Fréttablaðið - 08.07.2017, Síða 52

Fréttablaðið - 08.07.2017, Síða 52
8 . j ú l í 2 0 1 7 l A U G A R D A G U R24 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð Sif Atladóttir Staða: Varnarmaður Félagslið: Kristianstad Fædd: 1985 Landsleikir (mörk): 63 (0) Treyjunúmer: 2 Miðvörðurinn öflugi missti sæti sitt í byrjunarliðinu þegar hún tók sé frí vegna barnsburðar því Anna Björk Kristjánsdóttir nýtti tækifæri sitt vel. Sif sýndi einbeittan brotavilja í því að hirða sætið sitt aftur og gerði það. Nú reyndar spilar liðið með þrjá miðverði þannig að Sif stendur í hjarta varnarinnar sem eru góð tíðindi. Fljótur og sterkur varnar- maður með mikla leiðtogahæfi- leika af miklu knattspyrnukyni. Sigríður Lára Garðarsdóttir Staða: Miðjumaður Félagslið: ÍBV Fædd: 1994 Landsleikir (mörk): 8 (0) Treyjunúmer: 8 Eyjakonan hefur tekið sinn leik upp á næsta þrep á síðustu mánuðum fyrir lið og land og verðskuldar þetta EM-sæti. Hörð í horn að taka og fer varla í gegnum leik án þess að fá gult spjald fyrir eina tæklingu sem lætur mótherjana fá martraðir. Sísí fríkar svo sannarlega út við og við. Sandra Sigurðardóttir Staða: Markvörður Félagslið: Valur Fædd: 1986 Landsleikir (mörk): 16 (0) Treyjunúmer: 12 Hefur lengi verið í hópnum en á fáa leiki að baki þar sem markvarða- málin hafa verið í fínu lagi lengi með Þóru og nú Guðbjörgu. Fínn varamarkvörður sem má treysta á stóra sviðinu. Sonný Lára Þráinsdóttir Staða: Markvörður Félagslið: Breiðablik Fædd: 1986 Landsleikir (mörk): 3 (0) Treyjunúmer: 13 Verið virkilega öflug í Pepsi-deild- inni undanfarin ár og unnið sér sæti í landsliðinu þótt hlutverk hennar í leikjum sé ekki stórt eins og hjá flestum þriðju markvörðum. Sandra María Jessen Staða: Framherji Félagslið: Þór/KA Fædd: 1995 Landsleikir (mörk): 18 (6) Treyjunúmer: 18 Stolt Norðurlands í kvennalands- liðinu meiddist illa á Algarve en náði hreint ótrúlegum bata og hefur verið á fullu með Þór/KA á toppnum í Pepsi-deildinni. Gríðar- lega hæfileikaríkur leikmaður sem er líka mikið hörkutól og skilar mörkum. Mark í þriðja hverjum leik fyrir vængmann er ekki slæmt. Hólmfríður Magnúsdóttir Staða: Framherji Félagslið: KR Fædd: 1984 Landsleikir (mörk): 110 (37) Treyjunúmer: 6 Önnur af tveimur leikmönnum hópsins í 100 leikja klúbbnum. Þessi gríðarlega reynslumikli fram- herji er í öðruvísi hlutverki en áður vegna meiðsla en hún er einn- ig hugsuð sem vængbakvörður. Hólmfríður var lykilmaður á síðustu tveimur Evrópumótum en verður meiri jóker núna sem getur komið inn og brotið upp leiki. Katrín Ásbjörnsdóttir Staða: Framherji Félagslið: Stjarnan Fædd: 1992 Landsleikir (mörk): 13 (1) Treyjunúmer: 9 Einn besti leikmaður Pepsi-deildar- innar í sumar með tíu mörk í ellefu leikjum. Katrín er afskaplega góður leikmaður sem er sterkur á boltann og gefur Frey öðruvísi vídd í sóknar- leikinn en með Hörpu Þorsteins- dóttur. Katrín hefur alltaf verið markaskorari og íslenska liðið þarf á mörkum að halda. Málfríður Erna Sigurðardóttir Staða: Varnarmaður Félagslið: Valur Fædd: 1984 Landsleikir (mörk): 33 (2) Treyjunúmer: 14 Reynslubolti sem raðaði inn Ís- landsmeistaratitlunum með Val hér á árum áður. Ekki þarf að hafa miklar áhyggjur af Málfríði ef hún þarf að koma inn og leysa einhverja stöðu. Leikmaður sem klárar sitt og gerir það vel. Rakel Hönnudóttir Staða: Varnarmaður Félagslið: Breiðablik Fædd: 1988 Landsleikir (mörk): 83 (5) Treyjunúmer: 22 Fyrirliði Breiðabliks er fjölhæfur leikmaður sem hefur lengi verið í landsliðinu og spilað nokkrar stöður. Hún er núna meira og minna hægri vængbakvörður en getur líka spilað á miðju og jafnvel frammi. Líkamlega sterkur leik- maður sem er mjög vel spilandi og mikill leiðtogi á velli. Rakel á eftir að sinna góðu starfi á EM er hún nálgast óðfluga 100 leikja klúbbinn. Ingibjörg Sigurðardóttir Staða: Varnarmaður Félagslið: Breiðablik Fædd: 1997 Landsleikir (mörk): 2 (0) Treyjunúmer: 3 Blikinn kom eins og þjófur að njóttu og stal hreinlega EM-sæti á lokasprettinum. Hún hefur staðið sig frábærlega í Pepsi-deildinni undanfarin ár og fékk svo tækifæri í síðustu tveimur landsleikjunum áður en hópurinn var valinn. Þar heillaði hún Frey svo mikið að henni var afhentur farseðill til Hol- lands. Talandi um að nýta tækifæri sitt til fullnustu. Varnarmaður sem staðsetur sig vel og er óhrædd við að rífa kjaft og vera til ama. Öll lið þurfa þannig spilara. Hallbera Guðný Gísladóttir Staða: Varnarmaður Félagslið: Djurgården í Svíþjóð Fædd: 1986 Landsleikir (mörk): 84 (3) Treyjunúmer: 11 Þegar Skagamærin leggur skóna á hilluna verður vinstri fóturinn á henni settur í brons. Betri fyrirgjafir finnast varla í Evrópufótboltanum í dag. Reynslumikill og góður leik- maður sem fór í atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og kemur í miklu stuði til leiks sem er gott fyrir landsliðið. Elín Metta Jensen Staða: Framherji Félagslið: Valur Fædd: 1995 Landsleikir (mörk): 28 (5) Treyjunúmer: 15 Kom eins og stormsveipur inn í landsliðið árið 2013 og tryggði sér EM-farseðil eftir frábæra frammi- stöðu í tveimur fyrstu landsleikj- unum sínum. Er í hörku baráttu um byrjunarliðssæti fyrir fyrsta leik en hefur verið að byrja síðustu leiki. Skoraði annað markið í síðasta sigri íslenska liðsins gegn Slóvakíu í apríl. Fanndís Friðriksdóttir Staða: Framherji Félagslið: Breiðablik Fædd: 1990 Landsleikir (mörk): 84 (10) Treyjunúmer: 23 Einn allra heitasti leikmaður íslenska liðsins um þessar mundir. Eftir tímabilið í Pepsi-deildinni verður gefinn út DVD-diskur með mörkum Fanndísar sem hafa flest öll verið stórkostleg. Annar leikmaður sem nálgast 100 leikja klúbbinn og fastur byrjunarliðs- maður íslenska liðsins. Kraftmikill og eldfljótur framherji sem getur skotið nánast úr hvaða stöðu sem er. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Staða: Varnarmaður/miðjumaður Félagslið: Vålerenga í Noregi Fædd: 1988 Landsleikir (mörk): 42 (5) Treyjunúmer: 5 Garðbæingurinn er búinn að vera lengi að og á 42 landsleiki að baki þrátt fyrir að hafa aldrei fest sér sæti í byrjunarliðinu. Gunnhildur Yrsa hefur alltaf fagnað því að vera í hópnum og aldrei verið með vand- ræði yfir fáum mínútum. Vinnu- semi hennar og elja skilaði henni stærra hlutverki í hópnum og nú er hún hugsuð sem fyrsti kostur í hægri vængbakvörðinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir Staða: Framherji Félagslið: Breiðablik Fædd: 1992 Landsleikir (mörk): 27 (1) Treyjunúmer: 20 Eyjakonan hefur átt í miklu basli með að skora fyrir landsliðið eins dugleg og hún er að raða inn í Pepsi-deildinni. Aðeins eitt mark í 27 leikjum og því miður nýtti hún ekki traustið þegar Harpa þurfti að taka sér frí. Öflugur leikmaður engu að síður sem getur pressað vel og skapað usla í vítateig mótherjanna en er líklega orðin þriðji kostur hjá Frey í framherjastöðuna á eftir Hörpu og Katrínu. 0 8 -0 7 -2 0 1 7 0 3 :4 0 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 4 8 -1 9 5 8 1 D 4 8 -1 8 1 C 1 D 4 8 -1 6 E 0 1 D 4 8 -1 5 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.