Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 44
Miðaldakvöldverður verður í Skálholti á annað kvöld og hefst hann kl. 19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem boðið er upp á matarboð með gamla laginu og hefur veislan alltaf verið vel sótt. Mikið er lagt í matargerð- ina en stuðst er við matseðil Þorláks helga Þorlákssonar sem var biskup í Skálholti á mið- öldum. Griðkonur í viðeigandi búningum reiða fram mat og vín en veislustjóri er Halldór Reynisson, starfandi rektor Skálholtsskóla. Hann segir sögu matarkúnstarinnar sem kvöld- verðurinn endurspeglar. Það er Sölvi Hilmarsson sem reiðir fram girnilegan miðalda- kvöldverð. Á myndinni sem Atli Rúnar Halldórsson tók má sjá hann skera niður lambakjöt sem eldað er eins og gert var á þeim tíma. Áður en matarveislan hefst er skoðunarferð í kirkjunni. Einnig er hægt að fá gistingu í Skálholti. Panta þarf borð á netfanginu skalholt@skalholt.is en verðið er 9.500 krónur. Miðaldakvöldverð- ur er mikil upplifun samkvæmt því sem sagt er. Í Skálholti er margvísleg menningartengd ferðaþjónusta í boði. Nánar má skoða viðburði á heimasíðunni skalholt.is. Miðaldakvöldverður í Skálholti Hjá Vestfirska forlaginu er komin út fimmta hjólabókin eftir Ómar Smára Kristinsson. Að þessu sinni leggur hann áherslu á Rangárvalla- sýslu. Í bókinni lýsir hann ellefu hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameigin- legt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri ferðum. Þar að auki er nokkurra léttra hringleiða sem ekki teljast til dagleiða getið í bókinni. Einnig er í henni að finna kort af almenningssamgöngum og umferðarþunga. Hagnýtar upplýsingar um hverja leið eru útlistaðar í máli og á kortum. Allar leiðirnar eru teikn- aðar með litaskala sem útskýrir hve brattinn er mikill. Um eitt og hálft hundrað ljósmynda gefur innsýn í sýsluna, hvernig þar er umhorfs og hvers konar vegir og stígar bíða lesenda.  Hjólað um Rangárvelli Fátt er eins nærandi og viðeigandi í útilegu og lambakótilettur í raspi. Kótiletturnar eru steiktar heima fyrirfram, kældar og stungið ofan í box til að gæða sér á undir blá- himni. Hér er uppskrift fyrir fjóra. 12 lambakótilettur 1 egg 3 msk. mjólk 1 bolli þurr brauðmylsna Salt og nýmalaður pipar 75 g smjör Þerrið kótiletturnar, skerið burt hluta fitunnar og berjið létt með buffhamri. Þeytið egg og mjólk létt saman og kryddið brauðmylsnuna með pipar og salti. Bræðið smjör á stórri, þykkbotna pönnu. Veltið kótilettum úr eggjablöndunni og síðan brauðmylsnu. Brúnið á báðum hliðum við góðan hita en lækkið síðan og steikið áfram við vægan hita í 8-10 mínútur. Snúið einu sinni. Heimild: lambakjot.is Nammi fyrir útilegumenn 5 6 7 8 1 2 4 9 10 11 12 13 14 15 3 fosshotel.is | #fosshotel 109 11 1312 14 4321 6 5 87 15 GISTING OG VEITINGASTAÐIR UM ALLT LAND FJÖLBREYTTIR GISTIMÖGULEIKAR FRÁBÆRIR VEITINGASTAÐIR FOSSHÓTEL UM ALLT LAND VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉ R V E S T F I R Ð I R A U S T F I R Ð I R 8 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . j ú N Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 7 -0 3 1 0 1 D 2 7 -0 1 D 4 1 D 2 7 -0 0 9 8 1 D 2 6 -F F 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.