Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 66
E inn trilljónasti úr sek-úndum, er yfirskrift sýningar listakonunnar Alicja Kwade sem verð-ur opnuð í i8 galleríi í dag. Alicja Kwade er pólsk og þýsk, búsett í Berlín og á meðal nýlegra einkasýninga hennar má nefna sýningu í Whitechapel Gallery í London, Kunsthalle Schirn í Frankfurt am Main auk fjölmargra fleiri verkefna og samsýninga víða um Evrópu og Bandaríkin. Alicja Kwade er rólyndisleg og viðkunnanleg kona. Daginn fyrir opnun ætlar hún að nýta til þess að keyra aðeins um landið og segist ekki setja hráslagalegt veðrið fyrir sig enda hafi hún heyrt þetta sé sér- deilis íslenskt. Alicja hefur þó ekki mikinn tími til þess að skoða Ísland að þessu sinni en það leiðir spjallið að titli sýningarinnar og hvort tím- inn sé lykilþáttur í hennar verkum. „Nei, hann er mikilvægur en engu að síður þá hverfast þessi verk ekki um tímann. En auðvitað skiptir tíminn okkur alltaf miklu máli og þá líka í allri sköpun en fyrir mér er hann aðeins eitt af því sem skapar ákveðinn veruleika.“ Alicja skapar sín verk úr hlutum sem hafa átt samleið með henni á lífsleiðinni. Tölva, lampi, spegill – allt geta þetta verið kyrralífs- myndir samtímans en hugmyndin byggir á því að efniviðurinn birti sjálfsævisögulegt innihald lista- mannsins. „Efniviðurinn saman- stendur af hlutum sem ég hef lengi verið að vinna með í minni sköpun. Hlutir eins og lampi og tölva sem hafa fylgt mér lengi. Eldri verkin byggja á því að þessir nytjahlutir eru í raun malaðir mélinu smærra, svo aðskil ég þau efni sem þeir eru búnir til úr, og loks endurmóta ég þá í gerbreyttri mynd. Efnismassi hlutanna breytist ekki í þessu ferli heldur verða þeir að dufti sem ég vinn með og gef svo nýtt form, nýja lögun og tilgang. Þann- ig verður hlutur sem hefur tengst mér eða öllu heldur þjónað mér á lífsleiðinni að einhverju allt öðru en úr sama efninu.“ Verk Alicju eru Ég hef alltaf meiri áhuga á spurningum en svörum Alicja Kwade opnar einkasýningu í i8 galleríi í dag og þar tekst hún á við stórar spurningar og leitar svara með aðferðum listarinnar með endurvinnslu muna sem birta sjálfsævisögulegt innihald listamannsins. Alicja Kwade, myndlistarkona spyr heimspekilegra spurninga á sýningu sinni í i8 gallerí. FréttAblAðið/Anton brinK einkar falleg í forminu og hún segir að vissulega hafi ákveðnir hlutir gert ákveðið tilkall til þess að snúa aftur í ákveðnu formi. „Tölvan mín hefur núna tekið á sig klassíkst form, antík-form, en ég er ekki að skapa þetta í ákveðnum stíl eða sem eftirmyndir heldur fremur að leitast við að finna kjarna þessara forma. Í rauninni skoðaði ég mikið af formum víða að úr heiminum og vann þetta svo út frá því.“ Á sýningunni eru einnig verk sem virðast hafa sterka skírskotun inn í heim hins mælanlega; stærð- fræðinnar og eðlisfræðinnar en Alicja segir að verk hennar snúist í raun ekki um slík vísindi heldur fremur leitist hún við að draga allar þessar eigindir saman. „Hvers vegna er efni eins og það er? Hvers vegna erum við hér? Hvers vegna erum við til og eins og við erum? Hvers vegna hugsum við um veru- leikann? Allar þessar spurningar og auðvitað miklu fleiri. Viðfang þess- ara spurninga getur verið tíminn en líka tungumálið, samfélagið og allt það sem við sjáum sem ákveðinn veruleika. Það þarf allt þetta til.“ Er það kjarni þeirra verka sem þú vinnur með klukkuvísum og mögulegum vísunum í plánetur? „Fyrir mér eru þetta allt ákveðnar línur, ákveðnar víddir sem geta í raun aldrei mæst. Fyrirbæri sem renna aldrei saman heldur verða að vera á sinni línu, í sinni vídd. Þannig er líka komið fyrir okkur í þessu lífi, við erum bundin af okkar vídd, tíma og efni. Við erum föst á okkar línu. Fyrir mér snýst þessi sýning þann- ig fyrst og fremst um þá heimspeki- legu spurningu: Hvað er efni? Þess vegna skipta líka titlar verkanna miklu máli því það sem þú sérð er pottur en verkið heitir lampi. Þú sérð vasa og hann heitir klukkur. Þess vegna er þetta líka um tungu- málið og okkur sem manneskjur og hvernig við skilgreinum allt. En það er eitthvað sem við gerum eftir formum, notagildi og í ákveðnum tíma og þess vegna skipta allar þessar eigindir máli. Skipta okkur máli og hvernig við skilgreinum ver- öldina sem við getum kallað okkar vídd.“ En er þá til að mynda trúin ákveð- in þörf fyrir að víkja af þessari vídd eða að minnsta kosti tengjast ann- arri? „Trúin er eitthvað sem ég ætti að hafa áhuga á í þeim skilningi að í henni er fólgin leit að einhverjum veruleika. En fyrir mér er eitthvað of einfalt við þetta. Vandinn er að ég trúi ekki. Verkin mín snúast miklu fremur um það að hafna trú, að trúa engu og efast um allt. Ég sem listamaður lít á mig sem eins konar landkönnuð en trúin er vissulega forvitnilegt fyrirbæri sem er áhuga- vert að skoða og leitast við að skilja. Enda hef ég alltaf meiri áhuga á spurningunum en svörunum.“ Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Farið með svarið í ferðalagið Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600 • Vegakort • Þéttbýliskort • Ítarlegur hálendiskafli • 24 síðna kortabók • Vegahandbókar App • Þjóðsögur • Heitar laugar o.fl. o.fl. FERÐUMST OG FRÆÐUMST Bækur Orðspor ★★★★★ Juan Gabriel Vásquez Þýðing: Sigrún Á. Eiríksdóttir Útgefandi: Benedikt Prentun: Oddi Síðufjöldi: 191 Kápa: Ólafur Unnar Kristjánsson/ Dynamo Reykjavík Skopmyndir dagblaða hafa lengi verið einn beittasti broddur gagn- rýni á valdhafa um víða veröld. Flest eigum við líka okkar uppá- halds skopmyndateiknara, vitum nákvæmlega hvar teikningar þeirra eru í blöðunum okkar, og bíðum verka þeirra oft með óþreyju þegar mikið gengur á í samfélaginu. Góð skopmynd getur sagt meira en hundrað greinar eða fréttir því beitt háðið er afhjúpandi – snjall skopmyndateiknari kemst í einni mynd og með örfáum orðum að kjarna máls. Mallarino, aðalpersóna skáld- sögunnar Orðspor eftir kólumbíska rithöfundinn Juan Gabriel Vásquez, er einmitt slíkur skopmyndateikn- ari. Goðsögn í lifanda lífi, dýrkaður og dáður af þjóð sem er langþreytt á spilltum stjórnmálamönnum, siðblindum glæpamönnum og máttleysi lýðræðisins í landinu öllu. Mallarino á að baki glæstan feril en ekki alveg eins vel heppnað hjónaband eða fjölskyldulíf enda er vinnan honum köllun. Frægðin og valdið sem vinnunni fylgir er líka umtalsvert sætara en hann vill viðurkenna fyrir sjálfum sér. Líf Mallarinos virðist í fyrstu vera nánast kyrralíf. Dagarnir fastmót- aðir og hverfast utan um vinnuna frá degi til dags. En svo kemur að því að Mallarino á að hljóta opin- bera upphefð, viðurkenningu frá valdinu til valdsins sem býr í hugarflugi hans og flugbeittum teiknipennanum og þá fer allt að breytast. Einföld saga um vinnu- saman skopmyndateiknara tekur aftur og ítrekað óvænta stefnu, engu verður lengur treystandi og vald Mallarinos flýgur jafnvel út fyrir tíma og rúm allt þar til hann man framtíðina. Orðspor býr yfir þeim heillandi eiginleika, sem stundum er að finna í frábærum bókum, að hún spyr langtum fleiri spurninga en hún svarar. Krefur lesandann í sífellu um afstöðu og sviptir svo undan honum fótunum. Rétt eins og góður skopmyndateiknari leikur Vásquez sér að tímasetningu og samhengi og veltir upp óvæntum flötum á valdinu, eðli þess og botnlausri þrá fyrir að næra sig, vaxa og dafna án þess að láta sig varða um afleiðing- arnar. Valdinu sem býr yfir þeim eiginleika að muna fram í tímann og vera ekki eins og hið fátæklega minni sem leitar aðeins til baka. Öll sú óvænta framþróun sem á sér stað innan sögunnar er ein- staklega haganlega fléttuð og Vás- quez mótar úr efniviði sínum ein- staklega sjónræna og sterka heild án fyrirhafnar. Orðspor er fantavel skrifuð skáldsaga, stíllinn rismikill, jafnvel ljóðrænn og fallegur á köfl- um og þýðing Sigrúnar Á. Eiríks- dóttur er vönduð og áreynslulaus. Þrátt fyrir að Orðspor sé verk sem er langt að komið þá á sagan ótví- rætt erindi inn í íslenskt samfélag og umræðu og full ástæða til þess að gleðjast yfir sjóðheitum suður- amerískum sendingum til íslenskra lesenda. Magnús Guðmundsson Niðurstaða: Vel skrifuð, einföld en sterk skáldsaga sem spyr margra og áleitinna spurninga. Valdið man framtíðina 2 2 . J ú N í 2 0 1 7 F i M M t u D a G u r42 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 7 -0 C F 0 1 D 2 7 -0 B B 4 1 D 2 7 -0 A 7 8 1 D 2 7 -0 9 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.