Húsið er
uppbókað 365 daga á ári, hending ef eitthvað
dettur út en þá leigist það strax aftur.
STÆRÐ: 37 FM EINBÝLI HERB: 2
39.900.000
Heyrumst
Hannes Steindórsson
Löggiltur fasteignasali
Sölustjóri
510 7900
hannes@fastlind.is
Heyrumst
Stefán Jarl Martin
Löggiltur leigumiðlari
Sölufulltrúi
892 9966
stefan@fastlind.is
Verslun/Skólavörðust.
101 REYKJAVÍK
Til sölu verslun á besta stað á
Skólavörðustíg. Verslunin er tæpir 70
fm. Lager og góður leigusamningur
fylgir sem gildir til 2024 með for-
leigurétt. Hægt er að kaupa, verslun
lager og leigusamning eða einungis
bara leigusamning.
STÆRÐ: 68,6 fm
FÆST AFHENT STRAX
Heyrumst
Gunnar Valsson
Sölufulltrúi
699 3702
gunnar@fastlind.is
Heyrumst
Hannes Steindórsson
Löggiltur fasteignasali
Sölustjóri
699 5008
hannes@fastlind.is
0
8
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
4
8
-4
5
C
8
1
D
4
8
-4
4
8
C
1
D
4
8
-4
3
5
0
1
D
4
8
-4
2
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K