Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 22
Launamunur sem ekki verður skýrður með öðru en kynferði og mælist konum í óhag er staðreynd hér á landi. Þetta hefur verið sannreynt í fjölmörgum rann- sóknum og könnunum sem staðfesta að karlar og konur njóta ekki sömu launa fyrir sambærileg og jafnverð- mæt störf. Hér er átt við kynbund- inn launamun sem eftir stendur óútskýrður þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra ástæðna sem skýrt geta mun á launum, s.s. starfshlutfalls, starfsaldurs, atvinnu- greinar, fjölda vinnustunda, vinnu- tíma, menntunar og mannaforráða. Afneitun á staðreyndum Þrátt fyrir að launamunurinn sé margsönnuð staðreynd hefur leið- arahöfundur Morgunblaðsins seilst býsna langt til að halda fram undar- legu sannlíki um að launamunur kynjanna fyrirfinnist ekki og að lög um jafnlaunastaðal byggist á vafa- sömum röksemdum. Tvær ritstjórn- argreinar á innan við viku hefur hann helgað þessu hugðarefni sínu. Meðal annars hefur hann sótt sér efnivið í skrif fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins í Fréttablaðinu nýlega til að kynda enn frekar andúð sína á jafnlaunastaðlinum. Þann 19. júní síðastliðinn notaði hann tækifærið til að skjóta nokkr- um skotum að nýlega samþykktum lögum um jafnlaunavottun sem taka gildi um næstu áramót. Það var í sjálfu sér ekki óvænt, að öðru leyti en því að 19. júní er óvenju smekk- laus dagsetning til að ráðast að jafn- réttisbaráttunni. Jafnréttisbaráttan er saga sigra sem ekki hafa unnist af sjálfu sér. Stærstu vörðurnar á þeirri leið sem leitt hefur Ísland til forystu í jafnréttismálum hafa margar orðið til fyrir afskipti hins opinbera, oftar en ekki í góðri samvinnu við aðila vinnumarkaðar- ins. Kannski eru einhverjir sem vilja afsala Íslandi forystusætinu á þessu sviði og skipa okkur á bekk með íhaldssömum þjóðum sem telja öll afskipti hins opinbera á þessu sviði frekleg og óviðeigandi. Ég held þó tæpast að það eigi við um marga. Enn er aðgerða þörf Rannsóknir hafa einnig staðfest að þrátt fyrir miklar framfarir og að menntun og atvinnuþátttaka íslenskra kvenna sé með því mesta sem mælist á meðal OECD-ríkja, er staða þeirra og möguleikar til starfsþróunar á vinnumarkaði mun lakari en karla. Konur eru líklegri til að vinna hlutastörf og þær hverfa lengur en karlar af vinnumarkaði vegna fæðingarorlofs og til að sinna ólaunuðum heimilis- og umönn- unarstörfum. Konur eru líklegri til að taka fyrsta launatilboði á meðan karlar gera frekar gagntilboð um hærri laun. Launamunur myndast því oft strax í ráðningarferli og helst alla starfsævina sem endurspeglast í lægri lífeyrisgreiðslum til kvenna. Því er það mikið þjóðhagslegt hags- munamál að auka jafnrétti á vinnu- markaði. Niðurstöður viðamestu rann- sóknar hér á landi um launamun karla og kvenna frá árinu 2015 sýna að kynbundinn launamunur er fyrir hendi en fór minnkandi úr 7,8% árið 2008 í 5,7% árið 2013. Þegar borin eru saman regluleg laun (dag- vinnulaun) karla og kvenna og ekki er skýrt með málefnalegum breytum hafa karlar 17,4% hærri laun að meðaltali en konur. Þegar borin eru saman heildarlaun mælist munurinn enn meiri, eða 21,5% körlum í vil. Sú staðreynd að ekki hafi, þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir og ótvíræðan vilja stjórnvalda allt frá setningu laga um launajöfnuð kynjanna frá árinu 1961, tekist að uppræta kyn- bundinn launamun er óásættanleg. Eins má telja víst að honum verði ekki að fullu útrýmt nema með frekari aðgerðum. Um nauðsyn og réttmæti lagasetningar sem leggur bann við mismunun á grundvelli kyns er varðar launakjör er vart hægt að deila. Jafnlaunavottun er nauðsyn Skyldan um jafnlaunavottun fyrir- tækja og stofnana sem bundin var í lög á nýliðnu þingi er ætluð til að framfylgja lögum sem leggja bann við því að konum og körlum séu greidd mismunandi laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Jafnlauna- staðallinn er stjórnunartæki sem auðveldar atvinnurekendum að koma sér upp og viðhalda launakerfi sem tryggir launajafnrétti á vinnu- stað sínum. Flóknara er málið ekki. Staðallinn er afurð áralangs sam- starfs heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda með faglegri umsjón Staðlaráðs Íslands, er sambærilegur að formi og gerð og alþjóðlegir stjórnunarstaðlar og vottunarhæfur. Þótt Ísland standi öðrum ríkjum framar um stöðu og þróun kynja- jafnréttis hefur ekki náðst jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins og það á ekki síst við um vinnumarkaðinn. Alþjóðaefnahagsráðið hefur reiknað út að á Norðurlöndunum verði jafn- rétti á vinnumarkaði ekki náð fyrr en eftir um sextíu ár og eru þetta þó þær þjóðir sem framast standa í þessum efnum. Þær miklu framfarir sem við höfum upplifað á skömmum tíma má öðru fremur rekja til sértækra aðgerða og lagasetningar. Skemmst er að minnast áhrifa fæðingarorlofs- laganna og lögbindingar kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga, fyrirtækja og lífeyrissjóða. Meirihluti feðra nýtir rétt sinn til fæðingarorlofs og hlutdeild þeirra í umönnun barna og heimilisstörfum hefur aukist verulega frá því að lögin tóku gildi. Kynjakvótinn hefur haft jákvæð áhrif á kynjahlutföll í stjórnum þeirra fyrirtækja sem lögin ná til á meðan þróunin er mun hægari hvað varðar fjölgun kvenna í stöð- um framkvæmdastjóra og forstjóra stærstu fyrirtækjanna þar sem karlar eru enn í miklum meirihluta. Þörfin fyrir afskipti hins opinbera af jafn- réttismálum hefur fyrir löngu verið sýnd og jákvæður árangur af slíkum afskiptum margsönnuð. Um frekleg afskipti hins opinbera af jafnréttismálum Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismála- ráðherra Þrátt fyrir að launamunur- inn sé margsönnuð stað- reynd hefur leiðarahöfundur Morgunblaðsins seilst býsna langt til að halda fram undar- legu sannlíki um að launa- munur kynjanna fyrirfinnist ekki og að lög um jafnlauna- staðal byggist á vafasömum röksemdum. Nýverið fór fram í New York hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þar voru saman komnir leiðtogar heims í umhverfisvernd og málefnum hafs- ins til að ræða leiðir til að hrinda í framkvæmd heimsmarkmiði SÞ nr. 14, sem lýtur að því að vernda hafið og nýta auðlindir þess á sjálfbæran hátt. Undirrituð sótti ráðstefnuna ásamt sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur, og undirstrikar það mikil- vægi málefnisins fyrir Ísland og áhersluna sem ríkisstjórnin leggur á málið að tveir ráðherrar hafi tekið þátt í ráðstefnunni og ávarpað gesti hennar. Á ráðstefnunni var rætt um lofts- lagsbreytingar af mannavöldum og hvernig þær valda hlýnun og súrnun sjávar. Rannsóknir benda til þess að íshella suðurskautsins sé komin á það stig bráðnunar að erfitt verði að snúa við þeirri þróun. Ís norður- skautsins bráðnar einnig mjög hratt þar sem hlýnun þar er hraðari en á öðrum svæðum á jörðinni. Auk þess á sér stað mikil bráðnun Græn- landsjökuls. Þetta leiðir til hækk- unar á sjávarborði sem gerir það að verkum að framtíð strandbyggða er mikilli óvissu háð. Þá setur súrnun sjávar alla fæðu- keðju hafsins í hættu. Fyrir þjóð eins og Íslendinga sem byggir afkomu sína á sjávarfangi og þar sem byggð er víðast hvar við ströndina er þessi þróun mikið áhyggjuefni. Önnur ógn sem steðjar að heims- höfunum og fiskistofnunum er plastmengun í hafi. Gríðarlegt magn plastúrgangs berst í höfin og brotnar þar niður í örsmáar agnir, svokallað örplast, sem svo eru étnar af fiskum. Örplastið berst þann- ig ofar í fæðukeðjuna og í líkama okkar mannanna á endanum. Nú telja vísindamenn að eftir nokkra áratugi verði meira af plasti í hafinu en fiski. Í tengslum við ráðstefnuna hafa þjóðir heims, Ísland þar á meðal, tilkynnt um hvernig þær hyggist stuðla að því markmiði að vernda hafið. Stórt hagsmunamál fyrir Ísland Á ráðstefnunni var einnig hrint af stað átaki Umhverfisstofnunar SÞ gegn úrgangi í hafi, sem fengið hefur yfirskriftina #CleanSeas. Átakinu er ætlað að hvetja stjórnvöld, fyrirtæki og almenning til aðgerða sem stuðla að hreinni höfum og var Ísland m.a. ein þeirra þjóða á ráðstefnunni sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að stefna að því að banna örplast í snyrtivörum. Í ávarpi mínu á ráðstefnunni gerði ég að umtalsefni hversu háðir Íslendingar eru náttúrunni og hafinu, þar sem fiskveiðar eru grundvallaratvinnuvegur þjóðar- innar. Jafnframt lagði ég áherslu á að íslensk stjórnvöld stefndu að því að draga verulega úr losun gróður- húsalofttegunda á næstu árum með fjölþættum aðgerðum. Þær munu leggja lóð á vogarskálarnar í bar- áttunni gegn loftslagsbreytingum og þar með hlýnun og súrnun sjávar. Heilbrigt haf er stórt hagsmuna- mál fyrir Ísland. Með markvissum aðgerðum og aukinni umhverfis- vitund getum við sýnt gott for- dæmi við að vernda hafið og nýta auðlindir þess á sjálfbæran hátt. Við þurfum að draga úr þeim úrgangi sem berst í hafið og minnka veru- lega losun gróðurhúsalofttegunda sem auka súrnun þess og hækka sjávarstöðuna. Því hafið tekur ekki endalaust við. Hafið tekur ekki endalaust við Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlinda- ráðherra Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athygl- inni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrir- tæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldis- svæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína. 1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiði- lorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarf- semi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvía- eldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venju- legt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan. Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og van- þróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúru- verndarlögunum og Umhverfis- stofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum. Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráð- herrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til fram- dráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra mála- flokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður Önnur ógn sem steðjar að heimshöfunum og fiskistofn- unum er plastmengun í hafi. Gríðarlegt magn plastúr- gangs berst í höfin og brotnar þar niður í örsmáar agnir, svokallað örplast, sem svo eru étnar af fiskum. Örplast- ið berst þannig ofar í fæðu- keðjuna og í líkama okkar mannanna á endanum. Nú telja vísindamenn að eftir nokkra áratugi verði meira af plasti í hafinu en fiski. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heima- landinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína. 2 2 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R22 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 2 6 -E F 5 0 1 D 2 6 -E E 1 4 1 D 2 6 -E C D 8 1 D 2 6 -E B 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.