Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 44
Miðaldakvöldverður verður
í Skálholti á annað kvöld og
hefst hann kl. 19. Þetta er ekki
í fyrsta skipti sem boðið er upp
á matarboð með gamla laginu
og hefur veislan alltaf verið vel
sótt. Mikið er lagt í matargerð-
ina en stuðst er við matseðil
Þorláks helga Þorlákssonar sem
var biskup í Skálholti á mið-
öldum. Griðkonur í viðeigandi
búningum reiða fram mat og
vín en veislustjóri er Halldór
Reynisson, starfandi rektor
Skálholtsskóla. Hann segir sögu
matarkúnstarinnar sem kvöld-
verðurinn endurspeglar.
Það er Sölvi Hilmarsson sem
reiðir fram girnilegan miðalda-
kvöldverð. Á myndinni sem
Atli Rúnar Halldórsson tók má
sjá hann skera niður lambakjöt
sem eldað er eins og gert var á
þeim tíma.
Áður en matarveislan hefst
er skoðunarferð í kirkjunni.
Einnig er hægt að fá gistingu í
Skálholti.
Panta þarf borð á netfanginu
skalholt@skalholt.is en verðið er
9.500 krónur. Miðaldakvöldverð-
ur er mikil upplifun samkvæmt
því sem sagt er. Í Skálholti er
margvísleg menningartengd
ferðaþjónusta í boði. Nánar má
skoða viðburði á heimasíðunni
skalholt.is.
Miðaldakvöldverður í Skálholti
Hjá Vestfirska forlaginu er komin
út fimmta hjólabókin eftir Ómar
Smára Kristinsson. Að þessu sinni
leggur hann áherslu á Rangárvalla-
sýslu.
Í bókinni lýsir hann ellefu
hjólreiðaleiðum, auðveldum og
erfiðum, sem eiga það sameigin-
legt að þær liggja í hring og að
hægt er að loka hringnum á einum
degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja
tillögur að fleiri ferðum. Þar að
auki er nokkurra léttra hringleiða
sem ekki teljast til dagleiða getið í
bókinni. Einnig er í henni að finna
kort af almenningssamgöngum og
umferðarþunga.
Hagnýtar upplýsingar um hverja
leið eru útlistaðar í máli og á
kortum. Allar leiðirnar eru teikn-
aðar með litaskala sem útskýrir
hve brattinn er mikill. Um eitt og
hálft hundrað ljósmynda gefur
innsýn í sýsluna, hvernig þar er
umhorfs og hvers konar vegir og
stígar bíða lesenda.
Hjólað um
Rangárvelli
Fátt er eins nærandi og viðeigandi
í útilegu og lambakótilettur í raspi.
Kótiletturnar eru steiktar heima
fyrirfram, kældar og stungið ofan
í box til að gæða sér á undir blá-
himni. Hér er uppskrift fyrir fjóra.
12 lambakótilettur
1 egg
3 msk. mjólk
1 bolli þurr brauðmylsna
Salt og nýmalaður pipar
75 g smjör
Þerrið kótiletturnar, skerið burt
hluta fitunnar og berjið létt með
buffhamri. Þeytið egg og mjólk létt
saman og kryddið brauðmylsnuna
með pipar og salti. Bræðið smjör
á stórri, þykkbotna pönnu. Veltið
kótilettum úr eggjablöndunni
og síðan brauðmylsnu. Brúnið á
báðum hliðum við góðan hita en
lækkið síðan og steikið áfram við
vægan hita í 8-10 mínútur. Snúið
einu sinni.
Heimild: lambakjot.is
Nammi fyrir
útilegumenn
5 6 7 8
1
2
4
9
10 11
12
13
14
15
3
fosshotel.is | #fosshotel
109
11 1312 14
4321
6
5
87
15
GISTING OG VEITINGASTAÐIR
UM ALLT LAND
FJÖLBREYTTIR GISTIMÖGULEIKAR
FRÁBÆRIR VEITINGASTAÐIR
FOSSHÓTEL UM ALLT LAND
VIÐ
TÖKUM
VEL Á
MÓTI ÞÉ
R
V E S T F I R Ð I R
A U S T F I R Ð I R
8 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . j ú N Í 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R
2
2
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
2
7
-0
3
1
0
1
D
2
7
-0
1
D
4
1
D
2
7
-0
0
9
8
1
D
2
6
-F
F
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
0
s
_
2
1
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K