Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 28
Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðs-dóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðs- dómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmanna- félagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. Þegar nafni Roberts Downey er slegið upp á leitarvélum eða í dómsskjölum er ómögulegt að finna hvernig hann missti æruna og rétt- indi sín til að stunda lögmannsstörf en í stað þess koma ótal niðurstöður um frægan leikara í Hollywood. Ástæðan er sú að glæpirnir sem hann var dæmdur fyrir voru framd- ir undir öðru nafni. Þá hét hann Róbert Árni Hreiðarsson. Hvaða slóð er svo maðurinn að fela með því að skipta um nafn? Til að missa æruna samkvæmt íslenskum lögum þarf einstakling- ur að fremja svívirðilegan glæp og refsing sem dæmd var þarf að vera fjögurra mánaða fangelsi óskilorðs- bundið hið minnsta. Róbert hlaut þriggja ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum fjórtán til fimmtán ára en sjálfur var hann þá um sextugt. Þremur árum síðar þurfti hann svo að greiða fimmtu stúlkunni skaðabætur fyrir sömu sakir en var sá glæpur ekki metinn til lengingar á fangelsisvistinni. Hann sat inni í tvö ár. Við tælingu á fórnarlömbum sínum beitti Róbert blekkingum og nýtti sér yfirburði sína vegna stöðu sinnar og aldurs- og þroskamunar. Hann var á þessum tíma með tvo síma, fjögur símkort og á þeim voru skráð nöfn hundraða stúlkna og aldur þeirra fyrir aftan. Hann nálgaðist líka stúlkurnar á msn- samskiptaforritinu undir ýmsum fölskum nöfnum m.a. gælunafni sonar síns. Allt saman þaulskipu- lagt. Auðveldast var fyrir hann að tæla stúlkur sem stóðu höllum fæti með peningum og áfengi. Tilvitnun í dóminn: „Að mati dómsins var brotavilji ákærða einbeittur. Þá hélt hann brotum sínum áfram eftir að honum var kunnugt um að hann væri grun- aður um kynferðisbrot gagnvart A. Þá verður ekki hjá því litið að ákærði var starfandi lögmaður er hann framdi brotin en hann hefur m.a. annast hagsmunagæslu fyrir brota- þola í sakamálum og sinnt verjanda- störfum í kynferðisbrotamálum.“ [...] „Ákærði hefur í þessu máli verið sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðis- brot gagnvart 4 stúlkum. Er brot hans stórfellt og verður ótvírætt að telja að hann sé ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðsdómslögmaður eða njóta þeirra réttinda. Með vísan til þess, sbr. 2. mgr. 68. gr. if., laga nr. 19/1940, er ákærði sviptur réttindum til að vera héraðsdóms lögmaður. Í málflutningsræðu ákæruvalds kom fram að við héraðsdómstól lægi á þessari stundu fyrir ósk um að ákærði yrði skipaður verjandi manns, sem ákærður væri fyrir kyn- ferðisbrot gegn barni. Dómurinn hefur fengið þær upplýsingar stað- festar frá viðkomandi dómstól. Í ljósi þeirra mikilsverðu hagsmuna sem í húfi eru þykir rétt, með vísan til 2. mgr. 139. gr. laga nr. 19/1991, að láta áhrif réttindasviptingarinnar þegar koma til framkvæmda.“ Nú kemur maðurinn fram undir enn nýju nafni, fær uppreist æru og hlýtur lögmannsréttindi á þeim for- sendum „...að það skipti hann miklu máli að geta skilið við þann kafla í lífi sínu sem hafi leitt til dóms.“ Lög- maður hans birtist í fjölmiðlum þann 17. júní og kvað Robert svo endurhæfðan að hann hefði meira að segja farið til sálfræðings og bætti svo við að dómurinn hefði verið þungur miðað við brotin. – „Allir sem töldu það,“ sagði hann. Allir? Það er ekki nema sanngjarnt að það komi fram að sá sem skrifar þessa grein er faðir einnar stúlk- unnar sem brotið var á. Dóttir mín og fjölskylda hennar hafa verið að leita svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því að dóms- málaráðuneytið, settur innanríkis- ráðherra (núverandi forsætisráð- herra) og forseti Íslands veiti manni sem hefur í áratugi blekkt og svívirt ungar stúlkur geti talist flekklaus og fái að stunda störf við aðstæður þar sem hann er aftur kominn í yfir- burðastöðu gagnvart öðrum borg- urum. Forsætisráðherrann segist ekkert vita. Forsetinn setur nafn sitt við þennan gjörning en ber enga ábyrgð. Hverjir eru þeir tveir valinkunnu einstaklingar sem, samkvæmt lögum, settu nafn sitt við að maður- inn sé fullkomlega fær um að girnast ekki börn framar? Það skal tekið fram að Róbert viðurkenndi aldrei við dóm að hann hefði gert nokkuð rangt. Þvert á móti fannst honum á sér brotið. Iðrun hefur hann aldrei sýnt og við efumst um að hana sé að finna í þeim skjölum sem dóms- málaráðuneytið lagði fram til upp- risu ærunnar, séu þau til. Hér er pottur brotinn. Hér er allt á skakk og skjön. Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með. Þurfum við kannski að leggja Nýju stjórnar- skrána fram fyrir fólkið í landinu svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir eitthvað sem hann veit ekki hvað er? Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráð- herra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dómsmálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það. Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með. Þurfum við kannski að leggja Nýju stjórnarskrána fram fyrir fólkið í landinu svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir eitthvað sem hann veit ekki hvað er? Fyrst og fremst viljum við heyra rök núver­ andi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita ein­ mitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dóms­ málaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það. Hann stóð í sturtunni gegnt mér í Árbæjarlaug; þéttvax-inn um 35 ára, með mikið rauðleitt skegg. Hakakross tattóver- aður á brjóst, um 10 sm í þvermál. Ég var hvumsa. Hvert var mitt hlutverk við þessar aðstæður? Átti ég að ræða við manninn og biðja hann að hylja eitt helsta illskutákn sögunnar – eða var það kannski lög- varinn réttur hans að bera þetta á brjósti sínu, öllum til sýnis? Ég var ekki viss og gerði því ekkert. Tímarnir eru þversagnarkenndir. Djúpt er á friði og náungakærleika milli fólks og landa. Daðrað er við ófrið með hugsunarleysi, frekju og lúmskum ógnunum. Klassískum boðorðum og dygðum er ógnað. Í loftinu svífur ósögð setning Þorgeirs Hávarssonar í Gerplu „að vilja seint rata í þann glæp að semja frið við menn“. Hvert er hlutverk skólakerfisins við þessar aðstæður? Hvaða mögu- leika hafa kennarar og nemendur til að stuðla að skilningi og friði? Puðað til friðar Fræðimenn telja að einn helsti ávinningur Kennedys í forsetastóli hafi verið að leggja með nýstárlegum hætti grunn að friði í heiminum. Í nýútkominni bók sinni „To move the World“ sýnir Jeffrey Sachs, pró- fessor við Columbia háskóla, fram á að þrotlaus elja og hugmyndaauðgi Kennedys hafi líklega komið í veg fyrir stórstyrjöld BNA og Sovétríkj- anna vegna Kúbudeilunnar. Kennedy útilokaði ekki stríðsátök til að vernda hagsmuni Bandaríkj- anna en hann taldi að of oft væri of auðvelt að hefja stríð og því lyki því ævinlega of seint og eftir of miklar þjáningar. Ávinningur af stríði væri alltaf keyptur dýru verði. Að hefja ferli friðar og þróa sig í átt til friðar væri hins vegar mun erfiðari og á köflum óvinsælli athöfn – en um leið ábatasamari til lengri tíma fyrir alla. Leikjafræði friðarins væri flókin og vogunin meiri. Friðarboðskapur Kennedys er enn í fullu gildi og á töluvert erindi við okkur árið 2017. Um þessar mundir erum við minnt á hvernig heimskan, lygin, tortryggnin og sérhyglin geta tekið yfir skynsemi, staðreyndir og upplýsingu. Lýðskrumarar eru til- búnir að spila á ótta fólks við „hina“ og óttann við að af þeim verði tekið. Það eina sem Kennedy sagði að fólk þyrfti að óttast væri óttinn sjálfur, því að hann dregur máttinn úr fólki, blindar það og forherðir. Þýski friðarsinninn og guðfræð- ingurinn Dietrich Bonhoeffer, sem nasistar myrtu á síðustu dögum stríðsins, sagði að viðleitni til að koma á friði og halda frið væri enda- laus barátta. Að stuðla að friði fæli ekki í sér einfalda eftirgjöf hags- muna. Þversögnin er sú að það er lítill friður í þeirri þrotlausu vinnu að koma á friði. Skólastarf til friðar Ég held að sérkennilegt andrúms- loft um þessar mundir, leggi okkur öllum, hvaða hlutverki sem við gegnum, ríkulegar skyldur á herðar til að stuðla að sátt og friði. Aðalnámskrá gerir ráð fyrir grunnþáttum menntunar sem eiga m.a. að efla nemendur til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Í alþjóðlegu skólasamhengi er nú mikið rætt um „c-in fjögur“, eða helstu hæfniþætti 21. aldarinnar. Þeir eru gagnrýnin hugsun (critical thinking), sam- skipti (communication), samvinna (collaboration) og sköpun (creati- vity). Þessir hæfniþættir skipta máli þegar rætt er um að efla frið í heim- inum, jafnt milli landa sem og milli einstaklinga. Ég tel að menntakerfið hér á landi – m.a. umfangsmikil stefnumótun, byggð á framhaldsskólalögum frá 2008 og starfsemi einstakra skóla – sé góður grunnur að upplýsingu og uppeldi til friðar. Við sem störfum í menntakerfinu höfum tækifæri til að vefa „c-in“ fjögur af meira afli í menntun unga fólksins. Það er svo margt í samtímanum sem kallar á gagnrýna hugsun, sköpun, aukin samskipti og samvinnu. Við verðum að meta að verðleikum stóra drauma okkar allra um betri framtíð. Í þeim skóla sem ég starfa við, Borgarholtsskóla, voru á síðasta vetri haldnir þrír stefnumótunar- fundir; með nemendum, foreldrum og starfsfólki. Þar unnu menn og konur saman og beittu gagnrýninni hugsun til að skapa skólastarfinu far- sæla framtíð. Niðurstöður þessara funda voru lesnar saman við stefnu- mál ríkisstjórnarinnar í mennta- málum. Í ljós kom sláandi sam- hljómur milli þess sem stjórnvöld leggja áherslu á og þess sem Borgar- holtsskóli vinnur að. Á grundvelli niðurstaðna þessara funda lögðu starfsmenn til að unnin yrðu tiltekin umbótaverkefni sem verður ýtt úr vör í haust. Öll eiga þessi verkefni að stuðla að skilningi, friði og náunga- kærleika meðal fólks. Skólafólk getur haft mikil áhrif til friðar. Við eigum að skipta okkur af, hlusta á sjónarmið, andæfa staðleys- um og puða til friðar í samskiptum á öllum sviðum. Til friðar Ingi Bogi Bogason aðstoðarskóla- meistari Borgar- holtsskóla Öflug miðstöð skapandi greina hefur byggst upp með stofnun Menningar- félags Akureyrar sem skilar menn- ingarlegum verðmætum til sam- félagsins. Í lok maí kynnti Menningar- félagið afrakstur stefnumótunar- vinnu sem starfsfólk félagsins og fulltrúar stjórna þeirra félaga sem það mynda tóku þátt í. Félögin eru: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og Menning- arfélagið Hof. Efling atvinnu í sviðslistum Í stefnunni er megináhersla lögð á eflingu atvinnustarfsemi í sviðs- list og sinfónískri tónlist á Akur- eyri ásamt því að ýta frekar undir aðdráttarafl Hofs og Samkomu- hússins fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur. Menningarfélag Akur- eyrar er gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst. Rík áhersla er því á grasrótina og að fóstra listræna hæfileika, með það að leiðarljósi að sem flestir angar lista- og menningarlífs dafni og blómstri. Menningarfélagið vill hlúa að frumsköpun og veita ungu fólki tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur og skapa þannig ný samfélagsleg verðmæti. Segja má að upptaktur stefnu- mótunarinnar hafi hafist strax við stofnun MAk 2015 og unnið hefur verið eftir þeim takti. Menningar- félagið er óhrætt við að takast á við áskoranir eins og frumflutning á nýjum íslenskum verkum, bæði á sviði leiklistar og sinfónískrar tón- listar. Síðastliðinn vetur setti Leik- félag Akureyrar upp fjölskyldusýn- inguna Núnó og Júníu og sýndi með því mikla áræðni, því það krefst hugrekkis að bjóða upp á eitthvað nýtt, eitthvað ókunnugt. Allar sviðs- uppfærslur Leikfélags Akureyrar undir hatti Menningar félagsins hafa verið nýskrif, ný leikrit, leikgerðir eða samsköpunarverkefni. Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands frum- flutti verk eftir Kjartan Valdimars- son og setti auk þess stórbrotna kvikmyndatónlist Atla Örvars- sonar í glæsilega umgjörð með lifandi flutningi í Hamraborg við mikla hrifningu áhorfenda. Sin- fóníuhljómsveitin hefur markað sér braut sem framsækin og áræðin hljómsveit. Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson tónlistarstjóri tók nýverið fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitar- innar á móti athafna- og nýsköp- unarverðlaunum Akureyrarbæjar fyrir frumkvöðlastarf í upptökum á kvikmyndatónlist í menningarhús- inu Hofi og sköpun nýrra tækifæra fyrir tónlistarfólk. Stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur Framtíðarsýn Menningarfélagsins byggir á þeirri forsendu að aukið fé verði sett í framleiðslu, en framlög til reksturs Leikfélags Akureyrar hafa staðið í stað frá 2007 og ekki hefur heldur verið tekið tillit til verð- lagsbreytinga hjá hinum félögunum í fjárframlögum hins opinbera til Menningarfélagsins. Aukið fram- leiðslufé mun gera Leikfélagi Akur- eyrar kleift að ráða til sín leikhóp og tónlistarsviði Menningarfélagsins mögulegt að veita atvinnutónlistar- mönnum á Norðurlandi tækifæri til að lifa á list sinni. Áætlanir vetrarins hafa staðist og er reksturinn stöðug- ur. Hinn rauði þráður í nýrri stefnu- mótun er ekki einungis stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinn- ingur heldur einnig rekstur í sátt við umhverfi og samfélag. Skapandi aflvaki til framtíðar Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmda- stjóri Menningar- félags Akureyrar Framtíðarsýn Menningar­ félagsins byggir á þeirri forsendu að aukið fé verði sett í framleiðslu, en framlög til reksturs Leikfélags Akur­ eyrar hafa staðið í stað frá 2007. 2 2 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R28 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 7 -2 A 9 0 1 D 2 7 -2 9 5 4 1 D 2 7 -2 8 1 8 1 D 2 7 -2 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.