Ægir - 01.04.2016, Blaðsíða 26
26
„Bæjarhátíð okkar Grindvík-
inga, Sjóarinn síkáti, fagnar 20
ára afmæli í ár. Þá vill svo
skemmtilega til að Sjómanna-
og vélstjórafélag Grindavíkur
heldur upp á 60 ára afmæli í ár
þannig að það er tvöföld ástæða
til að halda upp á Sjómanna-
dagshelgina í Grindavík með
pompi og pragt í ár,“ segir Þor-
steinn Gunnarsson, sviðsstjóri
frístunda- og menningarsviðs
en Sjóarinn síkáti fer að vanda
fram um sjómannadagshelgina.
Barnadagskráin í öndvegi á
afmælisárinu
Undirbúningur hefur staðið yfir
frá því í ársbyrjun og er mikið
lagt í hátíðina í ár. Að sögn Þor-
steins verður barnadagskráin í
öndvegi en búið er ráða m.a.
Villa og Góa, Gunna og Felix,
Einar Mikael, íþróttaálfinn, Sollu
stirðu, Sigga sæta, Gogga
Mega, Sirkus Ísland, Pílu pínu,
brúðubílinn o.fl. Þá verða leik-
tæki og hoppukastalar alla
helgina, paintball og lazertag,
vatnaboltar, gokart, dorgveiði-
keppni, skemmtisigling, sjó-
pulsa í höfninni, krakkakeyrsla á
mótorhjólum, andlitsmálning,
svo eitthvað sé nefnt.
„Einnig verðum við með
fiskasafn með lifandi sjávardýr-
um í fiskabúrum á bryggjunni á
sunnudeginum en þetta er
samstarfsverkefni Sjóarans sí-
káta, Hafró í Grindavík, Gunna
kafara og sjávarúvegsfyrirtækj-
anna í Grindavík. Við gerðum
þetta í fyrsta skipti í fyrra og sló
algjörlega í gegn. Við bætum
við í ár. Einnig hafa frystitogarar
Þorbjarnar safnað saman ýms-
um furðufiskum og verða þeir
til sýnis fyrir gesti og gangandi.
Við erum með sullu-búr fyrir
krakkana þar sem þau geta
komist í tæri við krabba, skeljar
og minni fisktegundir,“ segir
Þorsteinn.
Óhætt er að segja að lands-
lið skemmtikrafta verði á Sjóar-
anum síkáta í ár. Á meðal þeirra
sem búið er að bóka á Sjóarann
síkáta er Páll Óskar sem kemur
fram bæði á Bryggjuballi og
verður með Palla-ball í íþrótta-
húsinu. Bræðurnir Jón og Frið-
rik Dór Jónssynir munu
skemmta saman ásamt hljóm-
sveit á bryggjuballinum og
heimamaðurinn Ellert Heiðar
Jóhannsson sem sló í gegn í
The Voice treður upp ásamt
hljómsveit sinni. Ingó Veðurguð
sér um brekkusöng eins og
honum einum er lagið. Þá verð-
ur keppnin Sterkasti maður á Ís-
landi á sínum stað og er met
þátttaka í ár.
Þá mun hópur tónlistarfólks
í Grindavík standa fyrir klassískri
rokkhátíð í íþróttahúsinu. Alls
koma fram 15 flytjendur, sem
flestir búa í, hafa búið í eða
tengjast Grindavík á einhvern
hátt. Þetta fólk kemur úr ólíkum
áttum en á það sameiginlegt að
njóta þess að flytja frábæra tón-
list. Hópurinn ætlar að flytja
framsækið rokk sem átti sitt
blómaskeið á áttunda áratugn-
um. Flutt verða lög eftir hljóm-
sveitir á borð við Pink Floyd,
Marillion, Yes og Queen, í bland
við nýrra efni.
Björgunarsveitin Þorbjörn
kemur að skipulagningu og
gæslu á hátíðinni með öflugum
hætti að vanda og er í lykilhlut-
verki á hátíðinni. Hátíðin hefur
vaxið með hverju árinu, þar er
fjölbreytt dagskrá alla helgina
en mikið er lagt upp úr vand-
aðri barnadagskrá. Um 25 þús-
und gestir voru á hátíðinni í
fyrra.
Frá heiðrun sjómanna á hátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík.
Síkátur sjóari í 20. sinn
S
jóm
a
n
n
a
d
a
g
u
rin
n
Ker Umbúðamiðlunar eru
eingöngu ætluð til leigu
undir matvæli.