Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 20
20 50 tonn á dag. Breytingin er gíf- urlega mikil og það er spurning hvort við eigum eftir að sjá svona niðursveiflu aftur. Í kring- um 1950 var togaraflotinn allur á veiðum við Grænland vegna aflatregðu hér en þá var búið að vera hlýindaskeið. Ég segi að þessi niðursveifla eigi eftir að koma. Mér finnst það því ekki rétt stefna sem fyr- irtækin eru að fara í með að smíðað þessa ísfisktogara með lágmarks mannskap sem eiga að rífa upp hellings afla á tveimur til þremur dögum. Ég held að þeir eigi eftir að brenna sig svolítið á því. Þessir exel- gaurar sem ég kalla svo, sem stjórna þessu, þekkja ekki þetta ástand sem var hér áður. Það er málið. Undanfarin misseri hafa menn getað sótt í þorskinn nánast eins og þeir hafa vilja og veitt vel. En þegar maður talar við menn sem eru á þessum ís- fiskveiðum fyrir húsin, eru úti í fjóra daga og fá tvo daga til að veiða þorsk, segja þeir að það sé orðið erfiðara en áður.“ Hilmar segir að þorskurinn sé víðar en áður, hann sé ekki eins staðbundinn og áður var. Hann þjappi sér ekki jafn mikið saman eins og fyrr. „Maður er að fá þorsk allt í kringum land- ið, ekki bara til dæmis á Vest- fjarða- eða Austfjarðamiðum. Hann er líka kominn langt norð- ur fyrir land á rækjuslóðina fyrir norðan Sporðagrunn og norður fyrir Kolbeinsey. Mér finnst þetta vera mikil breyting frá því ég var fyrst að byrja á togara fyrir 1980. Þorskurinn er að sækja í æti eins og rækju og svo eltir hann loðnuna norðar og norðar. Þó virðist vera nóg æti fyrir þorskinn víðast hvar, en eitthvað er ástandið einkenni- legt. Það er erfitt að spá í þetta og einhverjar smábreytingar til viðbótar geta svo breytt heild- armyndinni.“ Stóri fiskurinn til vandræða Margt annað en lífríkið hefur breyst frá þeim tíma þegar Hilmar byrjaði á togara árið 1979. Á tímabili voru togararnir yfir 100 en nú eru þeir líklega um 40. Þá er engin eiginleg netavertíð lengur, örfáir bátar sem stunda netaveiðar og löngu liðin sú tíð að um helm- ingur þorskaflans væri tekin í net á vetrarvertíð. „Það telst orðið til stórvið- burða ef menn láta net liggja yfir nótt. Menn fara með netin út á morgnana og draga þau um hádegið, full af fiski. Maður myndi ætla að það myndi styrkja þorskstofninn að minna sé tekið af honum á hrygning- arslóðinni, að út úr því kæmi sterkari stofn ef allt annað væri í lagi. Undanfarin ár hefur verið mikið af mjög stórum þorski, en nú erum við farnir að sjá meira af smærri fiski, en þá mjög svæðisbundið. Það er mjög stór fiskur víðast hvar nema fyrir austan, en þar er farinn að sjást smærri fiskur. Stóri fiskurinn hefur skapað ákveðin vandræði því sumir kaupendur vilja bara ákveðnar stærðir, ekki stóra fiskinn og þá höfum við orðið að fara austur fyrir land til að sækja smærri fisk. Staðreyndin er sú að það hefur verið mjög lítið um skyndilokanir vegna smáfisks á togslóðinni, en meira um þær hjá línubátunum sem eru að veiða nær landi.“ Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Karfahol, síðasta hol skipstjórans Hilmars. „Það hefur verið mín skoðun að það hafist ekki allt með ein- hverjum öskrum og látum. Það er ekki minn stíll.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.