Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 18
Stjórnendur Íslandshótela hafa
ákveðið að seinka opnun nýs hótels
á Sjallareitnum á Akureyri. Fram-
kvæmdastjóri hótelkeðjunnar segir
forsendur hafa breyst með styrkingu
krónunnar og að útlit sé fyrir að bók-
anir verði færri en fyrstu áætlanir
fyrirtækisins gerðu ráð fyrir.
„Við horfum nú til þess að hótelið
á Sjallareitnum verði opnað 2020
eða 2021 og þá myndu framkvæmdir
hefjast mögulega á næsta ári. Þar er
allt meira og minna tilbúið og það er
nánast búið að fullhanna hótelið og
samþykki bæjaryfirvalda á lokastigi
og við gætum í raun og veru hafið
framkvæmdir mjög fljótlega,“ segir
Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Íslandshótela.
Dótturfélag hótelkeðjunnar,
Norðureignir, keypti Sjallann á
Akureyri og nálægar byggingar í
lok júlí í fyrra. Til stendur að rífa
skemmtistaðinn og byggja 113 her-
bergja hótel undir nafni Fosshótela.
Upphafleg áform gerðu ráð fyrir
opnun á næsta ári. Í tilkynningu
fyrirtækisins í janúar var vísað í spár
um 20 prósenta fjölgun ferðamanna
á þessu ári og bent á fjölgun gisti-
nótta á Norðurlandi.
„Forsendur hafa breyst og þó við
sjáum ekki fækkun ferðamanna til
landsins þá eru þeir að velja og hafna
hvert þeir fara og hversu löngum
tíma þeir eyða hérna. Við finnum
strax að það er að hægja á svæðum
sem eru ekki í alfaraleið og Akur-
eyri á fyrir undir högg að sækja yfir
vetrarmánuðina. Við ætlum því ekki
að setja þetta verkefni í forgang.“
Davíð segir að áform um stækkun
Grand Hótels á Blómavalsreitnum
Seinka hóteli á Sjallareitnum
út af styrkingu krónunnar
Íslandshótel ætla að opna hótel á Sjallareitnum á Akureyri eftir þrjú til fjögur ár en ekki á næsta ári. Fram-
kvæmdastjórinn segir forsendur hafa breyst með styrkingu krónunnar. Hönnunin er næstum fullkláruð og
verkið hefði geta hafist fljótlega. Hótelframkvæmdum fyrirtækisins í Reykjavík verður ekki seinkað.
Tölur sýna minni
fjölgun ferðamanna
Fjölgun gistinótta erlendra
ferðamanna á heilsárshótelum
á fyrstu fjórum mánuðum
ársins var minnst á landsvæðum
sem eru einna lengst frá
höfuðborgarsvæðinu. Sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar
var fjölgunin minnst á Austur-
landi eða rúm þrettán prósent
en næstminnst á Norðurlandi
eða 23 prósent. Hagfræðideild
Landsbankans benti í síðustu
viku á að þessi þróun skýrist að
einhverju leyti af því að dvalar-
lengd ferðamanna hefur styst
síðustu misseri. Þar hafi styrking
krónunnar áhrif enda hækki hún
dvalarkostnað ferðamanna.
Útlit er fyrir að hótelið á Akureyri verði ekki opnað ekki fyrr en fjórum til
fimm árum eftir að Íslandshótel keyptu lóðina. Nordicphotos/Getty
Við finnum strax að
það er að hægja á
svæðum sem eru ekki í
alfaraleið og Akureyri á fyrir
undir högg að sækja yfir
vetrarmánuðina.
Davíð Torfi Ólafsson,
framkvæmdastjóri
Íslandshótela
Olíuverð hefur haldið áfram að
lækka þrátt fyrir samkomulag OPEC-
ríkja um að draga úr framleiðslu. Um
eftirmiðdaginn í gær hafði Brent
hráolía lækkað um 0,74 prósent, en
West Texas hráolía um 0,41 prósent.
Reuters greinir frá því að það sem
af er ári hafi olíuverð lækkað um
rúmlega 20 prósent, sem er mesta
lækkun á hálfu ári frá því árið 1997.
Um eftirmiðdaginn í gær kostaði
tunna af West Texas hráolíu 43,33
dollara, en kostaði 53,72 dollara í
árslok 2016. Brent hráolía lækkaði
úr 56,82 dollurum í 45,7 dollara á
sama tímabili.
OPEC-ríkin og aðrir olíufram-
leiðendur ákváðu að minnka fram-
leiðslu um 1,8 milljónir tunna á dag
frá og með janúar.
Carsten Menke, greiningaraðili hjá
Julius Baer, segir í samtali við Reut-
ers að ekki virðist hægt að stöðva
lækkun olíuverðs. Fólk sé í auknum
mæli með efasemdir um áhrif fram-
leiðslusamnings OPEC-ríkjanna.
Olíuframleiðendur virðast hafa
virt samkomulagið um að draga úr
framleiðslu, hins vegar voru nokkrir
framleiðendur, þeirra á meðal Írak,
Sádi-Arabía og Rússland, sem fram-
leiddu gríðarlega mikið í aðdrag-
anda samningsins, það getur hafa
haft áhrif til lækkunar olíuverðs. – sg
Olíuverð ekki lækkað meira í tuttugu ár
olíuverð hefur lækkað um rúmlega 20 prósent á árinu. FréttAblAðið/epA
Drykkjarframleiðandinn Coca-Cola
European Partners Ísland, áður Vífil-
fell, var rekinn með 180 milljóna
króna hagnaði í fyrra. Afkoma fyrir-
tækisins árið 2015 var jákvæð um
89 milljónir og því um 91 milljónar
króna viðsnúning að ræða.
Þetta kemur fram í nýjum árs-
reikningi fyrirtækisins. Sala á
drykkjartegundum á borð við Coke,
Sprite og Trópí skilaði þá rétt tæpum
tólf milljörðum króna samanborið
við 10,8 milljarða árið á undan. Eigið
fé félagsins, eignir mínus skuldir,
var jákvætt um 4,4 milljarða króna.
Coca-Cola á Íslandi er dótturfélag
Bottling Great Britain Ltd. – hg
Hagnaður Coke
á Íslandi jókst
höfuðstöðvar fyrirtækisins eru við
stuðlaháls. FréttAblAðið/ANtoN briNk
Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf.,
sem er meðal annars í eigu stjórn-
enda lyfjafélagsins Alvogen, hefur
fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaút-
gáfunni Birtíngi. Kaupin gengu í
gegn fyrr í mánuðinum samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, en kaup-
verð er trúnaðarmál. Engar áherslu-
breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri
útgáfunnar. Birtíngur gefur út tíma-
ritin Hús og híbýli, Gestgjafann og
Vikuna.
Dalurinn ehf., nýr eigandi Birt-
íngs, er í eigu Róberts Wessman,
Árna Harðarsonar, Halldórs Krist-
mannssonar, Hilmars Þórs Kristins-
sonar og Jóhanns G. Jóhannssonar.
Þeir eiga hver um sig fimmtungshlut
í félaginu.
Seljendur eru félagið SMD ehf.,
sem er í eigu einkahlutafélags
Hreins Loftssonar, Prospectus ehf.,
í eigu Matthíasar Björnssonar, og
Karl Steinar Óskarsson. Félag Hreins
átti fyrir viðskiptin 75 prósenta hlut
í Birtíngi, en þeir Matthías og Karl
Steinar 12,5 prósenta hlut hvor.
Hreinn hefur stigið til hliðar sem
stjórnarformaður og útgefandi
Birtíngs, en Karl Steinar mun áfram
gegna starfi framkvæmdastjóra og
Matthías starfi fjármálastjóra.
Gunnlaugur Árnason mun taka
sæti stjórnarformanns í Birtíngi og
leiða stefnumótun félagsins. Hann
er eigandi bresku fjölmiðlafélag-
anna M2 Communications og M2
Bespoke.
Eins og kunnugt er var kaupum
Pressunnar á Birtíngi rift í síðasta
mánuði vegna bágborinnar fjár-
hagsstöðu Pressunnar. Áður höfðu
fregnir borist af því að ekkert yrði
af 300 milljóna króna hlutafjár-
aukningu Pressunnar. Dalurinn ehf.
ætlaði meðal annars að leggja Press-
unni til 155 milljónir króna af nýju
hlutafé og verða þar með langsam-
lega stærsti eigandi fjölmiðilsins.
Þegar Samkeppniseftirlitið sam-
þykkti upphaflega kaup Pressunnar
á Birtíngi fyrr á árinu kom meðal
annars fram að fyrri eigendur Birt-
íngs hefðu ekki bolmagn til þess að
halda útgáfunni áfram óbreyttri.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins hefur fjárhagsleg staða
útgáfufélagsins nú verið tryggð. –kij
Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi
Hamborgarastaðir Dirty Burger and
Ribs voru reknir með 4,5 milljóna
króna tapi í fyrra samanborið við sex
milljóna króna tap árið 2015. Rekstr-
arfélag þeirra, DBR ehf., velti 258
milljónum árið 2016 og dróst salan
saman um sjö milljónir milli ára.
Fyrsti hamborgarastaður DBR var
opnaður við Miklubraut 101 í ágúst
2014. Félagið rekur einnig staði í
Austurstræti og í Reykjanesbæ. Það
er í eigu Riverside Capital ehf., Her-
manns Agnars Sverrissonar og GGH
ehf. og eiga allir hluthafar þriðjungs-
hlut. Riverside er í eigu fjárfestisins
Örvars Kærnested og GGH er að
hluta til í eigu erlendra félaga fjár-
festisins Magnúsar Ármann. Mynda
þeir tveir stjórn félagsins. – hg
Dirty Burger
skilaði tapi
svokallaða og nýtt hótel við Lækjar-
götu hafi ekki breyst. Í báðum til-
vikum eigi framkvæmdir að hefj-
ast á undan hótelinu á Akureyri.
Íslandshótel reka fimmtán hótel á
landsbyggðinni.
„Suðurlandið og austur á Höfn í
Hornafirði hefur gengið vel og þar
erum við með góða nýtingu og góða
aukningu milli ára en það eru helst
Vestfirðir, Austfirðir og svo Norður-
landið, þar sem við finnum að er
örlítið þyngri róður. Við sjáum þó
ekki samdrátt eins og í fréttum þar
sem fólk er að lenda í 30-40 pró-
senta samdrætti,“ segir Davíð og
vísar í forsíðufrétt Fréttablaðsins
á föstudag þar sem hótelstjórar á
Vestfjörðum lýstu mikilli fækkun
ferðamanna.
„Við erum ekki að sjá þessa aukn-
ingu sem við vorum búin að áætla á
þessum svæðum og þetta verður enn
þyngra ef þessi virðisaukaskattur
kemur á ferðaþjónustuna og menn
þurfa að velja og hafna hvar ný hótel
verða byggð.“ haraldur@frettabladid.is
FliBlade 26
Áður 20.238,- NÚ 16.191,-
gæði – þekking – þjónusta
Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is
FLUGNABANAR
Kynningartilboð á nýrri
gerð flugnabana sem uppfylla
nýjustu kröfur um hreinlæti
BIÐRAÐAKERFI - FÆRIBÖND - DEIG- & RASPVÉL - BRÝNI
MÁLMLEITARTÆKI - ÁLEGGSHNÍFAR - HAKKAVÉLAR
HAMBORGARAVÉLAR - KJÖTSAGIR - ROÐFLETTIVÉLAR
GOTT
VERÐ
Engar veigamiklar
áherslubreytingar eru
fyrirhugaðar á rekstri
útgáfunnar á næstunni.
mArkAðurinn
2 2 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R18 F R é T T I R ∙ F R é T T A B L A ð I ð
2
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
2
6
-F
4
4
0
1
D
2
6
-F
3
0
4
1
D
2
6
-F
1
C
8
1
D
2
6
-F
0
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
0
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K