Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.06.2017, Blaðsíða 54
Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyris- þega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaup- máttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dag- vinnu) og kaupmátt óskerts örorku- lífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaup- máttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnu- markaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Ellen Calmon formaður ÖBÍ Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður mál- efnahóps ÖBÍ um kjaramál Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatrygginga- kerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygg- inga. ✿ Þróun kaupmáttar – samanburður 140 130 120 110 100 90 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 n Óskertur lífeyrir n Lágmarkslaun n Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega þúsund krónur eins og lágmarks- laun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almanna- trygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentu- tala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorku- lífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lág- markstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarks- tekjutryggingu að finna í almanna- tryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnrétt- ismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp líf- eyrisþega. Á Íslandi er sandur eða möl eða mold víðast auðfengin, sér-staklega ef þú getur sjálfur séð um flutninginn. Oftast þarf að greiða eitthvað fyrir en sjaldnast þannig að dýrt þyki. Mig vantaði sand um dag- inn og fór að sækja hann hjá bónda sem á land að Hvítá í Borgarfirði. Vatnshæð í ánni fylgir sjávarföllum og því hægt að sækja sand niður í voginn þegar fellur úr honum. Það var auðsótt að fá sandinn og bóndinn tók lítið fyrir ómakið að moka á kerr- una mína. Ég á myndarlega tveggja hásinga kerru, sem má bera 2.400 kg, og við reyndum að áætla hvenær passlega væri hlaðin kerran. Ég ók svo af stað og fann þá að hlassið væri sennilega ívið þyngra en við töldum vegna þess hvað sandur- inn var blautur. Átti þó ekki von á að það skipti neinu stórmáli. Það var ekki langt, sem ég þurfti að keyra, bíll og kerra virtust ráða bærilega við þetta og ég átti ekki von á neinum vandkvæðum. En þar hafði ég rangt fyrir mér, það var nefnilega þarna sem ég varð glæpamaður. Rétt áður en ég komst á áfangastað sá ég blá ljós fyrir aftan mig á veginum og hugsaði með mér að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir ofar í dalnum. Svo var þó ekki, vegalögreglan vildi ræða við mig og vigta kerruna. Ég sagði það sjálfsagt og átti ekki von á að það hefði alvarleg eftirköst þó að ég væri með eitthvað umfram leyfilegt magn af sandi á kerrunni. Hafði að vísu heyrt að þungaflutningabílar væru stundum sektaðir fyrir of þungan farm. Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að ég var með 600 kg of mikið á framhásingu kerrunnar, sem má bera 1.750 kg. Við þessu eru sekt- arákvæði, sem miðast að vísu ekki við þungann, sem er umfram, heldur hve mörg prósent umframþunginn er. Þetta var 34% umfram hjá mér og við því er sekt upp á kr. 160.000. Það samsvarar 270 krónum á hvert kíló af sandinum. Mér var öllum lokið, en þetta átti eftir að versna. Sektir yfir kr. 100.000 eru settar á sakavottorð manna. Ég var því orðinn afbrota- maður með óhreint sakavottorð. Hvernig getur það staðist að einstakl- ingur lendi í slíkum hremmingum í íslenska réttarkerfinu? Að sækja sér sand í kerru hafi þessar afleiðingar og beri svo þung viðurlög? Er refsigleðin ekki helst til mikil? Eru þær reglur, sem lögreglan þarf að fara eftir, ekki hróplega óréttlátar? Blautur sandur á sakavottorðið Daníel Þórarinsson skógarbóndi Fátt er notalegra en að skella sér í sundlaug staðarins og láta þreytuna líða úr sér og enda svo í heita pottinum. Ekki allir nýta sér þennan möguleika, aðrir nær daglega, og fer þetta eftir ákvörðun hvers og eins. En hjá stórum hópi einstaklinga er þetta ekki hluti af þeim ákvörðunum sem þeir takast á við í sínu daglega lífi, því sund- laug staðarins stendur þeim hrein- lega ekki til boða – þar er þeim mætt með aðgengishindrun(um) sem gera það að verkum að sundlaugarferð fer aldrei á þeirra dagskrá. Við erum að tala um hreyfi- hamlað fólk, en Sjálfsbjörg lands- samband hreyfihamlaðra vinnur að bættu aðgengi fyrir alla hreyfi- hamlaða. Nú þegar tími sumarfría fer í hönd og sólin sendir okkur geisla sína er tilvalið að skella sér í sundlaugina og börnin vita fátt skemmtilegra. En sundlaugarnar eru bara ekki okkar allra. Hreyfi- hamlað fólk þarf t.d. að kanna fyrir- fram hvort það yfirhöfuð kemst inn í sundlaugarbygginguna. Eru þar kannski háar tröppur við inngang- inn? Og þegar inn er komið kemst hjólastóllinn inn í búningsklefann eða inn í sturtuklefann og er þar sturtustóll? Kannski kemst maður þarna í gegn, en er nú greið leið út að sundlauginni? Og hvernig fer ég ofan í laugina, er lyftustóll? Kemst ég svo í heita pottinn? Allt of margar spurningar sem flestir þurfa ekki að velta fyrir sér – leiðin er greið fyrir þá. Nei, því miður eru allt of margar almenningssundlaugar ekki fyrir allan almenning og sem foreldri hef ég þurft að sleppa því að fara með mínum börnum í sundlaugarferð því aðgengið hentar mínum ferða- máta ekki, hreyfihamlaður ein- staklingur er ekki velkominn í allar okkar sundlaugar. Ársverkefni Sjálfsbjargar lands- sambands hreyfihamlaðra í ár er að láta félaga okkar framkvæma ein- falda notendaúttekt á sundlaugum í þeirra heimabyggð og er þema verk- efnisins Sundlaugar okkar ALLRA! Félagar okkar mæta á staðinn og skrá hjá sér t.d. hvort við sund- laugina sé merkt stæði fatlaðra, er unnt að komast inn í anddyrið, er gott aðgengi inn í búningsklefana? Hvað með sturtuaðstöðuna er hún aðgengileg, eru sérklefar ef fólk þarf liðsinni aðstoðarfólks, er lyfta í boði til að komast ofan í laugina, í heita pottinn eða í gufubaðið? Fyrir okkar fólk eru þetta allt grundvallaratriði sem stjórna því hvort við getum yfir höfuð farið í sundlaugarferð. Sem betur fer erum við að sjá breytingar til hins betra í sundlaug- um landsins og bara nú í vor hafa komið fréttir af t.d. nýjum lyftum fyrir fatlaða í nokkrum sundlaugum eins og í Ásvallalaug í Hafnarfirði þar sem í vor var vígð mjög fullkom- in lyfta svo hreyfihamlaðir komist í laugina og sundlaug Egilsstaða vígði nýlega nýja sundlaugarlyftu sem Soroptimistaklúbbur Austurlands safnaði fyrir. Þá vitum við að verið er að endurgera fjölda sundlauga og vonandi hefur aðgengið verið þar ofarlega á blaði. Sjálfsbjörg lsh. biður landsmenn að veita því athygli í næstu sund- laugarferð hvort aðgengismál þar eru í lagi. Endilega látið okkur vita ef svo er ekki og ekki sakaði að koma einnig athugasemdum til forsvarsmanna sveitarfélagsins um það hvað betur mætti fara. Það má líka hrósa þeim sem standa vel að þessum málum. Þetta er ekki og á ekki að vera einkamál hreyfihaml- aðs fólks – sundlaugar landsins eiga eðlilega að vera okkar allra! Sundlaugar okkar allra Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra Skemmtanir Árshátíðir Grímuböll Dimmisjón ofl. & ofl. Ykkar skemmtun.... ....okkar fókus 2 2 . j ú n í 2 0 1 7 F I M M T U D A G U R30 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 2 2 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 2 7 -2 5 A 0 1 D 2 7 -2 4 6 4 1 D 2 7 -2 3 2 8 1 D 2 7 -2 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.