Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 36
36
Laun sjómanna hafa lækkað
gríðarlega í vetur, allt að 25 til
30% og er ýmislegt sem því
veldur. Verð á fiskmörkuðum
hefur lækkað og sömuleiðis
verð til sjómanna í beinum við-
skiptum. Hækkun á gengi krón-
unnar lækkar tekjur sjómanna
á frystitogurum og fleira má
telja. Tekjur sjómanna miðast
við ákveðið hlutfall af aflaverð-
mæti og lækki það, lækka tekj-
urnar.
Þetta kemur fram í viðtali
Ægis við formann Sjómanna-
og vélstjórafélags Grindavíkur,
Einar Hannes Harðarson. Hann
er jafnframt sjómaður á frysti-
togaranum Hrafni Sveinbjarnar-
syni. Félagið á 60 ára afmæli á
árinu og þess vegna leggur fé-
lagið meira í hátíðarhöldin á
sjómannadaginn en áður og
hefur meðal annars fengið for-
seta Íslands, Ólaf Ragnar Gríms-
son, til að flytja hátíðaræðu
dagsins.
„Hátíðin Sjóarinn síkáti í
Grindavík á 20 ára afmæli í ár
og saman höfum við í SVG og
stjórn Sjóarans síkáta ákveðið
gera við hátíðina sérstaklega
veglega. Við munum leggja
áherslu á fjölskylduvæna
skemmtun og í fyrsta sinn mun
verða frítt í leiktæki fyrir börnin.
Því eiga öll börn í Grindavík og
gestkomandi að geta nýtt sér
leiktækin sem verða í boði. En
afmælisdagurinn er 21. október
og þá munum við halda upp á
afmælið með pomp og prakt.
Ekki er búið að ákveða endan-
lega með hvaða hætti það
verður gert,“ segir Einar Hann-
es. Afmælið er mikill áfangi en
hvað er það annars sem er efst
á baugi á árinu?
Leita kjarabóta í formi
dagpeninga
„Nú er náttúrulega samninga-
gerð í gangi og virðist miða vel
eftir 5 ára samningsleysi. Við er-
um að leita kjarabóta í formi
dagpeninga og er beðið svara
frá fjármálaráðherra vegna
þess. Þetta er vandasamt og
tímafrekt mál, sem vonandi
gengur upp. Að öðru leyti er sí-
fellt meira að gera í réttinda-
málum sjómanna. Það koma
stöðugt fleiri mál inn á okkar
borð. Launamál sjómanna virð-
ast ekki vera í nægilega góðu
Laun sjómanna hafa
lækkað mikið
rætt við Einar Hannes Harðarson, formann Sjómanna- og
vélstjórafélags Grindavíkur
„Allt tal um góðæri á ekki við um sjómenn,“ segir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
T
ím
a
m
ót