Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 41
Napoleon-ferðagrillið er handhægt í flutningum og rennur á hjólum. Dýrindis vindsængur, ferðabeddar og svefnpokar tryggja ljúfan nætursvefn. Það er spennandi að fara út að leika með sumarleikföngin í BYKO. Réttur búnaður tryggir lúxuslíf í tjaldbúskap, eins og katlar, pönnur og pottar. Falleg glös, könnur og borðbúnaður gera umgjörð útilegunnar kósí. Í BYKO fæst allt til eldamennsku og sælkeralífs í útilegunni, eins og þessi for- láta kælibox. Einnig gaseldavélar, ferðagrill, pottasett og borðbúnaður. Ferðagleðin byrjar í BYKO Íslensku ferðasumri fylgir ást á náttúru, sumarsól og samneyti við fjöl- skyldu og vini. Góður og traustur viðlegubúnaður eykur enn á gleðina. Kolbrún Ýr Árna- dóttir er svæðis- stjóri heimilis- og árstíðavara hjá BYKO og stendur hér mitt í nýju og glæsi- legu útilegulandi verslunarinnar. MYNDIR/EYÞÓR Við erum búin að tjalda öllu til,“ segir Kolbrún Ýr Árna-dóttir, svæðisstjóri heimilis- og árstíðavara hjá BYKO. „Það er beinlínis spennandi að hefja ferðalagið hjá okkur því við höfum nú í fyrsta sinn útbúið sér- staka útilegudeild í BYKO. Úrvalið hefur alltaf verið einstakt í úti- leguvörum en aldrei eins ríkulegt og nú,“ segir Kolbrún innan um glæsileg tjöld, ferðagrill, útilegu- stóla- og borð, gashitara, vind- sængur, svefnpoka og fleira sem fullkomnar ferðalag um íslenska náttúru. „Við erum með allt í útileguna; frá ullar- og hlífðarfatnaði yfir í ferðagaseldavélar og allt þar á milli. Dásamlega svefnpoka, vind- sængur og ferðabedda til að tryggja góðan nætursvefn við fuglasöng og lækjarnið og úrval af útilegustólum og borðum til að láta fara vel um sig innan tjalds og utan.“ Kolbrún segir tjaldbúskap lærast eftir því sem fólk fari oftar í útilegu og með reynslunni uppgötvi fólk hvað þurfi að hafa meðferðis svo að vel fari um alla. „Fjölbreyttur búnaður fylgir því að fara í útilegu, svo að líf undir berum himni verði sem þægilegast. Umgjörðin er eitt, tjald og svefnbúnaður, en svo vilja margir skapa kósí andrúmsloft og þar komum við inn með fallegar vatnskönnur, pottasett, borð- búnað, hnífapör, dúka og fleira dúllerí í ferðalagið.“ Meðal nýjunga fyrir útileguna í BYKO eru partíhimnar á súlum. „Partítjöldin eru tilvalin fyrir ættarmótið og mjög góð til að skjóta skjólshúsi yfir frændfólkið á kátum stundum. Tjöldin fást í stærðunum 3x3m og 3x6m og eru þak án hliða svo auðvelt er að skjóta sér inn og út eftir þörfum,“ segir Kolbrún. BYKO býður traust og vönduð útivistarmerki í viðlegubúnaði. „Við bjóðum nú stærri gerðir af tjöldum en áður og nýjar útfærslur, eins og tveggja manna VIP-tjald með aðskildum herbergjum þar sem hátt er til lofts. Þá erum við með ferðaklósett með inn- byggðum klósettpappírshaldara sem eru vinsæl í tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi sem ekki eru búin salerni. Ferðagrill fást í úrvali og meðal annars æðislegt ferða- grill frá Napoleon sem kemur á vagni eins og flugfreyjutaska og er einkar auðvelt að ferðast með og handhægt fyrir eldamennsku í regni jafnt sem sumarsól,“ segir Kolbrún. Til afþreyingar í útilegunni býður BYKO fjölmargt til skemmt- unar. „Við erum með veiðistangir og allt fyrir veiðina ásamt úrvali útileikfanga, eins og krikket-sett, flugdreka og lítil golfsett. Slíkt er nauðsyn fyrir smáfólkið og eykur enn á gleðistundir útivistarinnar,“ segir Kolbrún og bætir við að þægilegt sé fyrir ferðafólk að þurfa bara á einn stað til að sækja það sem þarf í ferðalagið. „BYKO býður eingöngu traustan og endingargóðan viðlegubúnað og verðið er sambærilegt þótt vissulega oftast í lægri kantinum.“ KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 2 2 . j ú n Í 2 0 1 7 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 6 -E A 6 0 1 D 2 6 -E 9 2 4 1 D 2 6 -E 7 E 8 1 D 2 6 -E 6 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.