Fréttablaðið - 08.07.2017, Qupperneq 62
Það eru líka alltaf
galdrar sem gerast
Þegar listamenn koma
saman, leika sér dálítið og
búa til eitthvað einstakt.Hver kynslóð í listinni hefur sín sérkenni, s í n a r á h e r s l u r , handbragð og hug-myndir. Nýverið var opnuð í Flóa í
Hörpu sýningin Háflæði en þar sýna
sjö listamenn af ungu kynslóðinni
verk sín. Listamennirnir eru þau
Aðalheiður Daly, QWICK, Rögnvald-
ur Skúli, Ýmir Grönvold, Nanna MBS,
Dýrfinna Benita og
Kristín Morthens
en hún segir að
nánast alveg sami
hópur hafi sýnt
saman, á sama stað
fyrir fjórum árum.
„Þetta gekk virki-
lega vel fyrir fjórum
árum og þetta var
það skemmtilegt
verkefni að Harpan
hafði áhuga á að
endurtaka leikinn.“
Aðspurð um það
hvað hafi fært hóp-
inn saman á sínum
tíma segir Kristín
að það hafi í raun verið alls konar
tengsl. „Við komum í raun og veru úr
mismunandi áttum en mörg okkar
höfðu þó verið saman í Fjölbraut
í Breiðholti sem unglingar og svo
höfðum við líka kynnst í gegnum
götulist. Í rauninni komum við öll frá
þeim grunni að hafa verið að vinna
úti og vinna þrívítt en það var svona
það sem tengdi okkur saman. Þó svo
við höfum fylgst að í ákveðinni merk-
ingu þá höfum við líka verið að leita
í ólíkar áttir. Nokkur okkar eru búin
að vera í námi í útlöndum á ólíkum
stöðum en aðrir hérna heima og fyrir
vikið þá er spennandi fyrir okkur að
koma aftur saman núna fjórum árum
síðar og sjá hvað gerist.“
Kristín segir að á þessum tíma
hafi líka orðið mikil breyting. „Þegar
maður er ungur listamaður og jafn-
vel í námi þá liggur í hlutarins eðli að
maður þarf að breytast
og þróast ótrúlega hratt.
Þannig að frá því að við
sýndum fyrir fjórum
árum hafa allir þessir
listamenn mikið breyst
og þroskast. Það er
gaman að við komum
saman núna og ég
held að það geti verið
áhugavert fyrir hóp-
inn að koma saman
aftur eftir t.d. fimm
ár og sjá hvað hefur
breyst og hvernig við
höfum þóast. Það eru
líka alltaf galdrar sem
gerast þegar listamenn koma saman,
leika sér dálítið og búa til eitthvað
einstakt.“
Þau sem sýna í Hörpu eru öll af
kynslóðinni frá því rétt fyrir alda-
mót. Yngsti listamaðurinn er fæddur
1994 en sá elsti 1989. En hver skyldu
vera einkenni þessarar kynslóðar
í myndlistinni? „Ég held að það sé
eins segir í texta sem Guðmundur
Oddur skrifaði um okkur að þessi
kynslóð sé með smá ofnæmi fyrir
ofurskipulagi og ofhugsun – þessari
dýrkun á rökhugsun. Það sem ein-
kennir okkar kynslóð er kannski
frekar tilfinninganæmi og að lifa og
bregðast við í núinu, einlægni og
það að ofhugsa ekki hlutina heldur
hafa frekar gaman af þeim.“ Eruð þið
krúttkynslóðin? „Nei, ég held ekki.
Ég held að við séum kannski aðeins
grófari en krúttkynslóðin.“ En lýsing
Godds á einkennum ykkar minnir
nánast á hippakynslóðina. „Já, það
er kannski eitthvað til í því en sam-
félagið er bara svo breytt að það er í
raun ekki hægt að bera þetta saman.
Við búum ekki aðeins í því samfélagi
sem við tilheyrum í venjubundinni
merkingu, heldur einnig í hinum staf-
ræna heimi og veruleika. Ég held að
það hafi gríðarlega mikil áhrif á fólk
sem er að búa til sjónlist. Allir þessir
skjáir sem við horfum á og sem eru
vettvangur allra þessara mynda sem
flæða yfir okkur.“
Þrátt fyrir alla skjáina og hina raf-
rænu miðla þá er málverkið engu
að síður ráðandi miðill í verkum
þessara ungu listamanna en Kristín
segir að það feli í raun ekki í sér upp-
reisn eða andóf. „Ég held að það megi
frekar segja að þetta sé ákveðið svar
eða viðbragð. Þetta er eins og með
þá miklu stigveldisskiptingu sem er
á milli miðla í listum, þar sem einn
miðill þykir merkilegri en annar, sem
hefur verið gegnumgangandi lengi.
Fólk sem var að mála eftir 1960 virtist
þannig oft þurfa að afsaka eða rétt-
læta það að hafa valið málverkið sem
miðil. En í okkar kynslóð er þessi
skipting inni í myndinni. Stóra málið
er að við erum að upplifa myndir
með allt öðrum hætti en við höfum
verið að gera áður, möguleikarnir
eru svo miklir og í mínum huga felur
það frekar í sér útópíu en dystópíu.
Heimurinn er ekkert að hrynja eða
farast – það eru nýir möguleikar að
opnast og þetta er spennandi heim-
ur. Það er viðhorf og hugsun minnar
kynslóðar.“
Heimurinn er ekkert að
hrynja eða farast
háflæði er yfirskrift samsýningar sjö ungra listamanna í
hörpu en þessi sami hópur sýndi einnig á sama stað fyrir fjór-
um árum. kristín morthens er einn af listamönnunum og hún
segir listamenn breytast hratt á þessum mótunarárum.
Kristín Morthens myndlistarkona á sýningunni Háflæði í Hörpu. Fréttablaðið/Ernir
Bækur
Smáglæpir
HHHHH
Björn Halldórsson
Útgefandi: Sæmundur
Prentun: Oddi
Síðufjöldi: 142
Kápuhönnun: Aðalsteinn Svanur
Sigfússon
Þegar við horfum til baka yfir líf
okkar, jafnvel þau sem eru ung að
árum, þá könnumst við flest ef ekki
öll við atburði og ákvarðanir sem
hafa mótað okkur
meira en margan
grunar. Ákvarðanir
sem í fyrstu virðast
vera veigalitlar en
marka engu að
síður ákveðið upp-
haf að stefnu sem
við síðan tókum
í lífinu. Eitthvað
sem gerir okkur
að því sem við
erum, því sem við
iðrumst og vild-
um vera. Þessar
ákvarðanir sem
eru oftar en ekki
teknar á auga-
bragði en fylgja
okkur engu
að síður með
e i n u m e ð a
öðrum hætti
a l l a o k ka r
daga eru efni-
viður smá-
sagnasafnsins
Smáglæpir, eftir Björn Halldórsson.
Þessar mótandi ákvarðanir okkar
eru þó ekki það eina sem gefur verk-
inu heildstæðan brag þar Björn tekst
einnig á við fjölskylduna, í öllum
sínum margbrotnu myndum, með
forvitnilegum hætti í verkinu. Þar
er líka tekst á við tímann og hvernig
hann leikur okkur öll án undantekn-
inga. Og hvort sem við tilheyrum
einhverjum eða bara sjálfum okkur
þá leiðir höfundur okkur fyrir sjónir
mikilvægi fjölskyldu- og tilfinninga-
tengsla og þörfina fyrir traust og vin-
áttu óháð aldri, stétt og stöðu.
Það er gleðilegt hvað smásagna-
formið hefur verið að sækja í sig
veðrið innan íslenskra bókmennta
síðustu misserin og Smáglæpir eru
vissulega athyglisverður hluti af
þeirri sókn. Sögurnar eru skrifaðar
af fagmennsku, þekkingu og skiln-
ingi á forminu og heildaryfirbragðið
er einnig ágætlega unnið. Sögurnar
eru þó missterkar og framan af er
heildar þemað helst til óljóst og
eins og höfundur sé eilítið leitandi í
nálgun sinni að verkefninu. Hugsan-
lega hefði það getað verið til bóta að
setja safnið saman með öðrum hætti
og byrja á einni af sterkustu sög-
unum eins og t.d. Rekald. Munurinn
á sterkari og veikari sögunum liggur
ekki síst í því að þær sterkari inni-
halda meiri innri spennu og það er
auðveldara að
tengjast per-
sónunum þar
sem mótun
þeirra er skýr
og áhugaverð.
Innra líf þeirra
og tilfinningar
koma betur
fram en í þeim
s ö g u m s e m
hve r f a st u m
ákveðna atburði
án tilfinninga-
semi. Stíllinn
er líka þéttari
og betri, þó svo
hann sé almennt
virkilega góður,
og góður stíll sem
herðir á atburðarás
og skerpir heildar-
my n d p e r s ó n a
er svo sannarlega
mikilvægur.
Heilt yfir eru Smá-
glæpir þó ljómandi
fínt smásagnasafn og vel þess virði
fyrir lesendur að leggja sig eftir þessu
verki. Hér er líka á ferðinni fyrsta
heildstæða verk höfundar sem fram
til þessa hefur aðeins birt stök verk í
tímaritum og á sambærilegum vett-
vangi. Þannig að Björn Halldórsson
stimplar sig hér inn með afgerandi
hætti og haldi hann áfram á þessari
braut geta lesendur hugsað sér gott til
glóðarinnar.
Magnús Guðmundsson
NiðurStaða: Virkilega forvitnileg,
en ekki gallalaus, fyrsta bók höfundar
sem spennandi verður að fylgjast með
í framtíðinni.
Eitthvað sem gerir okkur
að því sem við erum
Opnað verður
fyrir umsóknir
í myndlistarsjóð
10. júlí
Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni
sýningarverkefna allt að 500.000 kr.
Styrkir til stærri sýningarverkefna,
útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir
styrkir allt að 2.000.000 kr.
Úthlutað er tvisvar úr sjóðnum árið
2017 og er um síðari úthlutun að ræðaM
yn
dl
is
ta
rs
jó
ðu
r
Úr seinni úthlutun verða veittir
Upplýsingar um myndlistarsjóð,
umsóknareyðublað, úthlutunarreglur
og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu
myndlistarráðs, myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í september
Umsóknarfrestur er til miðnættis 21. ágúst 2017
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
8 . j ú l í 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r34 m e N N i N G ∙ F r É t t a B l a ð i ð
menning
0
8
-0
7
-2
0
1
7
0
3
:4
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
4
8
-4
F
A
8
1
D
4
8
-4
E
6
C
1
D
4
8
-4
D
3
0
1
D
4
8
-4
B
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
_
7
_
7
_
2
0
1
7
C
M
Y
K